Tíminn - 25.08.1917, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.08.1917, Blaðsíða 2
94 TÍMINN uragetnar fjárhæðir orðnar þessar: Útistandandi skuldir kr. 1149,246,51 og innistandandi skuldir krónur 917,976,27. Hvaða yfirlit er svo hægt að fá um hag landsins af »yfirlitinu«, þegar annað eins og þetta sést þar hvergi? Eða hvað á að segja um það, þegar krónur 231,270,24 eru taldar sem peningar i sjóði og vpeningaforðiu, sem að eins er reikningsupphæð (mismun- ur á inni- og úti-standandi skuld- um)? Mundu slík reikningsskil hvergi talin hegningarverð? Ásigkomulag landsreikninganna virðist fara hríðversnandi og svo komið, að telja má þá öllum til viðvörunar, þeir sýna sem sé hvern- ig reikngar eiga ekki að vera. Elcki er það ólíklegt að fjár- málaráðherra hafi hugsað sig um tvisvar áður en hann tók á sig á- byrgðina með því að undirskrifa slíka reikninga. Færi illa á þyí að slík undirskrift væri talin gagns- laust form. En hér er um það endemis ólag að ræða sem ráða verður bót á og það sem fyrst, og hvílir sá vandi á þingmönnunum og þykir óliklegt að þeir vilji gerast sam- sekir oftar en orðið er. Þrjú stig. Landsverzlun með helztu nauð- synjavörur er nú komin á og lík- leg til að standa meðan stríðið varir. Ástæðan sú, að annars hefðu vörur verið of dýrar og of litlar í landinu. Hungursneyð vafalaust 'orðið á þessu ári í sumnm hjer- uðum. Um kolin og steinolíuna er þjóðkunnugt hvað lítið var að treysta á kaupmennina. í landsverzluninni má nú þegar greina þrjú stig. Hið fyrsta markar E. A. og langsumliðar. Þá eru ýms- ar vörutegundir keyptar hjá stór- kaupmönnum í Rvík og seldar út um land hverskonar fólki sem að nafni til hafði verzlunarleyfi. Ekk- ert eftirlit haft með að vörunum A'æri skift réttlátlega. Heldur ekki með verðlaginu, og fór þá að von- um svo að mSrgir lögðu drjúgt á. Að innkaupunum starfaði að mestu ein deild í stjórnarráðinu, en út- sendingu annaðist Olgeir Friðgeirs- son. Mjög ófullkomið samræmi var í fjárreiðunum. Sumir borguðu O. F. Aðrir i atvinnumálaskrifstofuna, þriðju í fjármálaskrifstofuna.—Alt fyrirkomulagið var tómur grautur — sem varast var að endurskoða. Svona skildu langsummenn við í vetur. Það var fgrsta stigið. En G. Sv. mintist ekki á það í eldhús- dagsræðunni. Milliliðirnir voru þá nógu margir og nógu dýrir handa bændum í Skaftafellssýslu. Núverandi stjórn markaði annað sporið, á útmánuðum, í vetur með ngrri skijtingaraðferð. t*á var farið að skifta við sýslur og hreppa beint, að því leyti sem við varð komið, og setja fastákveðið skift- ingargjald á, þar sem kaupmenn eða samvinnufélög seldu lands- sjóðsvörur. Með því var girt fyrir óhæfilega álagningu. Skiftingarað- ferð þessi var viðunandi, ef af- greiðsla og reikningsskil i Rvík hefðu verið greið að sama skapi. En þar var enn sama tvískifting: Verzlunarskrifstofan og deild í stjórnarráðinu. Varð í þeim efnum lítil breyting til bóta fyrst um sinn, og ollu þvi ástæðnr, sem ekki verða raktar að sinni. Hins vegar var bókhaldið endurbætt í vetur og vor og komið í nútíma horf. Að því verki, og þó einkum endur- skoðuninni, vann einn hinn fær- asti bókfærslumaður landsins, Rórð- ur Sveinsson. Þrátt fyrir þessar endurbætur voru enn þeir gallar á fyrirkomu- laginu, að slcrifstofurnar voru tvœr, sem mjög hindraði yfirlit og skjóta afgreiðslu. Ennfremur að innkaup- in voru ekki gerð í Avneríku án milliliða í Rvík. Að lagfæra þessi tvö atriði er þriðja stigið, og þá myndi öllum almenningi þykja verzlunin komin í skaplegt horf. Myndi sú endurbót hafa verið auð- veld, ef ekki hefði gætt í Rvík, og jafnvel í sjálfu þinginu, sterkra áhrifa sem hindruðu endurbætur. Tilætlun þeirra manna að halda fast við milliliðahagnaðinn. Skömmu fyrir þing mun stjórn- in hafa ákveðið að færa innkaup- in úr stjórnarráðinu i sjerstakar skrifstofur. Rjargráðanefnd þingsins ýtti málinu lengra áleiðis, og krafð- ist að skrifstofurnar yrðu færðar saman og settar undir einn for- stjóra. Mun sú sameining nú kom- in á, eða því sem nær. Héðinn Valdimarsson liagfræðingur hefir tekið að sér forslöðuna. Verða nú öll landsverzlunarmálin í einni skrifstofu, sem stendur beint undir ráðuneytinu, en engri sérstakri stjórnardeild. Má búast við góðu af þessu ein- falda og raunar sjálfsagða fyrir- komulagi, og það því fremur, sem bókfærslan er nú komin í gott horf, og forstjórinn gáfaður maður og vel mentur. Hefir hann sérstak- lega kynt sér dýrtíðarráðstafanir erlendra þjóða, þeirra sem lengst eru komnar í þessum efnum. Töluvert er þannig á unnið til bóta. En mikils er enn vant með- an stjórnin lætur ekki erindreka sinn vestra annast innkaupin. Ekk- ert firma, sem hefði miljónir í veltu, eins og landsverzlunin, myndi láta hjá líða að gera innkaup upp á eigin spítur. Vantar og sízt duglegan inn- kaupamann þar sem Árni Eggerts- son er. Verður þess vonandi ekki langt að bíða, að hann annist öll kaup fyrir landsins hönd vestra. Með því væri fullkomnuð sú bygg- ing, sem núverandi stjórn hefir verið að reisa síðustu mánuðina á rústum þeim sem ísafoldarliðið fékk henni í arf um áramótin sið- ustu. ísafold i skuggsjánni, ii. Mikil vöntun þótti ísafold það að Tíminn hefði enn ekki flutt nema eina grein um þjóðjarðasölu- málið. Er svo að sjá sem blaðinu þyki heill landbúnaðarins komin undir því máli. En ef ísafold sér þar rétta veg- inn, þá hefði hún átt að beita sér á því sviði. Og ef hún hefði eytt fyrir umræður um þjóðjarðasölu svo sem helming af því rúmi, sem hún hefir lánað kaupmannasinnum til að ófrægja samvinnuhreyfing- una, mætli segja að hún hefði leyst sig af hóimi. En þar hefir ekki orðið vart neinna aðgerða. Tvær ástæður munu vera til þess að ísafold lireyfir þessu máli. Hún heldur að bœndum sé mótgerð i því, ef blöð beita sér gegn þjóð- jarðasölu. Að vísu er það ekki nema hálfur sannleiki, en ísafold heldur nú þetta og mun unna bændum skapraunar af hverju máli. En hin ástæðan er sú grunn- færna skoðun blaðsins, að þjóð- jarðasalan sé þýðingarmikið mál í samanburði við ýms önnur fram- faraskilyrði landbúnaðinum viðvíkj- andi sem Tíminn hefir beitt sér fyrir, svo sem aukna notkun véla við sveitavinnu, úrræði til að bjarga heyfeng i óþurkum, bættar pen- ingastofnanir, og aukin samvinnu- verzlun o. fl. í síðasla blaði kveður nokkuð við í öðruin tón í ísatold, heldur en vant er. í fljótu bragði mætti álíta dálítinn kafla þar ritaðan til stuðnings samvinnumálum. En svo er ekki, heldur er falinn úlfur í sauðargærunni. ísafold reynir þar að sýna fram á að samviunuslefnan sé einkum fyrir negtendur, og að neytendur muni snúast gegn framleiðendum (í þessu tilfelli bændum) og eyði- eggja þá. Tilgangurinn bersýnilega sá, að telja fáfróðum bændum trú um að samvinnan sé þeim hættu- leg, jafnvel banvæn. Meir en lílið er athugavert við þessa framkomu ísafoldar. Blaðið virðist ætla að koma fram sem hollur ráðgjali bænda. Ennfremur eins og sá sem skilji út í æsar eðli samvinnuhreyfingarinnar, jafnvel eins og útvalinn spámaður þeirrar stefnu. Lesendur Isafoldar munu kann- ast við er þeir renna auganu yfir sögu þessa blaðs, hve nauðaþýð- ingar og áhrifalítið það hefir verið á undanförnum árum fyrir viðreisn sveitanna. Jafnvel kent fullkom- innar andúðar í garð bænda. Og hvað samvinnunni víðvíkur, þá er það þjóðkunnugt, að verstu fénd- ur þeirrar hreyfingar hafa nú í vetur gert ísafold að hreiðri sínu. Samvinnuvelvild ísafoldar getur þess vegna læplega staðið mjög djúpt. Enda sést það fljótlega, þeg- ar málið er athugað nánar. Nýmæli ísafoldar er í því fólgið að samvinnumenn i borgum (lík- lega erlendis), muni vilja losna úr okurgreipum íslenzkra bænda. Þykja kjötið, smjörið og ullin of dýr vara. Til að forðast »millilið- ina« muni þeir setja upp stór bú liér á landi til að fá ódýra land- húnaðarvörur. ísafold getur tæplega látið ser nægja orðin tóm. Hún ætti að leggja hönd á plóginn, og gera sína »beztu menn« að ráðsmönn- um við þessi . nýju stórfyrirtæki. Gísli Sveinsson myndi vera sköru- legur fjósamaður við sameignar- fjós hjá Safamýri, Georg Ólafssyni núverandi verkamanni kaupmanna- félagsins, myndi vafalaust sýnt um að annast nokkur þúsund úti- gangssauða norður á Jökuldal. Þá myndi og Garðar Gíslason reynast knár og sauðvís selsmali á Tvi- dægru. Þetta væri óneitanlega vegur fyrir ísafold og hennar lið. Þá mætti segja að enginn klofningur væri milli orða og athafna. Annars er alt á sömu bókina lærthjá ísafold. Hún virðist gleyma því að íslenzkir bændur eru ekki einungis framleiðendur, heldur líka neytendur (ísafold gerir víst ekki ráð fyrir að þarfir þeirra séu miklarj. Og »sem slíkir« mættu þeir eftir hennar kenningum snúa sér að samvinnu. Tilgangur ísafoldar er auðsær. Hún óttast verzlunarsamtök bænda. Hún óttast að þau sarnlök muni skilja suma af hennar kæru vin- um eftir eins og skip á þurru landi. Hún veit að hér er um miljónir að tefla fyrir almenning á íslandi, miljónir, sem hægt er að spara að miklu leyti, eða fleygja í botnlausa »sál«. milliliðanna. Þess vegna er hjú kaupmanna dubbað upp til að villa samvinnumönnum sýn, snúa huga þeirra frá samvinnu í verzl- un að æfintýrakendum framleiðslu- samtökum — einungis i þvi skgni að koma allri samvinnu fgrir katt- arnej. Samkvæmt þessari byrjun mun mega líla svo á, eins og tortíming samvinnunnar sé höfuðáhugamál blaðsins. En er óvild ísafoldar hættuleg? Lílum á reynzlu síðustu ára. ísa- fold snerist móti Kristjáni Jóns- syni yfirdómara og vildi troða hann ofan í sorpið. En þjóðin gerði hann að ráðherra. Hún studdi Björn Kristjánsson lengi vel og á meðan óx ekki gengi lians, og ekki fyr en ísafold varði heilu sumri til að áfella liann. Sigurð Jónsson og Sigurð Eggerz vildi ísafold af öllum hug fella frá lands- kjöri. Það mistókst, en hennar maður féll. Jörund Brynjólfsson vildi hún fella frá þingmensku. Hann varð fyrsti þingmaður í stærsta kjördæmi landsins. En sá sem ísafold tók sárast til, hné í valinn. Þetta eru fáein dæmi tekin af handahófi. Verða íleiri nefnd siðar. En þau sýna hvernig straumarnir liggja. Óvild ísafoldar er heilsu- samleg til gæfu og gengis mönn- um og málefnum. Velvild hennai' er hættuleg eins og kæfandi gas. ísafold er það sem Bretar kallá »home of lost causes«.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.