Tíminn - 10.11.1917, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.11.1917, Blaðsíða 3
T J MI N N 143 raun gefur vitni. Allir aðrir gátu kvartað. Þeir áttu að þegja. Og ef þeir vildu endilega tala, þá áttu þeir allra síst að tala um sykur- verðið. Agnið og niarkið. Hvernig stendur á þessari fram- komu kaupmanna? Hvernig stend- ur á því að þeir fara nú að kvarta undan of háu vöruverði og heimta það lækkað og skora hverir á aðra að selja sykur við lægra verði en Jandsverzlunin? Sú gáta er ekki torráðin. Kaupmenn eru að reyna með þessu að fá syndakvittun hjá fólk- inu. Þeir taka það upp hjá sjálf- um sér, að gerast oddvitar um verðlækkun á sykri, til þess að stinga alþjóð svefnþorn, og fá hana til að gleyma ölium liðnu tímun- um. Þeir vilja fá alþjóð í lið með sér. Og agnið, sem látið er á öngul- inn, og á að laða almenning undir forystu hinna undii hyggjulausu og einlægu oddvita verðlækkunar á vörum, það er þelta: að kaup- menn skora hverir á aðra að selja sykur lægra verði en landsverzl- unin. Kaupmenn hafa látið blöð sín, ísafold og Morgunblaðið, flytja tilboðið í fregnmiðum, og með gleiðum og feitum stöfum í blöð- unum. Það er á orði haft að þeir hói saman borgarafundi um málið. Það á að fylgja fast á eftir að al- þjóð gleypi agnið — og sitji svo föst á önglinum. Sykur er sælgæti. Sælgæti er selt á öngulinn. Það heíir komið fyrir áður, sællar minningar, að kaupsýlsu- menn tóku það upp lijá sér að lækka vöruverð. Það var þegar Fiskifélagið flutti steinolíu til þess að sprengja einokunarhring stein- olíufélagsins. Steinolíufélagið setti þá niður verðið á olíunni, til þess að drepa keppinautinn. Það býr nokkuð líkt undir agn- inu sem kaupmenn ota nú að al- menningi. Markið sem þeir stefna að með þessu atferli er það að eyðileggja landsverzlunina. Þeir hafa gert margar tilraunir til þess. Þær hafa ekki komið öðru til leið- ar en því að vekja tortryggni og ilt umtal. Nú er lagt til höfuðor- ustu. Nú á að sýna það svart á hvítu að það séu kaupmenn, sem séu hinir góðu fulltrúar þjóðarinn- ar á þessum tímum, en landsverzl- unin er nefnd landplágan. Hvers vegna vilja kaupmenn ríða landsverzlunina niður? Af því að það er hún sem heldur i bemil- inn á þeim og hindrar þá i að setja það verð á vörurnar sem þeir vilja og tækifærin byðust til að öðrum kosti. En þeir eru ekki einfærir um það sjálfir að riða landszerzlunina niður. Þess vegna lcoma þeir með agnið og tilboðið um forystu um vöruverðslælckun. Þeir ætla að fá alþjóð í lið með sér um að ríða niður landsverzlunina og taka svo við verzluninni sjálfir. Þeir ætla að láta alþýðuna hjálpa sér til að verða einvaldir um verzlunina og bjóðast til að selja eina vörutegund lægra verði í bili. Þeir ætlast til að þjóðin trúi því að svo verði áfram. »Stingið mér í, kvað reka, hún stóð einsaman«. Á herðum íslenzkr- ar alþj'ðu ætlar kaupmannastéttin reykvíska — undantekningar eru til — að láta lyfta sér i einveldis- slól um verzlunarmálin á þessum alvörutímum. Hún dirfist að fara fram á það, undir rós að vísu enn, eftir alt sem á undan er geng- ið, að la.ndsverzlunin hæfti og þeir fari með alla verzlunina. Hún dirf- ist áð fara fjálglegum orðum um megna óánægju sina yfir hækkun á sykurverði og býður nú upp á lægra verð á smáslöttunum, sem eftir eru af sykri — sömu slöttun- um og mest löngunin var eftir að hækka. Nú er breytt til um bardaga- aðferð. Nú á að nota slattana sem agn og vinna sigur í höfuðorustu um að drepa landsverzlunina. Þjóðin mun ekki gleypa agnið. Hún er of minnug til þess. Hún sér flagðið undir hinu fagra skinni. 6ar9ar og syknrverlil. Hr. stórkaupmaður Garðar Gisla- son er formaður Verzlunarráðs ís- lands. Stjórnarráðið hefir sýnt verzlunarráðinu það traust og þann sóma að lána þvi öll leyni- gögn sem snerta verzlunina svo sem öll skeyti frá fulltrúunum í Vesturheimi, öll bréf frá þeim og allar skýrslur. Þegar stjórnin hækkar sykur- verðið þá á sjálfur formaður verzl- unarráðsins þátt í æsingafundi með öðrum kaupmönnum út af þessu, en varast það hinsvegar að beita nokkrum áhrifum við stjórnina sjálfa um þetta mál. Ekki virtist það ósennilegt að Verzlunarráð íslands þyrfti að koma sér upp öðrum formanni, formanni sem öðruvísi færi að, ef það ætlar sér að njóta sama trausts og sömu hlunninda hjá lands- stjórninni eftirleiðis. jffgrip af rslu Sig. Eggerz á Alþýðuflokksfundinum. Eg býst ekki við að landsstjórn- in sé kærkominn [ gestur hér i kvöld. Eftir allar þær æsingar, sem fram hafa farið hér undanfarna daga, fljúga mér í hug orð Gott- skálks grimma — og býst eg helzt við að stjórninni sé nú likt við hann, af þeim sem æsingarnar hafa hafið — »VeI er sungið sonur, en betur má ef duga skal«. Menn muna eftir æíintýrinu. Galdra-Loft- ur stendur úti 'í kirkjunni, og þil- ur allar mögulegar bænir til þess að rejma að ná Rauðskinnu af Gotskálki grimma. Hann veit ef hann nær í Rauðskinnu, þá er hann búinn að ná valdi yfir mönn- unum, meira valdi en nokkur ann- ar maður hefir haft. Kirkjugólfið opnast, prestar og prelátar stíga fram, síðastur fer Gottskálk með Rauðskinnu undir hendinni, og mælir þá hin “tilvitnuðu orð. En þá æsist Galdra-Loftur og snýr faðirvorinu við og les það öfugt. Færist þá Gottskálk óðum nær, en aðstoðarmanni Galdra-Lolts, sem átti að hringja þegar Loftur gaf honum merki, varð svo bilt við að hann hringdi of snemma, svo Loftur misti bókarinnar. í því sem hér er að gerast, virðast mjer kaup- mennirnir vera Galdra-Loftur. Þeir vilja ná í þá rauðskinnu, sem þá lengi liefir þyrst í: landsverzlunina. Og nú eru þeir margir að vikja við öllum sínum fyrri bænum; nú hrópa þeir á verðlækkun. Og sjálf- sagt færist Rauðskinna nú nokkru nær þeim. En hedbrigð skynsemi þjóðarinnar hlýtur að hringja klukkunum nógu snemma til þess að þeir missi hennar. Ár 1914 liafði eg fyrst afskifti af landssjóðsverzluninni. Þá var eg ráðherra, og var þá fyrsti farm- urinn fenginn frá Ameríku með Hermóði. Eg segi það á engan hátt lil að hrósa mér, en hitl er vist að þau vörukaup þóltu góð. En undir eins og sú ferð var fyrir- huguð, byrjuðu sögurnar hér um það að landsstjórnin sóaði fé í erindrekana, sem fóru vestur — mörgum þúsundum króna o. s. frv. En sannleikurinn er sá að annar þeirra, hr. stórkaupmaður Ólafur Johnson, tók ekkert fyrir ferðina, hinn, yfirdómslögmaður Sveinn Björnsson, sáralílið. Eg sltipaði þá svo fyrir að vörurn- ar skyldu fara beint til almenn- ings. Þótti, þar sem kaupmennirnir ekki gátu þá útvegað vörur, ekki ástæða til þess að þeir tæki gróða af farminum. En eg man ekki betur en verndarenglar verzlunar- innar, kaupmennirnir, gæfu mér vantraustsyfirlýsingu fvrir afskifti mín af verzluninni. Næst var það 1915, á þinginu þá, að eg sem þingmaður ásamt fleirum vildi hafa áhrif á landssjóðsverzlunina. Eg vildi láta kaupa inn, bæði kornforða handa landinu, kol o. fl. — en þetta sætti þá afarmikl- um andmælum. Þetta náði ekki fram að ganga. Af hverju? Eg hefi ekki skilið það enn. En grunur minn er að einhverjir undarlegir svipir hafi þá verið á reiki í kring- um þingið og landsverzlunina. Einhverjir reimleikar hafi þá verið á ferðinni. Það hefir nefnilega alt af verið eitthvað óhreint í kringum þessa verzlun þjóðarinnar. Nú er eg þá enn sem ráðherra orðinn riðinn við landsve'zlunina. — Og enn held eg svipirnir reiki í kringum hana. En nú eru þau fyrirbrigði að ske að svipirnir eru að verða sýnilegir það eru kaup- mennirnir. Nú stíga þeir fram og ætla sér að verða leiðtogar lýðs- ins. Ætla sér að verða eldstólparn- ir, sem leiða lýðinn út úr eyði- mörku dýrtíðarinnar í Eden ódýr- leikans. Er samviska kaupmannanna vöknuð? Er skildingurinn, sem þeir hafa safnað saman þegar flestir aðrir áltu erfitt, er hann búinn að slá sér á samvizku þeirra. Ætla þeir nú að lækka seglin? Ætla þeir nú í alvöru að lijálpa fólkinu. Ef svo er þá skal þessi stjórn — þá skul- uui vér allir leggja blessun yfir kaupmennina. En ef hér er að eins um nýtt gróðabragð að ræða Ef tilgapgur- urinn er að dauðrota landsverzl- unina í áliti þjóðarinnar. Ef tif- gangurinn er að standa án keppi- nauts á eftir og græða enn meira — þá verður þjóðin að leita sér að nýjum eldstólpum. Eg bið menn vel að athuga hvað er aðal mark landssjóðsverzlunar- innar. Aðal markið er að vinna að því að vöruskortur verði ekki hér í landi. Að sjá um að þessi þjóð, þetta land þurfi ekki að beygja kné fyrir því ægilegasta, hungrinu. Til þess að ná þessu marki hefir landið orðið að kaupa §kip, dýr skip. En afleiðingin af að skipin eru dýr, er vitanlega há farmgjöld, sem leggjast á verzlunina. Landsjóðs- verzlunin hefir aðallega notað þessi dýru skip, en ekki kept um farm- rúm við kaupmenn eða kaupfélög í skipum þeim, sem keypt eru á undan ófriðnum, Eimskipalelags- skipunum. Til þess að tryggja land- ið hefir orðið að kaupa vörur á hvaða tíma sem er, ef liætt hefir verið við vöruskoti, og landið hefir ekki getað beðið eftir tækifærinu. Landið verður að liggja lengi með vöru sína. Landið verzlar eingöngu með nauðsynjavöru. Kaupmennir hafa auk nauðsynjavörunnar ýms- ar vörur, glingur og annað, sem þeir græða á, og flytja má verðið yfir á ef skakkaföll ber að hendi. Eitt gerir það og sérstaklega örðugt að hafa verðið lágt hér í Reykja- vík, er það fyrirskipun þingsins um að selja skuli vöru með jafn- aðarverði um alt land. En þrátt fyrir alla þessa annmarka á lands- verzluninni, þá hygg eg þó að verð- ið hjá henni hafi oftast verið lægra en annarstaðar. En vitanlega er það annað mark verzlunarinnar að sjá um að verðið fari ekki of hátt. Og hvernig halda menn yfirleitt að verzlunarástandið í þessu landi hefði orðið ef landsverzlunin liefði ekki verið? Eg hygg að ofmælt sé það ekki að þá hefði orðið ekki að eins enn þá hærra verð en nú er, en auk þess hygg eg að hér hefði oft orðið komist í hann krappan af vöruskorti. En af þessari fyrirskipun þings- ins um jafnaðarverð, hefði átt að leiða það, að kaupmenn seldu vörur sínar ódýrara en landsverzl- unin, og ætlar stjórnin sér að benda verðlagsnefndinni á að hafa hér á fullar gætur. Nú vil eg að eins lítillega drepa á það spursmál sem nú hefir verið notað til þess að æsa menn upp gegn landssjóðsverzluninni, sykur-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.