Tíminn - 21.04.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.04.1917, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr. til áramóta. TÍMINN AFGREIÐSLÁ á Laugaveg 4 (Bóka- búðinni). Þar er tekið á móti áskrifendum. I. ár. Rcykjavík, 21. apríl 11)17. 6. blað. Peir sem fá fyrstu blöðin sencl eru beðnir að segja lil ef þeir vilja gerast kaup- endur blaðsins, að öðrum kosti verður hætt að senda þeim það. Um verzlun. Samvmuustefnan. í greinum þessum hefir verið leitast við að sýna fram á það í hverju verzlun landsins sé ábóta- vant. Ein sökin sé hjá fólkinu, sem gangist oft og einatt og um of fyrir slundarhagnaði, en aðalorsök- in sé þó skipulag það sem hin frjálsa samkeppni hefir skapað, þar sem milliliðirnir séu hvort- tveggja: óhæfilega margir, smákaup- mennirnir, og afardýrir, stór- kaupmennirnir. Og af því að vitrustu og óeingin- gjörnustu mönnum kemur saman um að svona sé þessu farið, þá er lagt ut á nýjar brautir, menn kasta trúnni á hina frjálsu sam- keppni en aðhyllast samvinnu- stefnuna. Um samvinnustefnuna er fengin mikil og góð rejmsla í öðrum lönd- um. Hér á landi er hún mjög að ryðja sér til rúms, og þó einkum í seinni tíð, síðan að menn fóru að sjá milliliðaauðinn hrúgast upp fyrir augunum á sér. 1 hverju er nú samvinnustefnan fólgin? Hún er fólgin í því, að þeir sem kaupa og selja eigi verzlun- ína 8jálflr. Mönnum verður á að spyrja, hvers vegna þessu sé ekki lengra komið en er hér á landi. Til þess liggja ýmsar orsakir. Við erum alveg nýlega farnir að rétta við eftir aldalanga einokunar- ánauð. Skulda- og lánsverzlunin er enn við liði víða um land. Sára- lítið hefir enn verið unnið að því að útvega hagkvæman markað fyr- ir íslenzkar afurðir, einkum land- Lúnaðarafurðirnar, og þær því verið í óhæfilega lágu verði og €ru enn, en það hefir stórum dregið úr efnalegu sjálfstæði manna. Erlendir stórkaupmenn halda verzluninni í sínum hönd- um alt til síðustu ára og enginn gerði sér grein fyrir live mikinn hag þeir höfðu af henni. Og síðast en ekki sízt vantaði menn. Þeir sem helzt höfðu þekkinguna höfðu ekki lund til þess að vinna fyrir fjöldann, en urðu langllestir kaup- sýslumenn »fyrir eigin reikning«. Þó er langt síðan að samvinnu- stefnan stingur hér upp höfðinu á sviði verzlunarinnar. Og ekki mun það tilviljunin ein að hún gerir það norður í Þingeyj- arsýslu. Henni getist einna bezt að andlega jarðveginum þar. Aðal munurinn á kaupmanns- verzlun og kaupfélagsverzlun er sá, að kaupmaðurinn fær allan verzl- unarhagnaðinn sjálfur, en kaup- félagságóðan allir sem í kaupfé- laginu eru. Þar sem kaupfélög hafa starfað til lengdar og nauðsynleg skilyrði ver- ið fyrir hendi, stjórnin í liöndum vel mentaðra dugnaðar og áhuga manna, hafa þau orðið til að ríða af baggamuninn um afkomu manna, gera menn efnalega sjálf- stæða. Má lesa þær sveitirnar úr, sem þá aðstöðuna hafa átt hér á landi, og kemur þetta heim við eldri og víðtækari reynslu annara landa. Það munar miklu hvort menn verða undir eða ofaná í lífsbarátt- unni. En það þarf ekki altaf að muna miklu hvort heldur verður. Sum kaupfélögin hér á landi hafa t. d. síðastliðið ár auðgað fé- lagsmenn sína um 28—40 þúsundir króna, og þó keppt og haldið i fullu tré við lcaupmannaverzlanirn- ar, hvert á sínum stað, og verður það þá skiljanlegt að þau marki bygðarlögin annári og betri afkomu, og geti orðið undirrót menningar- framfara sem gera efnalegt sjáfstæði að fyrsta og höfuðskilyrði. Og þó er þess að gæta, að enn hafa íslenzku kaupfélögin ekki nema að litlu leyti getað gengið á snið við dýru milliliðina, um- boðssalana, heildsalana, stórkaup- mennina. Þau hafa orðið að nota þá alt til þessa, meira og minna, um útvegun erlendrar vöru. Er því augljóst hver gróði þjóðinni gæti orðið að því, ef samvinnustefnan um verzlun alla ryður sér hér til rúms, þvi almenn liagsœld er betri en mikil auðsöfn i fárra manna höndam. Samvinnustefnan ein er líkleg lil þess að verða höfuðlausn islenzkrar verzlunar, hún er nauðsynlegt skil- yrði til þess að leysa hana úr álögum og gera liana heilbrigða. Kaupmannaverzlunin verður mæli- lcvarðinn, hún hverfur ekki úr sög- unni fyr en hún má til. Framtíðarverkefnið er þetta: Umbæta og fullkomna kaupfélög- in sem þegar eru til samkvæmt reynslu sem fengin er og hollum nýungum, og setja önnur á fót þar sem engin eru fyrir. Öll mynda svo félögin allsherjar samband, en það kemur á fót heildsölu fyrir öll félögin og annast hún hvorttveggja öll innkaup og sölu íslenzkra af- urða. Þessi heildsala hefir aðal- bækistöð í Reykjvík sem er sjálf- kjörin verzlunarmiðstöð alls lands- ins sakir samgangnanna og hafn- arinnar, en til þess að veða sem fullkomnastur milliliður þarf hún að hafa verzlunarskrifstofur í lönd- um þeim, sem aðalega verður verzlað við. En til alls þessa þarf áhuga- sama, ábyggilega, vel mentaða menn. Nokkrir þeirra eru þegar til og verður altaf hægara að bæta við. En hér er of mikið í húfi til þess að tilviljunin megi ráða um það hvort völ er slíkra manna — þjóðin verður að ala þá upp. Það þarf sérstaka mentastofnun til þess að tryggja samvinnuverzluninni hæfa menn. Og það þarf meira. Það þarf að launa þeim vel. Ekki með gamla laginu, svo að þeir þuríi að selja sig einhverri aukaiðju eða hafa brögð í taíli til þess að hafa í sig og á. Verði þetta gert er sigurinn vís, sá sigur, að íslenzka verzlnnin verði lieilbrigð. Er þetta ekki sagt út í bláinn, heldur styðst það við fullkomna reynslu annara landa þar sem sam- vinnufélagskaparins'liefir notið við. Að þessu sinni sltal ekki fjölyrt frekar um þetta mál, en þar eð þetta er eitt af áhugamálum blaðs- ins, verður oftar að því vikið. í næsta blaði verður minst á það að hverju leyti muni ekki komist af án landssjóðsverzlunar i framtíðinni. ð ry ggisr áð stöýnnin. Á öðrum stað í blaðinu birtist reglugerð er landsstjórnin hefir gefið út um það, að hún ætli sér að hafa hönd í bagga með um alla mjölmatar- og smjörlíkisverzlun i landinu, og mun það vera hugs- unin að hún geri það meðan ann- að þykir eigi örugt gegn óáran þeirri, er nú stendur fyrir dyrum af völdum ófriðarins. En ráðstöfun þessi hefir mætt misjöfnum dómum og stjórninni mjög verið álasað fyrir tiltektir þessar. Er það einkum af völdum kaupmannastéttarinnar, og þá vís- ast sprottið annaðhvort af ónæm- um skilningi á öllu því, er varðar velferð heildarinnar, ellegar þá af beinum misskilningi á því, hvernig stjórnin hugsi sér að ráðstöfun þessi verði framkvæmd. Kaupmenn óttist það, að þeir eigi hér að missa um of í fjármunalega. ÖIl þjóðin er á einu máli um það, að kaupmenn og kaupfélög hefðu eigi fengið rönd við reista örðugleikunum á verzluninni eins og nú standa sakir. Landsstjórnin verði að skerast þar í leik — verði að verzla. Landsstjórninni gengur erfiðlega að byrgja landið lífsnauðsynjum, en öllum öðrum gengur það þó miður. Mikið verður að byggja á landsstjórninni um verzlunina í næstu framtíð. Og hún veit þetta og skilur. Þess vegna ætlar hún að gera það að sínu hlutverki að láta engis ófreistað til þess að hamla bág- indum af nauðsynjaskorti, og ætl-t ast hún þá jafnframt til þess, að hvorki kaupmenn né kaupfélög láti sitt eftir liggja í þessu efni. Ætlar landsstjórnin sér að vinna að þessu fyrst og fremst með því, að kaupa og fá flutning á sem mestum birgðum hingað heim. Og í öðru lagi með þvi, að sjá um að þvi sem heim flyzt, hvort sem það er á hennar vegum, kaup- manna eða kaupfélaga, verði bróð- urlega úthlutað meðal allra lands- manna. Af þessum toga er ráðstöfunin spunnin. Hver ráð verði til þess að fram- kvæma þetta svo, að sem minst þurfi að koma við hagsmuni kaup- manna, skal ósagt látið að þessu sinni. En vísast að stjórnin leiti þeirra einna ráða, er réttmætust eru, og ættu þá allir við að una. Mun stjórnin jafnframt því að afslýra því, að vörur þær er nú íluttust hingað með skipunum á vegum kaupmanna eða kaupfélaga, lentu aðallega hjá þeim er mest höfðu peningaráðin til þess að birgja sig upp til langframa, hafa hugsað sér það, að hver sá kaup- maður er útvegað hefði umræddar vörur, gæti sjálfur fengið að selja þær, en eftir þeim takmörkunum í hvern stað, er stjórnin segir fyrir um. Verðlagsnefndarhlutverkið hins vegar altaf við hendina, ef á þyrftí að halda. Verður ekki annað séð en að úlfúð sú hljóti að vera andvana fædd, sem vakin hefir verið af hálfu ýmsra kanpsýslumanna út af jafn-sjálfsögðum öryggisráðstöfun- um og þeim, sem hér er um að ræða. Enda ætti það svo að vera, að sú landsstjórn yrði þökkuð, sem styður að almenningsheill, en eigi að eins heill einstaklinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.