Tíminn - 24.03.1917, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.03.1917, Blaðsíða 2
6 T í M I N N þeim þyki það ekki borga sig, né geti það af því að þá vanti vinnu- kraft. Það séu að eins þessir menn, sem Hermann geti átt við, því að allir aðrir en bændur sem svona sé ástatt um færi frá. Þetta er ekki allskostar rétt. Þeir bændur hafa að vísu verið til, sem talið hafa sér óhag að fráfærum og því eigi fært frá, og enn fremur aðrir sem eigi hafa getað það, þótt þeir fegnir viidu. En svo er til þriðji hópurinn, og það eru þeir, sem alls eigi eru sannfærðir um hag af því að færa ekki frá, en sem láta það samt ógert, ekki af þvi að þá skorti vinnukraft, heldur af hinu, að þeir eru að reyna fyrir sér. Og víða í sveitum er mjög um þetta deilt, bændurnir mjög í vafa, og það jafnvel á heilbrigðum við- skiftatimum. Svo ekki er von- laust um að óvissa um sæmilegt kjötverð, almennur feitmetisskortur í landinu og mjölmatarleysi geti riðið af baggamuninn, hjá þessum bændum að minsta kosti. Þá eru eftir bændurnir sem ekki vilja færa frá, og hinir sem geta það ekki sakir fólksfæðar. Feitmetisskorturinn vofir yfir ef siglingateppan helzt, þvi að með einhverju verði mun mega fá smjörlíki og plöntufeiti, ef sigling- ar verða sæmilegar. Sem sé, þurfi landið að sjá um sig sjálft að þessu leyti, þá er hætt við að hængur verði á síldveiðinni a. m. k., gangi ekki mikið betur um aðdrætti á tunnum og salti en viðbitinu. Og fari svo illa, þá mun lítill hörgull á vinnufólki frá- færnatímann. Og þá ættu þeir bændur að geta fært frá, sem altaf hafa talð sér hag í því, en orðið að láta það ó- gert sakir fólksfæðar. En gangi ekki betur en þetta með útvegun viðbitis, salts og síld- artunna frá öörum löndum, þá er hætt við að bændur óttist skort á útákasti og brauðmat til búa sinna, og ekki óhugsandi að þeir færu að sjá sér hag í því að færa frá, til þess að geta þá haft skyr i stað- inn, — ekki óhugsandi að þeim sjálfum, kaupafólki og vinnufólki þætti vistin léleg að öðrum kosti um hásláttinn, því vart mun al- ment hafa verið það mikið um skurð heima siðastliðiö haust, að kjöt nái saman svona i allar mál- tiðir. Og ef svona gengur með að- drættina, ætli menn fari þá ekki að verða smeikir um úiflutning- ana. En bregðist þeir, hvert mun þá verða kjötverðið. Nei, bændur eru alt of góðir bú- menn til þess, að kunna ekki að meta heilræði Hermanns Jónas- sonar. En þá er hin hlið málsins, sem G. Sv. ræðir um. Hann virðist ekki telja landsmenn bættari þótt tak- ast mætti að auka fráfærur að miklum mun, því að bændur sjálf- ir og efnamenn mundu neyta smjörs i þeim mun ríkari mæli, en al- menningur hefði ekki ráð á að kaupa það. Hefði nú orðið hægara að koma á skilnaði íslands og Danmerkur, en að bæta úr þessu? Gætum við hugsað til stórvirkja í millilandamálum, ef við stöndum ráðalausir i svona einföldum inn- anlandsmálum? Nú er smjörframleiðslan sáralítil, sakir þess hve töður skemdust í fyrrasumar, og hefir hún naumast við eftirspurn frá þeim, sem ó- mögulega komast af án smjörs. En vitanlega eykst hún til mikilla muna þegar fram á sumarið kemur. Að miða við tveggja króna verð á smjöri er algerlega rangt. Enda mundi naumast þurfa að hvetja til fráfærna ef það verð héldist. Þegar bændur hafa talið sér hag að því að færa ekki frá, hafa verið alt önnur hlutföll á smjör- og kjöt- verði. Þá er útflutningsbann landsstjórn- arinnar á smjöri, það virðist óneit- anlega miða í þá áttina að tryggja almenningi viðbiti. Og loks höfum við verðlagsnefndina til þess að leita að sannvirði smjörs. Ofan á þetta alt bætist svo sú ástæðan, sem ekki veldur hvað minstu um þetta mál. Bændurnir þekkja vel máltækið »bóndi er bú- stólpi, bú er landstólpk, — og þess vegna búa þeir margir hverj- ir. Þeir mundu sízt vilja láta þessa kenningu verða sér til skammar þegar á reyndi, og þess vegna ekki láta sitt eftir liggja, um að þjóðin reyndi að vera sjálfri sér nóg þeg- ar í harðbakka slær, og það jafn- vel þótt þeir ættu að missa ein- hvers í við það beinlínis. Um fannakjör. í siðasta blaði Lögréttu er grein sem lýsir launakjörum starfsmanna í sveitafélögum, og verður ekki annað sagt en að þau séu grátlega bágborin. Oddvitar, sem Torfi í Ölafsdal kvað hafa sagt um að margir hverjir þyrftu að ynna álíka um- svifamikil störf af hendi og sumir sýslumennirnir, fá að launum 40—140 krónur. Þá eru virðingargjörðir borgaðar með 2 kr. sáttasemjurum 40 aurar — ef sátt kemst á. Fyrir birtingu dóms eða stefnu 50 aurar, nema í faðernismálum sé, þá er ekkert borgað. Allir sem eitthvað þekkja til slaðhátta í sveitum, vita að dagur fer mestur eða allur í þessi slörf i hvert skifti. Og oft munu hlut- aðeigendur þurfa að leggja sér til hest. 'Menn sjá að hér er um úrelt og óhafandi fyrirkomulag að ræða. Bóndi þótt fórnfús kunni að vera, getur ekki með glöðu geði hlaupið frá orfinu til þess að rekast í barnsfeðrun við vinnumann á öðr- um lneppsenda, vitandi það, að að miðlungskaupamaður lætur hann gjalda sér 5—6 kr. á dag, auk fæðis, húsnæðis og þjónustu. Sennilega er þetta launakerfi orð- ið til á þeim tímum, þegar hrossið kostaði 3—4 dali, og heilar jarðir fáeinar spesíur. En nú er jafnvæg- inu raskað. Alt annað er selt hærra verði nú orðið, og þá verður að meta þessa fyrirhöfn á líkan mæli- kvarða og annað. Það er bændum skaði að hafa þagað svona lengi yfir þessum ó- jöfnuði, en hitt er verra, að senni- lega á til þess arna rótina að rekja hugsunarháttur sá, sem því miður er alloft ríkjandi hjá al- þýðu manna, að lála sér alveg á sama standa um það hvernig em- bœttismaðurinn eða starfsmaðurinn stendur i stöðu sinni, hafi hann að eins nógu lág laun. Þær eru ekki margar trúnaðar- stöðurnar á lslandi sem eru svo vel launaðar, að maðurinn geti ó- skiftur lielgað henni krafta sína. Og þetta halda menn að sé gróða- vegur. Enda hefir margur hæfileikamað- urinn komið sér hjá því að tak- ast þær á hendur, og lagst í hina og þessa bjargræðisútvega — spekulationir — sem þeir sjálfir hafa auðgast á en ekki altaf allir aðrir. Þegar á það er litið hvað það kostar að lifa, hvað það koslar að sjá fyrir fjölskyldu, þá er það auðskilið að launakjör íslenskra starfsmanna hafa orðið til þess að svíkja sjálfa þá og aðra. Þau hafa engan veginn hrokkið í nauðþurft- irnar, og þá hefir úrræðið orðið eitt langoftast: Að selja sig. Presturinn hefir selt sálusorgara- starfsemiua, andagiftina búskapn- um, nurlinu, og í langflestum til- fellum hefir það ekki haft óhag af kaupunum, orðið lítið eftir af prestinum. Lœknirinn hefir líka orðið að verzla. Og þurft á bak að sjá þekkingu um framþróun vísind- anna fyrir bókafátækt og áhalda- skort, en fengið hinsvegar að spreita sig á búskaparvísindum og jafnvel ólöglegri áfengissölu. Löggœzlustjórarnir hafa orðið að berjast við ófrómleikafreistingar vegna þess að þá langaði til þess að hafa í sig og á. Kaupfélagssljöranum sést yfir.þeg- ar hann með eldmóði áhugans tekur að sér forustu kaupfélagsins með 2 þúsund króna launum, því það kostar hann nieira að tifa sé hann ekki einhleypur, og það end- ar með því að hann verður að selja sig, selja sig stórkaupmönn- um fyrir brot úr ágóða, sem al- menningur sem við kaupfélagið skiftir, verður að borga. Bændur þurfa ekki annað en að stinga hendinni i eigin barm. Þeim er mannamunurinn kunnur frá hjúalialdinu. Þeir þekkja hjú sem ekki veitti af að borguðu með sér, en þeir þekkja líka önnur, sem þeir mættu ekki án vera fyrir nokkurn mun. Beztu mennirnir gefa mest af sér. Og aðalskilyrðið til þess að þjóðin nái beztu mönnunuin i þjónustu sína er það, að hún launi þeim sómasamlega. Einn helzti kaupmaðurinn i Reykjavík er frægur fyrir það„ hvernig hann velur sér starfsmenn, og mun þar fólginn aðalgaldurinn í því að verzlun hans ber höfuðiö yfir alla samkepni. En hann laun- ar þeim vel. Veitti ekki af, að stefnubreyting hjá þjóðinni ætti sér stað eitthvað i svipaða átt. frá ójriðmsm. Langmerkustu viðburðirnir sem dagblöðin hafa fengið skeyli um undanfarna daga, er stjórnarbylt- ingin í Rússlandi. Hefir frjálslyndum mönnuin þar í landi tekist að umturna stjórnar- fyrirkomulaginu gersamlega, og er ekki annað að sjá, en að þar komist á þingbundin konungs- stjórn með fullkomnu þingræði, svo sem tíðkast í flestum Norður- álfulöndum nú orðið. Bylting þessi hefir gengið undra greiðlega og líklega ekki kostað miklar blóðsúthellingar. Keisarinn hefir afsalað sér og afkomendum sínum öllum rétti til valda i rik- inu, en í hans stað er kjörinn Michael Alexandersson, bróðir keis- arans sem seztur er að völdum. Herinn er mjög fylgjandi þessari breytingu og verður hún eflaust til þess, að Rússar gangi nú frarn með enn meiri dugnaði i því að berja á óvinum sínum. Eftir simskeytum nýkomnum til dagblaðanna hafa og gerzt miklir viðburðir í Norður-Frakklandi. Þar hafa Bretar og Frakkar unnið mikla sigra á Þjóðverjum. Tekið borgirnar Peronne, Bapaume, Roye og Nayon auk 200—300 annara þorpa, og endurunnið 2000 fer- kílómetra landspildu. Orusturnar eru ekki taldar mjög grimmar, þvi að Þjóðverjar láli undan síga án ákafra vopnaviðskifta. Einar Jónsson myndhöggvari. Kona'ein auðug í Filadelfíu hafði tekið sér fyrir hendur að koma upp líkneskjum af landnámsmönn- um Ameríku, og á fyrsta myndin að vera af Þorfinni Karlsefni. Ýmsir listamenn eru látnir keppa um líkneskju þessa, og einn þeirra er íslenzki listamaðurinn Einar Jónsson. Ekki mun enn ákveðið liver verði hlutskarpastur, en nú hefir Einari borist skeyti um það, að liann komi vestur um haf, návist hans sé nauðsynleg, og honum verði séð fyrir farareyri. Ekki má þó skilja þetta skeyti á þann veg, að tillaga Einars um myndina hafi verið valin, þótt margur mundi óska að sú yrði raunin á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.