Tíminn - 31.03.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.03.1917, Blaðsíða 4
12 TÍMINN að fara hingað með farþega, póst- flutning og farm, og þurfa skipin hvergi að koma við á leiðinni nema i Færeyjum. Var stjórnarráðinu tilkynt þetta í gær með skeyti frá islenzku stjórnarskrifstofunni i Höfn. Sterling. Landsstjórnin hefir nú gert út um kaupin á Sterling. Kostar hann eins og áður heflr verið sagt um 600 þús. kr., en við- gerðin, sem skipið hefir fengið, kostaði 240 þús. kr. Er gengið út frá því að útflutningsleyfi sænsku stjórnarinnar fáist og það bráðlega að eigi teQi það fyrir komu skips- ins hingað. Sterling verður hafður i strandferðum. Theódór Árnason efndi til fiðlu- leika í Bárubúð á miðvikudags- kvöldið. Er hann nýkominn úr utanför frá framhaldsnámi í list sinni. — Var aðsóknin góð og þótti mönnum gæta framfarar í fiðlu- leiknum, einkum hvað leiknina snerti. Mannalát. í Kaupmannahöfn eru nýdánar tvær konur, Þóra Thor- oddsen, kona Þorvaldar Thorodd- sens, og Kristine Thomsen, móðir D. Thomsens konsúls. Hámarksverð hefir nú verið ákveðið á íslenzku smjöri, þann- ig að rjómabússmjör af sömu gæðum og selt hefir verið til út- landa kosti eigi meira en kr. 3,30 kilo, en heimagert smjör, hreint, óskemt og ósvikið eigi meira en 3 kr. Ættu bændur að spara sér milli- liði um smjörverzlunina, og Smjör- búasamband Suðurlands í því efni annaðhvort að snúa sér til Slátur- félags Suðurlands eða bæjarstjórn- arinnar, hvað Reykjavík snertir. Virðist aðstaða Sláturfélagsins þannig, að það ætti að geta tekið að sér ómakið gegn lægstu endur- gjaldinu, Fé flæðir. Gunnsteinn bóndi í Skildinganesi misti 20—30 kindur i flæði 24. þ. mán., og Ólafur bóndi Erlendsson á Jörva á Mýr- um tapaði 150 fjár í sjóinn nýlega, kvað hann ekki eiga nema 20—30 kindur eftir. 50 ára afmæli átti kauptúnið Borgarnes 22. þ. mán., og var þess minst af íbúunum og fólki úr nær- sveitunum með hátiðahaldi, og hafði séra Einar Friðgeirsson pró- fastur á Borg haldið aðalræðuna. Á Borgarnes eigi óálitlega framtíð fyrir höndum, þar sem staðhættir gera það að viðskiftamiðstöð hinna miklu búsældarsveita BorgaQarð- arins og Mýranna. Er þar þegar komið á fót gott kaupfélag og slát- runarhús, auk þess sem þar eru fleiri verzlanir og póstafgreiðsla. fá er þar og aðsetur sýslumanns og Iæknis. Af öðrum menningar- framfömrn má telja vandað barna- skóiahús og gott ishús. Afmælisgjöf fékk kauptúnið frá Thor Jensen kaupmanni, 10 þús- und krónur, sem leggjast eiga í sjóð ásamt 5000 kr. er komi ann- arstaðar frá, og á sá sjóður að á- vaxtast þar til náð hefir 100 þús. kr. áður en taki til starfa. Þá er hugsað til hafnarbóta og hefir Kirk hafnarverkfræðingur ver- ið fenginn til þess að athuga með hverjum hætti þær mætti gera, og mun honum hafa litist vel á að þeim mætti koma við með ekki ó- kleifum kostnaði. Sæsíminn milli Vestmanneyja og lands er bilaður, og varð bilunar- innar vart um hádegi 22. þ. m., er haldið að botnvörpungur muni hafa valdið skemdunum, þvi að þann dag sáu bátar sem á sjó voru botnvörpung að veiðum uppi und- ir Landeyjasandi einmitt þar sem siminn liggur í land. — Vita menn ekki hvaða botnvörpungur þetta hefir verið, en af því að fátt mun vera um erlenda botnvörpunga hér um slóðir núna, væri vert að sjó- mannaskólinn stingi því að ís- lensku skipstjóraefnunum, hvar sæsímar liggja að landinu, ef ske kynni að þeim yrði þá fremur hlýft. Eldur kom upp i verzluninni Liverpool meðan rokið var sem mest í fyrradag. Má telja vist, að úr hefði orðið annar stórbruninn, ef eigi hefði með snarræði tekist að kæfa eldinn þegar í stað. — í gærdag kviknaði í gullsmíðavinnu- stofunni i Ingólfsstræti 6. Amaryllis skáldsaga eftir Georgios Drosints. Og enn þá veður þú reyk. Það eru ekki þær sem hafa heillað mig«. »Nú ekki það, — það hefir þó aldrei verið ensk hefðarmey á ferðalagi?« »Þú gerir ekki nema þreyta mig og brýtur heilann árangurs- laust. Hefirðu lesið Theokritos?« »Um það gæti eg alveg eins spurt þig«. »Manstu hvernig þriðja ljóðið byrjar?« »’Stundum til heiðurs Amaryllis —’. En hvað koma Theokritos og Amaryllis þessu við?« »Hvað koma þau þessu við? Það var Amaryllis að þakka að eg kunni svona vel við mig úti á eyðimörkinni, eins og þú sagðir«. »Þetta er gáta. Engin mann- eskja heitir nú Amaryllis«. »Eg hefi skýrt hana Amaryllis. Vertu nú rólegur, og eg skal segja þér hvar og hversvegna«. »Kemur þá ekki að því sem eg sagði. Fyrst neytar þú því að það væri bóndadóttir, en nú ertu að meðganga það«. »Nei, hún Amaryllis mín sam- einar báðar gagnstæður kvenn- dCámarfisverð. *ifferólagsnefndin fiefír áfiveóið fiá~ marfi útsöluverós á smjöri þannig: %3SjémaBússmjör qf sömu gœóum og seít er tií útíanóa fir. 3.30 pr. fiilo. dVeimagerf smjörf fireiní\ ósfiemt og ósvifiió fir. 3.00. Bæjarfógetinn f Reykjavík, 26. marz 1917. Sig. Eggerz seltur. Hámarksverð á fiski. Verðlagsnefndin hefir ákveðið hámark söluverðs á nýjum fiski óskemdum, þar til öðruvísi verður ákveðið: Óslægður smáfiskur og ýsa..................24 a. kg. Slægður en óflattur smáfiskur og ýsa .... 28 a. — Óslægður þorskur....................... 28 a. — Slægður en óflattur þorskur.................32 a. — Heilagfiski (lúða).........................40 a. — Bæjarfógetinn í Reykjavík, 29. marz 1917. Sig. Eggerz settur. legrar fullkonunar, eins og þú hugsar þér þær«. »Hvernig?« »Hún er bóndadóttir i sveit- inni, en drottning í borginni«. Það bar á mikillæti i röddinni, þegar hann sagði þetta. »Það er svona, málið ætlar að fara að verða alvarlegt. Efni í skáldsögu! En nú segirðu mér alt frá rótum. Nú skil eg hvers- vegna þú vildir endilega hitta mig í kvöld. Þú ert stútfullur af áhrifum og endurminningum sem þú getur ekki þagað yfir«. »Og eg get hugsað mér hvernig forvitnin kvelur þig. En til þess að hefna mín svolítið, segi eg ekki eitt einasta orð fyr en við höfum matast. Þar að auki er eg orðinn sársvangur«. »Það er dáfalleg ást atarna, sem ærir upp í mönnum sult!« Ritstjóri: Gnðbrandnr Magnússon. Hótel ísland 27. Sími 367. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.