Tíminn - 24.11.1917, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.11.1917, Blaðsíða 3
T 1 MI N N 151 Auglýsing. Yerðíagsnefndin hefir ákveðið hámark sölu- verðs á hankikjöti og kæfu þannig: Han gfilijöt: A. Af sauðum. Til kaupmanna. Til almennings. 1. flokkur: Læri. Skammrif. Vatn 50% eða minnal k 200 Salt 10% — / ‘ ’ 2,40 2,20 2. flokkur: Vatn 50—60%) Salt 10-12%/ pr. kg. . . 1,80 2,00 1,90 3. flokkur: Vatn yfir 60%) Salt — 12%/ pr. kg. . . 1,60 1,76 1,68 B. Af öðru fé minna eða rýrara. 1. flokkur. . . . . pr. kg. 1,60 1,76 1,68 y2. . . . . . 1,40 1,54 1,48 3. . . . 1,32 1,26 Kæía: 1. flokkur: Feiti 25°/o eða meiral k # , 2,00 Salt 10% eða minnaj 2. flokkur: Feiti 25-20%) kg................t 80 Salt 10—12%/ r 3. flokkur: Til kaupmanna. Til almennings. 2,30 2,10 1,60 1,84 Feiti undir 20% I pr> kg_ . . Salt yfir 12% / Þetta birtist hér með til eftirbreytni. Bæjarfógetinn í Reykjavik, 12. nóvbr. 1917. Vigfús Einarsson, settur. ing stórþjóðanna, þá er okkur borgið. Sem betur fer lítur út fyrir, að stríðið ætli að kenna okkur að nota betur þann næringarforða, sem liggur bundin í skauti jarðar- innar. En þó að slík viðurkenning og áhugi fyrir ræktuninni, sé nokk- uð á eftir tímanum, er það þó betra en ekki. Og þó það sé nú ósk margra að garðræktin hefði aukist svo í byrjun stríðsins, að nægilegt væri af garðávöxtum i landinu sjálfu, þá verðu sú ósk nú, að snúast í hugsun um vegi og ráð til að auka kartöfluræktina á komandi ári. Undirstaðan er sú, sem getið er um hér í blaðinu áður, að sjá fyrir nægilegu útsæði, svo þeir, sem auka vilja garðræktina þurfi ekki að stranda á því skerinu. Stjórnin ælti að skora á allar hreppsnefndir og bæjarstjórnir, að kaupa eða seinja um útsæði til næsta vors. Og slíkt þarf að gera sem allra fyrst. Áhuginn fyrir garðræktinni hefir að vísu talsvert aukist á síðasta ári, en örðugleikar miklir eru á því að auka hana að miklum mun á skömmum tíma. Einkum nú þegar útlendur áburður er ófáan- legur. Pað er því víða sem vöxtur garðræktarinnar er takmarkaður, af skorti bæði á áburði og hent- ugu garðstæði sem komið getur fljótt að notum. Þó er þessu ekki alstaðar þannig háttað. Á síðastliðnu vori var eg á ferð um Barðastrandarhreppinn. Það var um mánaðarmótin júní og júlí, þegar grösin voru i sem óð- ustum vexti, geislar vorsólarinnar sem heitastir og lognið og blíðan í sem ríkustum mæli. Eg hef heldur hvergi hér á landi fundið heitari sólargeisla, enda er landslagið eins og lagað til að taka sem best á móti þeim. Eg fór ríðandi frá Haga út að Siglunesi. Á þeirri leið eru tugir hektara, sem eru eins vel lagaðir til garðræktar og hið annálaða Akranes. Það eru uppgrónir sandmelar á öllu stigi: alt frá ógrónum sand- breiðum að fullgrónum grundum. Sandurinn er skeljasandur að mestu. Hallinn næstum því alstað- ar á móti suðri. Sumstaðar nokk- ur bratti, en annarstaðar lítið hallandi eða næstum lágrétt. Á hverjum vetri skolar sjórinn stórum bunkum af þara upp að ströndinni. En úlfjarið, með sand- melum og grundum að baki sér, myndar ágætis akvegi um alla ströndina. f Hagabót er viðkomustaður Breiðafjarðarbátsins, og þangað væri auðvelt að aka afurðum, eða flytja þær á sjó, ef garðrækt væri rekin í stórum s.tíl á þessu svæði. Þar ætti líka að rekast garðrækt í stórum stíl, og það strax á næsta sumri. Vorir tímar þola ekki þá bið að framkvæmdirnar grundist á margra ára yfirvegun. Jarðvegurinn er þarna svo laus, að ef hann væri unninn í vor með sæmilega góðum verkfærum, þá mundi landið geta gefið fullkomna uppskeru af kartöílum strax á næsta sumri. Þari til áburðar er yfirfljótanleg- ur, og auk þess ekki ósennilegt að húsdýraáburður væri fáanlegur til blöndunar. Á stöku bæjum eru enn þá til sandhús, og stórir haug- ar með slröndinni bera vott um að þau hafi til skamms tíma verið enn þá ahnennari. Haugar þessir æltu að vera allauðugir til áburð- ar, og ólíklegt að eigendur þeirra álíti þá sér dýrmæta, og myndu því sennilega fúsir að láta þá af hendi. Svæðið er svo stórt að hér er nægilegt staríssvið handa fjölda manna. Miklu stærra en svo, að útlit sé fyrir að hreppsbúar sjálfir noti verulegan hluta þess. Nema því að eins að þeir myndi öflugan félags- skap, og fái sér fullkomin verkfæri til vinslunnar. Hreppsfélagið, sýslan eða ein- stakir menn og félög utan sveitar og innan, ættu nú að gera sér og öðrum mat úr þessu mikla fjár- magni sem Barðaströndin svo lengi hefur haft að bjóða til kartöflu- ræktar. Eg hef áður getið um þetta áhugamál mitt í bréfi til höfðingja þessarar sveitar, en ekki orðið þess var að hann virði það að nokkru. Mér finst það þó ofmikils virði til þess, að lála það sofna í þögn og þolinmæði. Skrifa því hér þess- ar línur, ef vera kynni að þær hitti einhvern þann, sem finnur til um skort þjóðarinnar, og ástæöu hefur til starfa í þessa áttina. J. Á. Guðmundsson. Syeitayerzlun á Breiðiiýri. Svo sem kunnugt er hefir nýlega verið lokið við akveg, 35 km. langan, frá Húsavík og fram að Breiðumýri i Reykjadal. Þaðan er búist við að liggi áður langt um líður akfæravegálmur til Laxárdals, Mývatnssveitar, Bárðardals, Ljósa- vatnsskarðs og fram á Mývatns- heiði. Allir þessir vegir munu hverfa saman á Breiðumýri. Sá staður fær við það svipaða þýð- ingu eins og Egilsstaðir hafa nú á Fljótsdalshéraði. Menn finna að nú muni varla líða á löngu áður en verzlun rís upp á þessum stað. Það yrði sennilega útibú frá einhverri verzl- un á Húsavik, annað hvort Kaup- fél. Þingeyinga eða kaupmönnunum þar. En samvinnumönnum á þessu svæði er ekki sama um hvort verður. Þeim finst það sæma elsta kaupfélaginu hér á landi, að ríða þarna í vaðið. Byrjunarsporið er þegar stigið. Kaupfélagið hefir látið reisa slátur- hús á þessum stað, og mun þar hafa verið slátrað freklega helm- ingnum af skurðarfé félagsmanna. Kjötið og gærurnar er flutt á hest- vögnum til Húsavíkurv Næsta skref- ið væri það, að spara bændum í uppsveitum Þingeyjarsýslu helm- inginn af kaupstaðarleiðinni. Þeim þykir hún nógu löng samt, ekki síst þar sem flestir eru einyikjar og mega illa við að vera lengi í aðdráttarferðunum. Kaupfélag Þingeyinga yrði þá í tveim deildum hvor fyrir sig með sjálfstæðri búð. Slík umbót mundi til muna draga úr kaupmanna- verzlun héraðsbúa, gera hana ó- nauðsynlega. En af því mundi aftur á móti leiða bættan efnahag á því svæði sem sókn gæti átt að þessari nýju deild. Þingeyinyur. ^ijiýðnskélinn á €iðum. Mikið skal til mikils vinna. Svo hefir Austfirðingum þótt, er þeir buðu lándinu allar eignir Eiðastóls, fastar og Iausar gegn þvi, að land- ið tæki að sér skólann til reksturs, í sömu mynd eða breyttri mynd. Sú breytta mynd, sem skólinn tók á alþingi í sumar, hefir margan glalt, því eigi mun síðri nauðsyn á alþýðuskóla á Héraði en bænda- skóla, þótt mörgum þætti æskilegast, að bændaskóli og alþýðuskóli hefðu þar getað verið sitt í hvoru lagi, báðir í bezta lagi með myndarskap. Almenn ánægja er samt meðal Austfirðinga, yfir þeirri breyttu mynd, sem skólinn tók á sig á alþingi í sumar. Góðir menn hafa fylstu ástæðu til að vænta þess, að hér verði mynd á, en engin ó- mynd. Þingviljinn styður menn í þeirri trú. Laun kennaranna eru áætluð sómasamleg, bersýnilega ætl- uð fullsterkum en ekki liálfdrætt- ingum. Mennirnir eiga að geta gefið sig óskifta og af alhug við starfinu, og má slíkt telja framför, að þeim skuli ekki vera ætluð kaupavinna á sumrin. Þingið virðist hafa skilið, að kennarar þurfa tíma til sinna iðkana á veturna, og hvíld á sumr- inu, og er slíkt vel farið, mátti ekki seinna vera. Skólastjóralaunin koma til með að nema um 4 þús. krónum með hlunnindum (húsnæði, ljósi og eldi- við), og laun 2 kennara um 3 þús. krónum. Þetta geta ekki talist sult- arlaun, heldur boðleg og sóma-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.