Tíminn - 25.05.1918, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.05.1918, Blaðsíða 3
TÍMINN 119 Verkleg landbúQsðarmenÐmg. Kftir Ilalldór Villijálmsson skólastjóra á Hvanneyri. Oft má sjá þess getið í ræðu og riti, hve alþýðumentun okkar ís- lendinga sé í góðu lagi, en ekki get eg samþykt það nema að nokkru leyti. Að vísu má svo að orði komast, að nálega allir séu læsir og skrifandi, en lítið er það annað en nafnið tómt fyrir fjölda- mörgum. Enda þarf meira en litla æfing og nám til þess að ná nokkurri fullkomnun í þessum byrjunar-námsgreinum okkar. Fjöldamargir bændur eru prýði- lega vel að sér í ýmsum bókment- um, einkum sögu og kveðskap og margir fylgjast ótrúlega vel með, svo afskektir sem við erum, í ýmsurn stefnum og viðburðum hins mentaða heims. Og ef við berum saman íslenzka og erlenda bændur, sem hafa svipaða afkomu, er naumasl nokkur vafi á því, að íslenzki bóndinn ber af hinum hvað gáfur og víðlesni snertir. En þetta er nú ekki nema önn- ur hliðin á okkur, bjarta hliðin, bólcvitið. Hin hliðin er mosavaxin. Þar er fátt um bjarta geisla. Hana kalla eg verksviiið. Við gelum hvor- uga losað við okkur. Og okkur er það liolt að kannast við dekkri liliðina og reyna að bæta úr henni, um leið og við reynum að láta okkur fremur íara fram en aftur um hina. Ef við berum okkur aftur saman við stallbræður okkar erlendis, hvað snertir verksvit og þekking á daglegum störfum, er enginn vafi á þvi, að þar stöndum við þeim langt að baki. T. d. er nógu skrítið að taka eitt dæmi. Við þykjumst af því að geta rakið ættir okkar fram til konunga og jafnvel fram til jötna! Og þeir eru margir, sem eru ótrúlega vel að sér og minnugir á þennan fjanda, en séu þeir spurðir um foreldri einstakra gripa þeirra, að eg ekki nefni ættartölu fola, sem nálega ekki þekkjast hér á landi, verðá þeir strax að stóru spurningar- merki. Erlendis eiga víst margir bænd- ur nóg með að feðra sig, en séu þeir spurðir um kynferði gripa sinna, þá kemur andinn strax yfir þá. Og með hvíslandi, lotningar- fullri mælsku rekja þeir ætt folans síns fram til Oppenheims, fræga graðhestsins enska, sem Jótar voru svo heppnir að ná í og viti bornir að nota, þangað til varð að drepa hann vegna tábeinssigs, og voru þá Jótar að eins búnir að nota hanh í S ár. En á þessum 8 ár- um sáði þessi eini hestur því úr- valsfræi, sem af hefir sprottið fyrir- myndarhesturinn, józki hesturinn. Stendur hann litið að baki hestum annara þjóða, sem beztir eru taldir. Skyldum við nú ekki geta bætt á okkur ættfræði skepnanna okkar og þannig orðió fyrirmyndarmenn í allsherjar ættfræði? Þegar eg fer að hugsa um ment- un og þroska íslenzku bændastétt- arinnar, fer eg ekki nema að nokkru leyti eftir því, liversu mikið hún kann í fornum og nýj- um fræðum, heldur dæmi eg mentunarþroska hennar eftir því, hvernig hún gerir sér jörðina und- irgefna, hvernig hún ræktar jörð- ina og hýsir hana, fer með bú- pening sinn, hvernig vinnubrögð hennar eru, hvernig samvinna og félagsandi hennar er og þar af leiðandi verzlun öll. í sluttu máli: Hvernig hún hagnjdir sér sínar eigin afurðir og þau margvíslegu náílúruöfl, bundin og óbundin, sem felast í skauti móðurmoldar. Hér verður ekki reynt að rita ítarlega um þetla mikla efni, held- ur að eins drepið á einstöku dæmi hingað og þangað. Jarðræktin. Eins og allir vita þá er ekki nema sáralítill hluti landsins rækt- aður. Er nú verið að mæla það — að nafninu til. Mikill hluti af þessu ræktaða landi er illa rækt- aður, svo heyaflinn er ekki nema belmingur við það sem hann gæti verið, væru tún alment í góðri rækt. Á seinni árum hafa inenn talsvert gert að nýrækt. Syngur þar hver með sínu nefi, en þó flestir með gamla nefinu, ofanafristunni og þaksléttuaðferðinni. ))Beðasléttunim< er nú vonandi að líða undir lok, þetta /arðrcektarafskrœmi, þar sem hver hryggur stendur sem vígi gegn vinnubrögðum siðaðra manna. í hennar stað er að koma síslétta, en lokrœsin vilja oft vanta. Skilja bændur ekki enn þeirra miklu nauð- syn og þýðing. Víða, mjög víða. eru tún full af iltgresi. Stafar það að miklu leyti af því hve túnin eru blaut. í kulda og bleytu og súrri jörðu deyja tún- grösin okkar, punturinn. Illgresið er harðgerðara, lifir. Þar má nefna hálfgrös, sem ér illgresi þar sem heilgrös eiga að vaxa. Hófsóley og brennisóley lifir ágætu lífi, og uppi á hólunum, þar sem þurai’a er, hláer að okkur fífillinn. Ofan í þetta gráðuga illgresi sölckum við svo áburði ár eftir ár, en gerum lítið sem ekkert til þess að. út- rýma því og rækta betri nytja- jurtir i staðinn. Þá höfum við sáðsléttu- og flag- sléttu-aðferðina. Eru þær lítt rejmd- ar enn og gefast mismunandi. Má þar sjálfsagt mörgu um kenna. Þekkingarskorti, óviðeigandi út- sæði, en útsæðið fer vafalaust mikið eftir efna- og eðlisfræðilegu ástandi jarðvegsins, raka hans, veðráttu og skjóli. Holklakinn er slæmur, einkum í leir- og moldar- jarðvegi. Sennilega verri sunnan- lands, þar sem meira er um auða jörð og vetrarþíður en norðan- lands. Mundi oft þurfa að taka á valtanum, sem líklega er eittbezta ráðið gegn honum. Þá er hugsanleg ein aðferðin enn. Það er sáðskifti, likt og tíðk- ast í öðrum löndum. Plægja upp túnin eða rista ofan af þeim. Rækla í flaginu kartöflur, rófur, matjurtir meðan spretta og illgresi er viðráðanlegt. Síðan sá eða þekja með nýristu torfi við hliðina og svo koll af kolli. En hver þessara aðferða er nú bezt? Það er spurning, sem ætti að vera brennandi áhugamál öll- um hugsandi jarðræktarmönnum. Hvernig eigum við að rækta jörð- ina okkar á sem ódýrastan, en þó varanlegastan og teknamestan hátt? Því verður ekki svarað nema méð víðtœkum og nákvœmum tilraunum. En eg veit ekki til að þær hafi verið gerðar. Þá er önnur spurning máskyld þessari og engu þýðingarminni. Það er áburðarmeðferðin. Þessi möndull jarðræktar og. búsældar okkar bændanna. Hvernig eigum við að auka, blanda og gej'ma áburðinný Tals- vert hefir verið rætt og ritað um þetla atriði, en lítið eftir því farið, eins og oft vill verða. Sumir vilja láta áburðinn leysast sundur, fúna og rotna við geymsluna, svo jurt- irnar eigi hægara með að ná í næringarefnin. Það er að minsta kosli dýrt og mjög liætt við að mikið fari þá til spillis. Hitt tel eg betra að geyma á- burðinn þannig, að sem minslar verði á honum efnabreylingar, líkt og um hey og matargeymslu. Hér gelui' þó verið um undantekning að ræða, svo sem með áburð handa Nokkrar augnabliksmyndir frá Danmörku og Noregi eftir Bjarna Ásgeirsson. Hafa þeir hrundið málinu til frafnkvæmda og mokað miljóna- virði af áburði úr loftinu á ári hverju nú undanfarið. Starfa mörg hundruð manna við verksmiðjur þeirra. Auk þess lrafa þeir með höndum búskap svo stórkostlegan, að hann fæðir að mestu alla þeirra verkamenn. Þeii liafa einkaleyfi til að nola þessa uppgötvun, og gildir það til 1919. Allmikill hluti stóriðnaðarins hefir lil þessa verið rekinn með olíu og kolakrafti, og því er ekki að fullu liætt enn. Hið sama er að segja um skip og járnbraulir. Þó eru Norðmenn byrjaðir á að reka nokkurn hluta vöruflutninga- lestanna með timbri. En rafur- magnið nær með ári hverju meiri og meiri tökum á öllu sem veru- legra krafta þarf við. Framleiðslan er þar líka eins ódýr og hún getur verið. Mörgum hundruðum olíu- lampa er árlega sópað út til að rýma fyrir hinum glóandi þræði. Flestar borgir og þorp nota nú nær eingöngu rafurmagn til Ijósa og auk þess fjöldi gististöðva, heilsuhæla og bændabýla út um alt land. Mesti sægur manna notar það til suðu og auk þess margir til að hita híbýli sín. í því hefir rafurmagnið samt átt örðugasta samkeppni við viðinn og kolin. En nú þegar kol og timbur er orðið svona dýrt, telja margir raf- magnssuðu sjálfsagða og hitun á- batavænlega þar sem framleiðslan er ekki því dýrari. — Margs konar vélar, sern^ til þessa hafa verið reknar með manna-, liesta-, olíu- og kolakrafti, eru nú óðum lagðar í ruslakisluna og endurnýjaðar með rafurmagnsvélum. Og margar verksmiðjúr sem þurfa þúsundir hestafla, bafa einnig tekið þessa sömu, óviðjafnanlegu orku í sina þjónustu, og járnbrautarlestirnar eru byrjaðar á hinu sama. — Þeir sem bjartsýnaslir ern á þessa liluli meðal sérfræðinga, álíla það ein- ungis timaspurning hvenær allar járnbrautir landsins verði reknar með rafurmagni og olíumótorarnir verði teknir úr bátunum og rafur- magnsmótorar látnir í staðinn. Eg sagði áðan að Norðmenn hefðu bundið fossana. Það er þó ekki rétt nema að nokkru leyti. Mikið af því fé sem upphaflega var til þess notað var útlent, mest þýzkt og enskt. Horfði um tíma til vandræða fyrir Norðmönnum með það mál. Virtist helzt að megnið af aílslöðvum landsins ætl- aði að lenda í liöndum útlendinga. Til varrnar því hófust þeir handa og komu á lijá sér fossalögum, sem trj^gðu á ýmsan hátt rétt þjóð- arinnar í málinu. Svo varð annar óvæntur atburður til að afstýra þessum háska til fulls, og það var stríðið. Á fyrstu árum þess græddu Norðmenn ógrynni fjár, sem þeir gátu að nokkru leyti varið til að kaupa inn útlenda hluti í fossa- fyrirtækjunum. Eiga þeir nú sjálfir að mestu leyti fossa landsins og það sem þeim fylgir. Margt íleira væri liægt að segja um stóriðnað Norðmanna og ýmsar framfarir á því sviði, en eg læt hér staðar numið. Þetta er nóg til að sjrna að þeir eru athafnamiklir í þeim atvinnuvegum sem hér hafa verið nefndir. Enda hafa þeir á fáum áratugum breytt og bylt um efnum og ástæðum mikils liluta þjóðarinnar. Og þeir eru alveg búnir að snúa við liinu gamal- gróna þjóðlega máltæki Norð- manna: Noregur er fálækt land. Nú ber öllum saman um að hann er auðugt — slórauðugt framtíðar- land. Saml liefir það farið hér sem oftar á byltingatímum, að lilutir manna liafa orðið næsta misjafnir. Þroskinn hefir orðið ójafn eins og oft er hjá ungling- um sem vaxa mjög ört. Hinir framsýnustu, djörfustu, aðfara- mestu og lieppnustu hafa safnað stórauði á skömmuin tima, eink- um framan af stríðinu. Til dæmis um það er, að í (smáhæ einum austan fjalls, sem hefir ca. 5000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.