Alþýðublaðið - 30.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.08.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 30. ágúst 1039 f ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. I fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 49©2: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima) 4905: AlþýðuprentsmiSjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Pólland. ' \ — CHAMBEBLAIN frestaði þvi í gær, að birta, eins og boðað hafði verið, orðsendingar þær, sem honum og Hitler hafa farið á milli þessa síðustu og öró- legustu daga. En af orðsending- um þeiirra Hitlers og Daladiers, sem franska stjórnin lét birta um helgina, veit heimurinn engu að síður nú þegar, hvað það er, sem Hitler vill hafa. Hann heinrt- a.r Danzig og pólska hliðið. Það er það minnsta, sem hann vill gera sér að góðu í þetta sinn. Og fái hann það etkki á sama hátt og Austurríki og Súdetahér- uðin árið, sem leið, og afgang- inn af Tékköslóvakíu og Memel- héraðið síðást liðið vor, hótar hann striði og upplausn pólska ríkisins í þess núverandi rnynd. Pessar síðustu kröfur Hitlers sýna betur en nokkrar fyrri, hvers virði samningar og loforð af hálfu þýzku nazistastjórnar- inar eru, og hve vonlaust verk það væri, að vinna nokkuð til samkomulags við hana, nema þá tii þess eins, að fá hinni óum- flýjanlegu styrjöld -við Þýzka- land Hitlers frestað enn um stundarsakir. Pví að ekkert ríki hefir fyrr og lengur gert sér far um þaÖ að tryggja sig með samnin,gum við þýzku nazista- stjórnina, en einmitt Pólland. Fyrsí allra ríkja gerði það „ör- yggíssáttmála“ við Hitler árið 1934, eða aðeins tæpu ári eftir að hann komst til valda, og fékk þá það hátíðlega og skriflega lof- orð af honurn, að Pýzkaland skyldi um tíu ára skeið, eða til ársins 1944, skuldbinda sig til þess að virða öll núverandi Iandamæri og réttindi Póllands, þar á meðal sérstöðu þess í -Dan- zig og yfirráö yfir pólska hlið- inu út að Eystrasalti. i fimrn ár hefir þessi samningur haldið, vegna þess, að Pýzkaland var upptekið á öðrum stöðunr. En nú er röðin komin að Póllandi, og þá er ekki lengur að því spurt, hvaða skuldbindingar Þýzkaland hefir tekið á sig gagn- vart því. En til málamynda sagði Hitler „öryggissáttmálanum“ upp í vor, á miðjum samningstíman- um, undir því yfirskyni, að Pól- land hefði gerzt brotlegt við hann með því að leita bandalags við England, enda þótt það væri knúið til þess af Hitler sjálf- um, sem þá þegar hafði í ber- höggi við „öryggissáttmálann", sett fram þær kröfur, sem nú eru komnar á daginn. Það skal ósagt látið á þessari stundU, hvaða afleiðingar þessi síðasta hótun Hitlers við heims- friðinn hefir, hvort hún ein næg- ir til þess, að hann hafi sitt fram, eins og hingað til, eða hvort Evrópa verður af hennar völdum eftir örfáa daga orðin að blóðugum vígvelli. Það er aug- Ijóst, að Hitler hefir eftir hin blygðunarlausu svik Sovét-Rúss- Ráðstafanir rikisstjórnarinn ar vegna ófriðarhættunnar. RÍKISSTJÓRNIN hefir sent blöðunum til birtingar eft- irfarandi tilkynningu um aðstöðu þjóðarinnar, ef til ófriðar dregur: Undanfarið hefir ríkisstjórn- in í samráði við nefnd þá, sem skipuð var á árinu 1938 vegna yfirvofandi ófriðarhættu haft með höndum ýmsan undirbún- ing að þeim ráðstöfunum, sem nauðsynlegt yrði að gera, ef til ófriðar kæmi, og gert nokkrar ráðstafanir með það fyrir aug- um, að styrjöld kynni að brjót- ast út. Þykir rétt að gefa yfir- lit um nokkrar þeirra: Náttúrufræðirannsóknanefnd- inni hefir verið falið að rann- saka, hvort hægt sé að fram- leiða hér vörur, sem þjóðinni eru nauðsynlegar og fluttar eru frá útlöndum, ef svo kynni að fara, að aðflutningar á þeim tepptust, eða aðrar vörur, sem nota mætti í þeirra stað. Hefir nefndinni sérstaklega verið fal- ið að athuga, á hvern hátt heppi. legast væri að fullnægja feit- metisþörf þjóðarinnar, ef að- flutningar á hráefni til smjör- líkisgerðar takmarkast. Búnaðarfélagi íslands hefir verið falið að gera tillögur um, hvaða breytingar á búnaðarhátt- um kynnu að verða nauðsyn- legar, ef til ófriðar dregur og að- flutningar teppast, hvað unnt sé að gera til þess að undirbúa þá breytingu, og jafnframt hvaða ráðstafanir eðlilegt myndi að gera, þegar siglingateppa væri fyrirsjáanleg og líkleg til að standa til langframa. Hefir Bún- aðarfélagið þegar gert nokkrar tillögur um þetta, og mun unn- ið að því af kappi að gera heild- aryfirlit um þetta efni. Ríkisstjórnin hefir ritað land- lækni og falið honum í samráði við nefnd þá, er skipuð var til þess að hafa með höndum mat- vælarannsóknir, að gera tillög- ur um það, hversu heppilegast myndi vera að breyta mataræði þjóðarinnar, ef erfitt reyndist að fá erlend matvæli, og hvaða fæðutegundir skuli leggja mesta áherzlu á að framleiða innan- \|íids við málstað friðarins og vináttusamning þess við Pýzka- land sterkari aðstöðu en nokkru sinni áður til þess að knýja and- stæðinga sína til að beygja sig fyrir ofbeldinu. Og vel má vera, að hann treysti því, að samning- urinn við Stalin tryggi honúm sigurinn í þetta sinn, án þess að til styrjaldar komi. En því má ekki gleyma, að fyrir England og Frakkland er nú allt annað og meira í veði en nokkru sinni áður í viðureign þeirra við Hitler-Þýzkaland. Því að Pólland er, eftir svik Sovét- Rússlands, eina landið í Austur- Evrópu, sem þau geta vænt sér stuðnings af í stríði við Hitler, og ef það yrði limað sundur á sama hátt og Tókkóslóvakía, stæðu England og Frakkland í framtíðinni ein síns liðs í styrj- öld við Þýzkaland, sem þá þyrfti ekki að berjast nema á einum vígstöðvum, í Vestur-Evrópu. England og Frakkland þola því engan Munehenfrið milli Pól- lands og Þýzkalands, hvað sem þau annars kynnu að vilja vinna til friðar, eins og nú er ástatt í Evrópu. Við Pólland geta þau ekki skilizt í yfirstandandi átök- um öðru vísi en að framtíð þess og ííðveizla sé að minnsta kosti tryggð fyrir síðari tíma. lands, ef slíkt ástand stæði til langframa. Ríkisstjórnin gaf á sínum tíma út sérstaka áskorun til manna um að auka garðrækt, og hefir hún nú séð um, að Bún- aðarfélag íslands vinnur að því að framleiðendur leggi til hliðar nægilegt útsæði af framleiðslu þessa árs til þess að tryggja á- framhaldandi aukna kartöflu- rækt, þótt aðflutningar til landsins yrðu erfiðleikum bundnir. Ríkisstjórnin vann að því á sínum tíma, að innkaupum til sjálfrar framleiðslunnar yrði hraðað fyrir sumarið, og upp úr mánaðamótunum júlí—ágúst átti hún viðræður við innflytj- endur slíkra vara um að hrað- að yrði innkaupum til vetrarins. Með bráðabirgðalögum og reglu gerð, sem öðluðust gildi í dag, hefir verið bannaður útflutningur vissra vörutegunda, nema með sérstöku leyfi stjómarinnar. Enn fremur er með þessum fyrirmæl- ,um komið í veg fyrir, að seld séu út úr landinu kol og aðrar nauÖ- synjavömr. Rikisstjórnin hefir undirbúið ráðstafanir til jress, að skammtað- ar verði helztu nauðsynjavömr erlendar, ef til ófriðar kemur. Er allt undir það búið, að slíkar ráð- stafanir geti orðið framkvæmdar. Þó mun það taka nokkurn tíma að koma þeim að fullu í fram- kværnd, og hefir ríkisstjómin því tilbúnar ráðstafanir til bráða- birgða, sem framkvæmdar yrðu unz hinni endanlegu skömmtun yrði komið á. Eru þessar skömmtunartillögur fyrst og frernst miðaðar \dð það, að birgðir þær af erlendum vör- jum í landinu, sem iýrir eru og flytjast kunna til landsins, skiptist sem jafnast milli manna. Þegar skömmttmin hefst, verðurþaðná- kvæmlega athugað hversu miklar vörubirgðir eru til, ekki aðeins í vprzlunum, heldur einnig á heim- ilum manna, og tillit tekið til þess víð úthlutun skömmtunar- séðla, enda er því hér með sér- staklega beint til kaupfélaga og kaupmanna aÖ varna því, að nokkur óeðlileg viðskipti eigi sér stað á rneðan sú óvissa ríkir, sem nú er. Ríkisstjómin telur sérstaka á- stæðu til þess að taka það fram að lokum, að hún álítur ekkert tilefni til þess að ótíast skort nauðsynlegra matvæla þótt að- flutningar kynnu að verða erfiðir •á ófriðartimum, þótt hitt sé jafn- framt vitanlegt, að undir slikum kringumstæðum yrðu menn að ne&ta sér um margt, sem menn venjulega telja þarft. Væntir ríkisstjórhin þess, að ráðstafanir þær, sem nauðsynleg- ar kunna að þykja, rnæti skiln- ingi og velvilja manna. Heimsókn i dagheímili bamavinafél. Snmargjðf. Yfir 200 born hafa dvalið á báð- um barnaheimulunum f sumar. AMORGUN lýkur að þessu sinni sumarstarfi barna- dagheimila Barnavinafélagsins Sumargjöf í Grænuborg og Vest- urborg. Hefir þessi starfsemi Sumargjafar átt vaxandi fylgi og stuðningi að fagna, og hefir aðsókn verið svo mikil að dag- heimilinu, að í vor varð að neita mörgum börnum um vist á þeim. Hafa á heimilunum dvalið um 200 börn í sumar. Heimsóttu blaðamenn í gær dagheimili Sumargjafar i fylgd með kennurunum og forvigis- mönnum félagsins, þeim Stein- grimi Arasyni og ísaki Jónssyni. Var fyrst heilsað upp á barna- heimilið Grænuborg, sem hefir aðsetur sitt rétt fyrir austan Landspítalann. Hefir dagheimiiið allstórt land til umráða, þar sem bömin geta frjáls og óhindrað leikið sér fjarri hættum götuum- ferðarinnar. Sé veðrið slæmt, svo að þau geti ekki verið við neina útileiki. þá sjá eftirlitsstúlkurnar þeim fyrir nægilegum verkefnum inn- anhúss, og, það skemmtilega við alla leiki bamanna, hvort heldur er úti eða inni, er, að leikirnir eru jafnframt vinnuskóli, þar sem þeim er kennt að teikna, raða alls konar spýtnakubbum, þannig, að þau fái úr þeim ýms- ar myndir. Litlu telpurnar voru að teikna hús og dýr, en nokkr- ir strákar voru önnum kafnir við að leggja langan og bugðóttan veg, og öll vom börnin kát við störf sín. „í sumar hafa verið hér að meðaltali 102 böm,“ segir hin unga forstöðukona, Guðrún Steffensen, „og emm við 9, stúlk- umar, sem önnumst eftirlitið með þeim. Bömunum er skipt i 5 flokka eftir aldri, en þau eru flest á aldrinum 3—8 ára.“ _ — Hefir þeirn ekki líkað lífið vel? wJú; ekki höfum við orðið var- ar við annað. og hinar líkamlegu framfarir jMiirra hafa verið tölu- verðar. Að meðaltali hafa börnin þyngzt um 1200 gröm mánuðina Júní og júlí, og er það heldur eneira en í fyrrasumar, enda hefir veðrið verið svo dásamlegt í sumar. Við höfum líka oft farið í Tengri og skemmri gönguferðir og m. a. heimsótt bömin í Vest- urborg, og þau svo heimsótt okkur.“ „Já; en þetta kostar nú allt ^aman mikla peninga, eða um 5 þús. kr. á mánuði, bæði heim- ilin,“ segir gjaldkerinn, Isak Jónsson; „og var 70°/o af öllum kostnaðinum gefinn, — ekki nema 30% komu frá aðstandendum barnanna, þvi að við höfum haft þá reglu, vegna þess að við höf- um ekki getað tekið öll þau böm, sem sótt hefir verið um fyrir, að taka frekar böm fátækra og þeirra, sem ekki hafa getað borgað fullt með þeim, en synjað Fiinum; en við vonum, að okkur takist að auka svo starfsemina, að engum þurfi að synja.“ Þegar blaðamennimir höfðu gengið urn og skoðað hin prýði- legu húsakynni á Grænuborg og séð hin ýmsu listaverk barnanna, — máluð, mótuð og smíðuð — var ekið til Vesturborgar, sem er í hinum enda bæjarins. Þegar þangað kom, voru öll börnin, um 75 að tölu, í mat- salnum að drekka nrjólk og borða brauð, og þegar forstöðu- konan, ungfrú Bryndís Zoega, er spurð um mataræÖið, svarar hún, að það sé mjög kjarngott, og á morgnana kl. 9, þegar þau koma, fá þau strax hafragraut og lýsi.“ Var nú gengið um Vesturborg og hún skoðuð; en þar senr Al- þýðublaðið hefir, ekki alls fyrir löngu, í viðtali við ungfrú Bryn- dísi, lýst dagheimilinu, er óþarfi að enduriaka það nú. Þegar Vesturborg var kvödd, kvað við söngur barnanna: „í Vesturborg, í Vesturborg er gam- an oft á vorin.“ Á tuttugustu öldinni. ‘E* G varð meira en lítið undr- andi, er ég las yfirlýsingu sýslumannsins í Húnavatnssýslu óg sá nánar af skrifum blaðanna, að henni var stefnt gegn um- komulausustu mönnum þjóðfé- lagsins, umrenningunum. Að vísu ber sýslumaður því við, þegar hann er spurður um tilefni þess, að hann gefur svona yfirlýsingu, að þar hafi verið á ferðinni risi nokkur, sem fólk hafi hræðzt, og enn fremur, að hann hafi selt rit, er sýslumanni voru ekki að skapi (trúarlegs efn- is með útskúfunarkenningu). Yfirlýsingunni var nú samt sem áður stefnt gegn umrenning- um í heild sinni og vitnað í lög, sem banna flakk. Það hlýtur að verða erfitt verk hjá sýslumanni aÖ beita þessu réttilega, þar sem ferðamanna- straumur er allt af aÖ fara í vöxt um landið. Utlendingar jafnt sem hérlendir rnenn rnega ferðast passalaust sýslna á milli. Ég hefi aldrei heyrt þess getið, að umrenningar hafi gert illt af sér, og hafa þeir víst þekkzt svo lengi, sem elztu menn muna. Þegar ég var barn, geröu allir góðfr menn það að skyldu sinni að taka vel á móti þessum ein- stæðingum þjóðfélagsins, og það man ég vel, að faðir minn tók peim með hinum mesta höföings- skap og óannaðí okkur börnun- um ao fireita að þexm eða hæða þá, þótt þeir væru einkennilegir. Það varð aldrei skortur í búi föður míns, þó að hann tæki vel á móti þessum umkomulausu mönnum. Hann sat á eignarjörð, sem gengið hafði í erfðir mann fram af manni og er í eign ætt- arinnar enn. Það verður drýgst, ,sem flestir fá af, segir máltækið. Og allir kannast við orð Krists: Þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, nakinn, og þér klædduð mig. Ég held, að það setji engan hrepp á höfuðið, því síður sýslu, þó að einn eða tveir umrenningar fari þar yfir einu sinni á ári og húsfreyjurnar þurfi að metta ein- um munni fleira en venjulega. Þær ern breyttar íslenzku hús- mæðurnar, ef þær láta sig rnuna um það. Það ber vott urn nokkra fljót- færni hjá sýslumanninum, er hann hyggst að uppræta þessa meinsemd á þennan liátt. Hon- um ætti aé vera kunnugt, að for- ráðamenn sveitar- og bæjarfélaga reyna á allan hátt að losna viÖ þessa menn. Þjóðfélagið hefir ekkert hæli handa þeim, og sjálf- ir eru jreir ekki færir í Hfsbarátt- unni af mörgum ástæðum. Sumir hafa t- d. orðið fyrir einhverju iaðkasti í lífinu, af sóttum eða at- vikum, sem hafa lamað lífsþrótt þeirra til baráttu fyrir daglegu brauði. Aðrir eru listamenn, senx hai'b orðíð úti vegna þess, að samtíðin hefir ekki skilið þá, og það belir löngum reynzt sitt hvað gæfa og gjörvileiki. Þeir mættu því betur við una, sem geta hjálpað, heldur en þeir, sem eru hjálparþurfi. Að endingu vil ég leyfa mér að gera eina athugasemd viðvíkj- andi ritinu, sem risinn var að selja og sýslumaimi fannst ó- fært að láta honum líðast. Eru ekki mörg áróðursrit seld, sem eru ekki síður skaðleg (pólitísk), af alls konar agentum, að ó- gleymdum skrumauglýsingum verzlana og fyrirtækja af öllu tagi. Það ætti að vera meinlítið, þó að þessir fáráðu menn bæru sín hugðarefni manna á milli og seldu fyrir fáa aura; slíkt tæki enginn svo alvariega. Reykjavík, 14. ágúst 1939. j E. J. Ársfundnr Presta- félags Suðarlands. A RSFUNDUR Prestafélags Suð urlands er að þessí sinni ihaldinn í V|k i Mýrdal og stend- ur nú yfir. Af félagssvæðinu, sem itær yfir Kjalamess-, Árness-, Rangámalla- og Vestur-Skafta- fells-prófastsdæmi, eru mættir nær 20 prestvígðir menn og einn kandídat. Biskup landsins situr einnig fundinn. Lagt var af stað til fundarins á laugardagsmorgun kl. 7 og koinið til Víkur kl. 15. Að loknum miðdegisverði héldu sumir áfrain austur yfir Mýrdals- sand, allt txl Kirkjubæjarklaust- 1 úrs. I gær var messaö í öllum kirkjum prófastdæmisins, og voni tveir prestar í hverri kirkju. Kirkjusókn var alls staðar ágaú og sums staðar frábær — eðaallt Frh. á 4. síðu. Hinar vinsælu hraðferðir Steindórs til Akureyrar um Akranes erus Frá Reykjavík: Alla mánudaga miðvikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtudaga laugardaga og sunnudaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á bif* reiðastðð Oddeyrar, M.s. Fagranes annast sjóleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Allar okkar hraðfeiðir eru um Akranes. Stelndór.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.