Tíminn - 21.09.1918, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.09.1918, Blaðsíða 4
200 TlMINN og með járnþaki. Þau vora bygð vorið 1914. Gamla fjósinu var breytt í hesthús. Á Hagakoti hefir verið bygð hlaða, sem tekur 150 hesta, og hesthús fyrir 12 hesta. Nokkrar umbætur hafa og verið gerðar á öðrum húsum, t. d. settir sjalfbrynningar í fjárhúsin heima (steinhúsin). 2. Að jarðabótum hefir þetta verið unnið: Túnasléttur............. 28370 m3 Sáðreitir............... 12066 m2 Girðingar: a. Vírgirðingar, 4—5 str. 3268 m b. Torf- og grjótgirðing. 391 m c. Vírnetsgirðing ..... 918 m Flóðgarðar . . . 1087 m; fel9 m3 Vatnsv.skurðir . 2665 m; 2821 ms Lokræsi (malarræsi) . . . 312 m Akvegur (malborinn) ... 12 m Áburðarhús................. 220 ms Safnþró..................... 96 m8 Jarðabætur þessar eru alls 2428,9 dagsverk. 3. Garðyrkja hefir verið stund- uð allmikið, en árangurinn hefir orðið nokkuð misfellasarnur, eink- um á jarðeplaræktinni. Mest hefir uppskeran orðið 60 tnnnur af jarðeplum og 200 lunnur af rófum. Á trjáræktinni er nú að fást nokkur reynsla. Bezt þrífst birki. Á reyni hættir ársgreinunum við að kala. Af greni, furu og lævirkja- tré þrifast enn nokkrar plöntur. Af runnum vaxa bezt rauðber, sól- ber, rósir, geitblað og siberiskt lævirkjatré. I gróðrarstöðinni hafa verið gróðursett nær 14 þúsipid plöntur. Einnig er verið að reyna að ala trjáplöntur upp af fræi. Blómrœkl er hér nokkur, einkum fjölærar plöntur. 4. Heyaflinn hefir verið 800—1000 hestar af töðu og 1000 —1200 hest- ar útheys. Árlega hafa 200—300 hestar verið gerðir að súrheyi. 5. Búpeningur er nú um 400 fjár, 20 nautgripir, 80 hross, 8 svín og 10 geitur. Hrútar hafa verið fengnir úr Þingeyjarsýslu, til að bæta fjárkyn- ið. Hefir það gefist vel. — Nythæð kúnna hefir aukist að miklum mun. Hún var fyrsta árið að eins 2000 pt. að meðaltali, en síðasta árið 2900 pt. Bezta kýrin mjólk- aði 3600 pt. síðastliðið ár. Það er verið að reyna að koma upp góðu hrossakyni. Keyptar hafa verið hinar beztu stóðhryssur, sem kostur hefir verið að fá hér norðanlands. Góður foli skagfirskur hefir verið notaður, og í fyrra var keyptur foli sunnan úr Hornafirði. Er hann af úrvals reið- hestakyni. K réttir. » Tíðin hefir verið ágæt þessa viku, frost að vísu flestar nætur, en ekki svo mikil að jarðarávextir skemm- ist, en þurkur er á hverjum degi. Munu allir bændur enn vera við heyskap, sem nokkuð hafa slá og hirða nú af orfum. — Um Borgar- fjörð og í Árnessýslu er heyfengur sagður um það bil helmingur af meðalheyskap. Af Vesturlandi eru mikið verri fréttir, jafnvel sagt að á Breiðafirði fái margir ekki meir en fjóiðung eða sjötta part. Kart- öfluuppskera mun víðast hér syðra vera í meðallagi, en rófur verri. Mjólkin kostar nú 80 aura Iíterinn í Reykjavík. Mjólkurfélagið hefir í hyggju að bæta mjólkur- meðferð og láta flytja mjólkina mælda heim til kaupenda. Mörgum þykir verðið gifurlegt, en núver- andi heyverð og fóðurbætisverð er og gífurlega hátt. Maís hefir t. d. fimmfaldast i verði, en hann er aðalfóðurbætirinn. Óhætl mun að telja vist að mjólkurverðið hækki ekki meira. Mjókurnefnd bæjar- ins gerði tilraunir að ná sam- ningum við Borgfirðinga, um að fá frá þeim mjólk til bæjarins, enda áhöld til á Hvítárvöllum til að verja mjólkina skemdum, en litlar eða engar horfur á að hægt verði að fá þá mjólk ódýrari. Slys. Hörmulegt slys kom fyrir 14. þ. m. á Kotströnd í Ölfusi. Sigurður Sigurson, regluboða Ei- ríkssonar, var þar staddur og fór höndum um marghleypu; var hún hlaðin og hljóp skot úr henni i kvið Sigurði. Var hann fluttur suður í bíl, en andaðist næstu nótt á Landakotsspítalanum. Dagblöðin og bændar. Lesa má nú nálega daglega í dagblöðunum hversn andar í garð bænda úr höfuðstaðnum. Má öllu venjast, en um daginn birtist ein grein sein tekur út yfir allan þjófabálk. Þar er lagt út af kjötverðinu og því hve bændur muni þurfa að fækka miklu. Höf. ber engar áhyggjur út af því að bændur drepi niður bú- stofn sinn. En hitt er áhyggjuefn- ið, að ef Bretar kaupi kjötið, muni meðalverðið, hækka vegna hinnar miklu förgunar. Höf. segir að »sjálfsögð afleiðing þessa cetti að vera sú, að verðið lækkaðk. — Og stjórn Jandsins eigi nú að »afstýra þessu öfugstreymi, taka nokkuð af gróðanum af útflutta kjötinu til þess að færa niður verð þess, sem bæjarbúar og aðrir landsmenn verða að kaupa<(. — Þetta er alveg dæmalaus hugs- unarháttur og því miður mjög al- mennur. Sama fólkið sem hefir lát- ið kaupmennina orðalaust taka af sér þúsundir króna á uppfærslu út- lendra vara, það virðist alls ekki gela skilið við hvílika feykna örð- ugleika innlendir framleiðendur eiga við að stríða. Ef þeirra vörur hækka eitthvað á að taka það af þeim að órannsöknðu máli. Öll gremja yfir dýrtíðínni bitnar á bændum. Og af því að enginn er til svara, fara menn að trúa öfgunum úr sjálfum sér og öðrum, þegar þeir heyra þær nógu oft. Þetta »öfugstreymi« þarf að Iaga, og Hklegasti vegurinn til þess er farsæl samvinna milli samvinnufélaga bænda og sam- vinnufélaga kaupstaðarmanna. Dýralæknir nýr hefir verið skip- aður á Austfjörðum og á að sitja á Reyðarfirði. Er það Jón Pálsson frá Tungu í Fáskrúðsfirði. Hámarksverð á kartöflum hefir verið hækkað úr 30 kr. upp í 38 kr. fyrir tunnuna. Aðstoðarmannsstaðan við lands- bókasafnið hefir verið auglýst laus og er umsóknarfrestur liðinn. Hall- grímur Hallgrímsson sögumeistari sækir um þá stöðu og fær að sjálfsögðu. Er það skylda lands- stjómar að veita sem fyrst er tækifæri gefst sýslanir þeim ung- um efnismönnum, sem hverfa heim aftur að loknu námi. Skipaferðir. Botnía kom í gær frá Kaupmannahöfn og flutti fjölda farþega. — Gullfoss er væntanlegur hingað frá Vestur- heimi síðari hluta næstu viku. — Lagarfoss kom að norðan í gær. Jtíkharðnr Jónsson listamaður opnar sýningu i Barnaskólanum á morgun. Ritstjóri: Tryg,g:vi f’órhallsson Laufási. Sinii 91. Prentsmiðjan Gutenberg. Amaryllis. Gestirnir létu okkur því mið- ur bíða sin heila langa klultku- stund. Reyndum við að eyða henni með því að reykja og rabba saman, og höfðum sett okkur í forsælu undir tré. Loksins komu gestirnir, oddvitinn ríðandi á hesti en sáttasemjarinu asna. Eftir að þeir höfðu heilsað héldu þeir á- fram ferðinni, en fóru seinagang svo að við gætum fylgst með þeim. Ekki fyr en klukkustund eftir að við komum heim hepnaðist mér að losna frá þeim, en þá beið eg heldur ekki boðanna, fór beina leið til híbýla ráðsmannsins. Var það óásjáleg bygging og litlu betir en húsakynnin á hinum kotun- um. Eg opnaði hljóðlega dyrnar. Þú getur þvi nærri að þar var ekki um fordyri eða bæjardyr að ræða, þegar kemur yfir útidyra- þröskuldinn, er maður kominn inn i þetta eina herbergi sem not- að er til alls. Amaryllis sat á litlum skemli og hélt á sofandi barninu i kjöltu sinni. Hún var þarna ógreidd, ó- sofin, augun voru rauðleit og auðséð að hún hafði grátið. Og alt um það hafði mér aldrei þótt hún fallegri en einmitt þarna, þar sem hún bar ekkert skraut á sér, engar Iánaðar fjaðrir, þegar hún hafði afklæðst öllu því sem klæðaburður ungrar, rikrar konu finnur upp á af aukaatriðum við búning sinn, þarna, undir reyk- svörtu rjáfrinu og mitt á meðal hrörlegra og fátæklegra búshlut- anna, þar braut fegurð sálar henn- ar af sér alla hlekki og eins og settist um höfuð hennar í þeim geislabaug, sem málaður er á englamyndir. Létt bros leið um andlit henn- ar þegar hún sá mig koma, og var eins og hún væri mér þakk- lát fyrir að eg vitjaði um uppá- haldið hennar sem nú var svo veikt. Eg spurði hvernig liði. »Henni er nú farið að líða bet- ur. En í nótt var hún mjög veik hafði mikinn hita og var með ó-, ráði. Litli vesalingurinn. Þér vitið ekki hve vænt henni þykir um yður. I óráðinu var hún alt af öðru hvoru að hrópa á yður«. »Og hvar er mamma hennar?« »Hún skrapp eftir vatni. Strax þegar hún kemur verð eg að fara og klæða mig. Það eru gestir hjá okkur í dag, og eg er svo illa fyrir kölluð. Mér hefir ekki kom- dúr á auga i alla nótt«. Barnið rumskaði, og varir þess hvísluðu tvö orð : hennar nafn og mitt. Þessi samnefning barnsins fór um mig eins og væri það goðasvör eða forspá og eg titraði af gleði. Amaryllis laut ofan að barninu og snart enni þess með vörum sínum. »Hitinn er að minka«, sagði hún i lágum hljóðum, »hvort sem hann kemur aftur eða ekki; eig- um við að gefa henni kínin«. Dyrnar opnuðust og inn kom móðirin hnuggin á svip, hún hafði líka vakað. Konurnar hjálpuðust nú að við að leggja barnið hægt og gætilega í trogmyndaðan ein- trjáning, sem á bændabýlunum þarna er hafður í stað vöggu, og móðirin tók að setja hann i hreyf- ingu með berum fætinum. Við Amaryllisfórum af stað heim á leið. »Þér getið ekki gertyður í hug- arlund«, sagði hún, »hve mikinn óróleik eg hefi átt við að búa í alla nótt, enda fanst- mér hún aldrei ætla að taka enda. Um eitt skeið hélt eg að barnið ætlaði að gefa upp öndina í höndunum á mér«, og tár glitruðu í augum hennar þegar hún sagði þétta. »ótti yðar var ástæðulaus: á meðan þér voruð með barnið í fanginu var engin hætta á að það mundi deyja«. Hún brosti við. Hvernig kemur yður nú þetta i hug?« »Því miður er það ekki frum- leg hugsun, heldur er hún frá góðskáldinu sem kvað: Grát ei, blíða móðir, viðkvæm vöggu yfir, veika barnið enn þá daginn sér og lifirl Komi dauðans engill, mildi mun hann sýna, er hann sér því vagga engilshendi þina! »Með þetta erindi farið þér fyrir mig síðar, svo eg geti skrif- að það eftir yður«.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.