Tíminn - 29.03.1919, Síða 4

Tíminn - 29.03.1919, Síða 4
I 84 TIMINN um ofurlitla hugmynd um þelta atriði, vil eg laka hér upp það, sem eg ritaði fyrir rúmum aldar- fjórðung í tímarilið Lumen: »Það er löng leið á milli síöustu hljóð- j aldanna, sem eyrað getur skynjað, en það eru 36,850 sveiflur á augna- blikinu, og til fyrsta geislans, sem augað getur skynjað, en það eru 400,000,000,000,000 — fjögur hundr- uð biljónir — sveiílur á sama tíma. Á milli þeirra er geysi-mikil sveiflu- röð, sern hefir engin áhrif á skynj- unarfæri vor og veitir oss þar af leiðandi enga vitneskju um um- hverfið. En ef vér hefðum fleiri strengi á skynjunarhörpu vorri, t. d. tíu hundruð þúsund, mundi samræmi náttúrunnar, sem kæmi þeirr. öllum til að bærast, birtast oss með fullkomnari hætti. Skynj- unarfæri vor gera bæði að blekkja oss og veita oss að eins litla vitn- eskju um það, sem er og gerist umhveríis oss. Vér þurfum því ekki mikið að láta né rejrna að raða þessum fáu þekkingarmolum sem vér höfum þannig að úr þeim verði fullkomið heimspekiskerfi, þar sem engu sé við að bæta. En auðvitað verðum vér að bjargast við þelta litla, sem vér höfum. Rejmdar segir irúin við skynsemina: »Heyrðu mig, góða mín! Þú hefir ekki nema þessa sallvíkurtýru lil að lýsa þér fram á leið, siöktu nú á henni og látlu mig heldur leiða þig«. Vér álitum, að það sé þó ail annað en æski- tegt. Vér höfum reyndar ekki nema þessa litlu glætu, og hún er vissu- lega ekki á marga fiska. Þó mun betra að veifa röngu tré en engu. Því, ef vér slökkvum á tj’runni, verðum vér úr því í kolniða myrkri, verðum að þreifa fyrir oss alveg í blindni. Vér höldum því fast fram, að skynsemin eða öllu heldur skynscmis-álý'ktanir vorar, verði að vera oss leiðarljós. Annars hefð- uin vér og ekki heldur við neitt að styðjast. En hins vegar skulum vér ekki marka vísindunum neinn ákveðinn bás, sem þeim sé ekki leyfiíegt að fara út af. Mér dettur í þessu sambandi Ágúst Comte aftur í liug, af því að hann kom nýrri heimspekisstefnu á fót og var einn af hinum mestu inönnum i nítjándu aldarinnar. Hann vildi j tjóðra stjörnuvísindin inn á þekk- ingarsviði sinna tíma. En það erj blátt áfram ekkert vit í sliku. Vér getum — segir hann — gert ráð fyrir, að menn geti gengið úr skugga urn lögun sljarnanna og mælt fjar- lægðir þeirra og hraða, en menn fá aldrei rannsakað liina kemisku efna-samsetningu þeirra. Þessi frægi heimspekingur dó árið 1857. Fimrn árum síðar veittu litsjá-rannsóknir mönnum nákvæma þekkingu á hin- um kemisku efna-samsetningum stjarnanna, og flokkaði þær eftir hinni kemisku bvggingu þeirra. Teikindi eru enn mikil í bænum, einkum í börnum. Klæðabúð Gruðm. 131 arn ason ar Aðalstr. 6 hefir iangfjöibreyttast úrvai af fataefnum, útiendum og inniendum. Saumastofa fyrir karla- bg kvenfatnað. — Verðið hvergi lægra. Ur skeytum. Bolschevicka-lýðveldi stofnað í Ungverjalandi, og hefir það boðið rússnesku sljórninni hernaðar- bandalag. Höfðu bandamenn kraf- ist breiðrar landspildu sem Rúm- enar vildu ná. Út af því lagði stjórn Karolj'i forseta niður völd og fékk þau öreigalýðnum í hend- ur. \ — Þj'skar sigíingar eru að hefj- asl. — Samkomulag ætlar að nást við breska verkamenn fyrir inilli- göngu stjórnarinnar. — Tillögur fulltrúa hlntiausra þjóða til umbóla á fyrirkomulagi þjóðabandalagsins, verða teknar til íhugunar af friðarstefnunni. — Öánægja fer vaxandi út af seinlæti friðarráðstefnunnar. — Frá Zúrick bersl orðrómur um það, að Asquith eigi að verða forseti þjóðabandalagsins. — Fundarhöld hafa verið í Ber- lín til þess að mótmæla nauðung- arfriði og miljarðakröfum banda- manna. — Miklar hersveitir Czecko- Slava, Pólverja og Þjóðverja við- búnar að veita Rússum viðnám. . — ítalir hafa tekið horgir í Austurríki herskildi. — Einveldissinnar í Berlín halda nú fjölmenna fundi, en stjórnin þar telur sig við því búna að bæla þá hreyfingu niður. — Lögreglan í bötuðborg Ung- verjalands hefir verið lej'st upp. — Bráðabirgðafriðarsamningar eiga að verða fullgerðir i dag. — Sameinaða félagið græddi 371/2 miljób árið sem leið, fá hluthafar 35°/o en HVs miljón ætluð til op- inberra gjalda. Fréttir. Tíðin heíir verið góð þessa viku. Þýða fj’rri hlutann en frost nokk- uð með heiðríkjn og sólskini seinni hlutann. í Véstmannaeyjum er Iít- il! afli, en í Grindavík og veiði- stöðvunuin víð Faxaflóa er afbragðs afli. Þilskipin koma inn með ágæt- an alla, hlutfallslega hetri en hotn- vörpunga rnir. Þingeyri, 17. jan. 1919. Það er svo sjaldan að frá okkur Dýrflrðingum sjáist fréttapistlar í blöðunum og eru þau þó nógu mörg á landinu. Hér í firðinum gengur alt sinn vana gang. Heyskapur siðasta sura- ar var hér eins og annarsstaðar sá lakasti sem menn muna eftir, og var margur sem hagnýtti sér nú slægjulönd sem aldrei hafa áður verið notuð, upp um fjöll og til dala, og óneitanlega voru þau hey létt. En mikið hjálpar fóðurbætir, síld, lýsi og hrogn, sem nægilega mikið var til af. Samt munu bænd- ur hafa fargað óvenjulega miklu af bústofni sínum, kúm og fé. — Veturinn, það sem af honum er, hefir verið mjög góður utan kafli um mánaðarmólin okt.—nóv,, og tóku margir þann kafla sem að- vörun frá forsjóninni um að setja nú ekki of mikið á. Enda förguðu þá margir bændur af því sem þeir ætluðu að afa, og er nú vonandi að allir hafi nægjanlegan fóður- forða. Sjávarútvegurinn (sem er aðal- atvinnuvegur okkar) gekk ágætlega í sumar, hefði fiskverðið verið eftir framleiðslukostnaðinuin. Þá hefði bæði útgerðar og sjómennhaft eitt með allra beztu tekjuárum. En því var nú ekki að heilsa og er hætt við að útgerðirnar verði lengi að ná sér aftur eftir þetla dýra sumar, þó munu öll fiskiskipin ganga næsta sumar. Hingað barst inflúenzan 2. nóv. með togaranum »Jóni forseta«. — Viku eftir það geisaði hún uin Þingeyri með þeim ógnarkrafti, að fyrstu vikuna sem veikin gekk, lögðust 210 manns á Þingeyri af tæpum 300 íbúum, og má nærri geta hvernig ástandið heíir verið. Héraðslæknirinn, Gnnnlaugur Þor- steinsson, var ineð þeim fyrstu sem lögðusl, og ekkert stóð uppi neraa- ungbörn og gamalmenni. Þeir sem gátu gengu hús úr húsi að rétta hjálparhönd og sparaði enginn þá krafta sina. Oddviti hreppsins Jóh. Ólafsson gekk þar vel fram, út- vegaði vökufólk og skifti þessum fáu sem gátu hjálpað milli þeirra er helst þurftu hjálpar með, sím- aði lil Rvíkur urn lækuir og mann- hjálp, sem kom að vörnm spori fyrir ötula framgöngu okkar góða vinar C. Proppe Reykjavík. Togar- inn Snorri Goði kom hingað með læknir Kristmund Guðjónsson á- samt konu hans og 6 Dj'rfirðinga sem komu sjálfboðaliðar og er eg viss um að enginn móðir getur orðið fegnari heimkomu barna sinna en við vorum þá er þetta hjálparlið kom, og ætturn við að muna þeim það lengur en stund- irnar er það dvaldi hér, því alt þelta fólk hafði séð hjúkrunina í Rvík og Kristmundur hjálpaði oft- ast tii og gat sér besta orðstír. — Þrátt fyrir þessa góðu hjálp, var þó ekki hægt að afstýra því, að veikin hyggi skarð í okkar fá- menna hóp, 6 menn hafa dáið í Smáskrpr VarSans færeyskt tímarit, kemur út árlega í 9 heftum. Fljdur sögur, kvæði og ýmsan fjölbreyttan fróðleik. Kostar hér á landi 3 krónur árgangurinn. Zingakrossur færeyskt vikublað, blað sjálfstæðis- mannanna. Kostar hér á landi 6 krónur árgangurinn. Ritstjóri Tiinans tekur á rnóti pöntunum hvors tveggja ritsin’s og annast útsending. i firðinum af völdum veikinnar, 2 í Mýrahreppi og 4 á Þingeyri, sem voru Guðni Bjarnason mótormað- ur, ætlaður héðan, lætur eflir sig konu og börn, elskaður og virtnr af öllum sem íiann þektu, var 26 ára. Annar var Guðmúndur Guð- brandsson nemandi á vélavinnu- stofu Guðm. J. Sigurðssonar & Co., hann var um tvítugt, mesti mynd- arpiltur. Þriðji var JóhanncsProppe, j'ngstur þeirra systkina, 29 ára, og misli Þingeyri þar einn einna bestu manna sein mikils mátti vænta af, því hann var einstaklega hjarta- góður, og sást það glögt við jarð- arför hans hversu hugljúfur hann var öllum, æðri sem lægri. Hann var giftnr Halldóru Hjartardóttir og eiga þau einn son. Það fjórða var sjúklingur á spítalanum hér, stúlka frá BíldudaL Þetta er nú orðið langt mál, en samt get eg ekki slept svo penn- anuni að eg ininnist ekki á að- flutningsbannið. Mikil var sú J’fir- sjón af löggjafarþingi voru þegar það opnaði brunninn fyrir lækn- unum. Hingað kemur nálega með hverri ferð, norðan og sunnan. 1 og 2, 40—100 potta brúsar með á- fengi á og er alls ekki farið neitt dult með það, þvf vanalega sam- dægurs eru blessaðir æskumenn- irnir orðnir svo stauraðir að stór- hneyksli er að. Það gengur yfir mig að landlæknirinn okkar, jafn mikill bannmaður og hapn er, skuli ekki hafa meira eftirlit með þeim læknum. sem ekki sjá sóma sinn og ættjarðar sinnar betur en þetta, þvi of margir munu þeir vera, læknarnir, sem notfaira sér þcssa lagagloppu. En guð hjálpi þeirri þjóð, sein á slíka leiðsögu- menn, því: »Hvað höfðirigjarnir hafasl að, hinir ætla sér leylist það«. Dýrfirðingnr. jBruni í nótt brunnu þrjú hús á Seyðisfirði, íbúðarhús læknisins og tvö verslunarhús. Komst fólk læknisins naumlega úr eldinum, þar varð engum munnm bjargað, en nokkru úr hinum liúsunuin. Giskað á að eídsupptökin stafi frá öskukassa sem var í viðbygðum skúr. Mikill hluti kaupslaðarhús- anna var í hættu, vegna þess að mikili stormur var á. Ritstjóri: Tryjrgvl I’órhallsson Laufási. Simi 91. Prentsmiðjan Gutenbt rg.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.