Tíminn - 20.12.1924, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.12.1924, Blaðsíða 2
200 T I M I N N Kírkjan. vm. I hinni postullegu trúarjátningu er svo talið, að kirkjan sé ein, al- menn og heilög. pó er kristin kirkja klofin í margar deildir. Svo hlýtur og að vera. Eðli þjóðanna og sérkenni einstaklinga veldur því. Siðbót Lúthers er ekki til komin af tilviljun. þar rís ger- mönsk sjálístæðisþrá gegn róm- verskri kúgun. Germanskar þjóðir stofna þá þjóðkirkjur, en hinar rómönsku þjóðir halda fast við sinn sið. Rómversk-kaþólsk kirkja er arftaki rómverska ríkisins. Páfadómur er þar kominn í stað keisaravalds, en agi og ágætt skipulag er sameiginlegt. par géngur skipulagið á rétt einstakl- inganna. þá kúgun gátu hinar germönsku þjóðin ekki þolað. Lúther er oddviti þeirra og vinn- ur líkt verk fyrir germanska menning og Armenius, þegar hann stöðvar sigurför Rómaríkisins. Germanskt kyn er „protestaniskt“ að eðlisfari, og af „protestöntum“ munu Islendingar vera germansk- astir. Á sama hátt og Rómaríki er enn við líði, þar sem er hin kaþólska kirkja, geymist fom- germönsk menning með íslensku þjóðinni. Tunga og bókmentir tengir oss óslitið við fornöldina. Heiðnin er hér ekki í fyrirlitningu, heldur er á henni guUaldarblær. Og svo römm var hin germanska taug í þjóðinni, að hér var lítil þörf siðbótarinnar móts við það, sem var sunnar í álfunni. það kemur því ekki á óvart, þó hin höfðing- legu ummæh Lúthers eigi hér fastara fylgi en víða annarsstað- ar, er hann á þinginu í Worms setti skynsemi sína ‘ og skýr rök hærra en valdboð kirkjunnar. það er glæsilegasta stundin í sögu sið- bótarinnar, þegar hinn gráklæddi munkur- stendur frammi fyrir öll- um máttarvöldum smnar aldar, furstum, páfalegáta og keisara, og neitar því að óhlýðnast boði sinn- ar eigin samvisku. það gat varðað hann fjör og frelsi. En sú hætta þótti honum lítil móts við það, að brjóta bág við samvisku sína og sannfæringu. Grár og grófgerður munkakuflinn verður glæsilegri í augum þeirra, sem á horfa aftur í aldimar, en rauð klæði kirkju- valdsins og pell og purpuri keisar- ans. f stað þess að segja: „þama er maður eftir mínu höfði“, kast- aði kirkjan Lúther út fyrir. Og þó verður kirkjan aldrei fullkristin fyr en hún telur þann mann meira virði en sín eigin kerfingagerfi, sem er þess reiðubúinn að leggja nokkuð í söluna fyrir sannfæring sma. Slíkra manna þarfnast kirkj- an helst. Við siðferðisþrek og rétt- láta breytni ber að miða mann- gildið. Kristur hefir aldrei sagt: „Af trúarjátningunum skuluð þér þekkja þá. Sælir eru þeir, sem fallast á kenningar kirkjunnar og fella ekkert undan o. s. frv.“. Og þó hafa lútherskir prestar til skamms tíma og kaþólsk klerka- stétt alt fram á þennan dag, stilt sér í kirkjudyrnar og bandað með hendinni þegar spámaðurinn nálg- ast. Hinn kirkjulegi embættis- hroki má öfunda Amasja prest af ríkiskirkjureigingnum, er hann vísaði Amos spámanni á bug með þessum orðum: „Haf þig á burt, vitranamaður! f Betel mátt þú eigi framar koma fram sem spámaður, því að þar er konunglegur helgi- dómur og ríkismusteri“. þar sem þessai'i stefnu er fylgt, verður kirkjan að kredduklíku, þar sem þekkingin er talin synd en fáfræð- in sáluhjálpleg, og hættan mesta, að hinn heilagi eldur kveiki í kirkjunni. það er kirkjunnar ríkasta þörf, að hið klerklega íhald sitji ekki eitt við stýrið. Hvert félag þarf spámannlegrar framsóknar við, svo það fúni ekki niður. Kirkjan er samtök þeirra, sem vilja feta í fótspor Krists. pað er meira virði að rétt sé stefnt, en að stefnuskrá- in sé nákvæm um hvert atriði. Kirkjan á að vera opin öllum þeim sem leita guðs ríkis og þess rétt- lætis. Líf og hreyfing er henni nauðsynlegt. Öldur hins andlega lífs rha þar og falla. það er óþarft að kalla hverja ölduhreyfing fyrir sig hina sönnu kirkju. Kirkjan á að vera hvelfingin, sem hvelfist yfir allri andlegri viðleitni mann- kynsins. Ekkert mannlegt á að vera henni óviðkomandi. Jafnvel kaþólsk kirkja kemst ekki fram hjá því lögmáli, að öll menning hlýtur að ganga í öldum. Blærinn á trúar- og kirkjulífi breytist eins og stíll hins ytra hjúps. í einn tíma einkennir hinn þungi, jarðfasti rómanski hringbogi hið andlega líf. í annan tíma tekur mannsand- inn á sig mynd hins gotneska odd- boga, sem stendur fast á traust- um súlum og teygir sig til himins. En hvorttveggja eru kirkjur, sú sem er reist í rómönskum stíl og I hin, sem hefir á sér gotneskt snið. j Og það er jafnvel fleira kristilegt j en kirkjan hefir enn breitt væng j sinn yfir. Margt af því, sem enn j ber á milli austrænni og vestrænni menning, er aðeins frábrugðinn stíll, ólík tunga og annarlegt þjóð- erni. Deus og Allah þýðir hvort- tveggja: Guð. Andi guðs er hinn sami þó hann beri ólík nöfn á ýmsum tungum. Undir ýmsum búningi, orðum og ytri táknum bærist hin sama þrá hjartans, er Éæ==^ DroUinn vakír. Drottinn vakir, drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, — drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar, — drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar freisting mögnuð mætir, mælir flátt í eyra þér, hrösun svo þig hendir, bróðir, háðung að þér sækja fer, vinir flýja. — Æðrast ekki, einn er sá, er tildrög sér. Drottinn skilur, — drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar æfiröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, Hel er fortjald, hinumegin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, — drottinn vakir daga og nætur yfir þér. S. Kv. ■JS -=m~ brýst fram í tilbeiðslu og lotning fyrir þeirri göfgi í tilverunni, er vér nefnum eiginleika guðs. Glöggskygni á það, sem er sam- .eiginlegt í andlegu lífi þjóðanna, er samboðin lærisveinum þess meistara, er sagði við rómverska hermanninn: „Ekki einu sinni í Israel hefi eg fundið slíka trú“. það er engin þjóð útvalin guðs þjóð. Vér trúum því ekki lengur að 2-íon sé miðdepill jarðar, né heldur að jörðin sé miðdepill alheimsins. , það er ekki af vantrú, að vér er- ! um horfnir frá hinni gyðinglegu þröngsýni, heldur vegna hins, að þekkingin hefir vaxið og trú vor um leið. það er nú hærra undir himininn og víðara milli endi- marka jarðarinnar en á dögum Abrahams. Oss hættir því síður til ofmetnaðar en Gyðingum og krefjumst því engrar einokunar fyrir kirkjunnar hönd né óskeikul- leika fyrir hönd hebreskra bók- menta. það er mikil skammsýni að nefna það niðurrif, þegai- forn fræði falla fyrir vaxandi þekkingu. það er ekkert niður rifið þó sjón- aeildarhringurinn færist út. Alt, sem verðmæti hefir, feist í hinu nýja útsýni. Af því mun ekki einn stafkrókur líða imdir lok. Vitið, víðsýniö og hinn spámannlegi eld- móðux' rífur aldrei niður. það heit- xr ekki að rífa niður, þó mokað sé úr rústum íornum fúa — þó ein- ixverjir eftirleguklerkar haldi íast við að kalla rústimar kirkju. það, sem fúnað hefir, og ræsta þarf burt, er ekki kirkja Krists. Kirkja Krists er það afl, s*m sífelt bygg- ir upp að nýju, það sem tímans töxm hefir imnið á. Kirkja Knsts er hið skapandi af 1, sem heldur sí- ungum þeim boðskap, er Kristur flutti, það afl, sem leysir fagnað- arei'indið úr álögum úreltra fræða og brennir haminn. Kirkja Krists er hærri til loftsins, en nokkm' kierkakii'kja, því hvelfing hennai’ er himininn, gólf hennar jarðríki og söfnuðurinn mannkynið. þrengri getur guðs heilög kirkja ekki verið. Allir múrar, sem reist- ír hafa verið og gryfjur, sem hafa verið grafnar, eru af rnanna hönd- um gert. Sumt af því heíir máske stundum gert gagn. En alt hverf- ur það, þegar horft er frá sjónar- miði eilífðarinnar. Svokölluð kirkjusaga er ekki sama og saga guðs ríkis á jörðunni , heldur er öll saga saga guðs ríkis, ef rétt er rituð. Gyðingar sögðu sína sögu að hætti trúaðra manna. Brot hennar hafa geymst oss í ritum Gamla testamentisins. En þar eru cþroskaðar trúarhugmyndir og þjóðai-rembingur til mikilla lýta. það er fágætt að saga sé sögð á síðari tímum, svo að sjá megi fingur forsjónarinnar í hverri línu. Og þó hefir Thomas Carlyle ritað sögu frönsku stjómarbylt- ingarinnar svo, að ætíð er sami grunntónninn: trúin á það, að hinstu rök lífsins séu réttlæti, máttur og viska. Gladstone, hinn mikli skörungur enskra stjóm- mála, vinnur alt sitt starf í þeirri txú. Lincoln, forseti Bandaríkj- anna, er eins og leiddur af æðri öflum. Enn em æðri öfl að verki í sögu mannkynsins, ef ekki brest- ur hugarfar og sjón til að sjá fing- ur guðs í rás viðburðanna. En síst má halda, að æðri öfl séu eingöngu að verki innan þeirra félaga, sem kalla sig kristnu nafni. Víða getur kirkjan leitað aðdrátta, ef hún gætir þess að binda ekki ferðir sinar við þá staði eina, sem hún Áttunda bréf til Kr.A. Er æskilegt, að afburða hæfileika- menn, eins og Skúli Magnússon, Jón Eiríksson og Jón Sigurðsson eigi að- gang að mentastofnunum lands síns? íslenska þjóðfélagið svarar neitandi, nema ef slíkir menn vaxa upp í höf- uðstaðnum. Reglugerð mentaskólans útilokar frá inntöku i neðri deildimar aðra en þá, sem geta byrjað nám barnungir. Og Reykjavík er svo dýr staður, að ótrúlegt er, að efnalausir námsmenn utan af landi geti haldist þar við nám i 10—12 ár. Sú hreyfing, að skapa mentaskólan- um stallbróður og keppinaut á Akur- eyri, miðar að því að bæta úr þessum ágöllum. Breytingin er fyrir þjóðina alla, til að greiða réttlátlega götu þeirra mörgu úrvals efnismanna, sem ekki geta byrjað langt skólanám fyr en þeir vinna fyrir vetrardvöl á skóla með sumarvinnu sinni. Reykjavikur- skólinn er sniðinn eftir þörfum höfuð- staðarins og efnafólks úti um land. Akureyrarskólinn á að verða, hjálpar- hella sveitaunglinganna alstaðar af landinu. Og þegar þses er gætt, hve bændafólkið hefir lagt mikið og legg- ur enn til menningarlífsins hér á landi, sýnist útilokun þess frá lang- skólanámi ekki sanngjörn eða heppi- leg. Tvent er það, sem gerir Akureyri vel fallinn stað fyrir hinn nýja keppinaut mentaskólans. þar er gott og mikið skólahús, með hinum stærstu og bestu heimavistum hér á landi. í öðru lagi er í kring um Akureyri hin frjósam- asta sveit, höfnin aflasæl og mjólk alt nð því helmingi ódýrari en í Reykja- vík. Reynslan er þvi sú, að nemendur i heimavist á Akureyri eyða til jafn- aðar um helmingi minna en piltar, sem dvelja skólaár mentaskólans í Reykjavík. Með heimavist hér í bæn- um mætti minka kostnaðinn nokkuð, ef landið gæfi hús fyrir 300 þús. og viðhald fyrir 20—30 þús. kr. Fyrstu drög til breytingar á Akur- eyrarskólanum eru nokkuð gömul. þegar skólahúsið á Möðruvöllum brann laust eftir aldamótin, var Stef- án Stefánsson síðar skólameistari mikill áhrifamaður við skólann, og jafnframt þingmaður Skagfirðinga. Hann réði miklu um að skólinn var fluttur til Akureyrar, sem að mörgu leyti var misráðið. En jafnframt er honum mest að þakka að skólinn var fcygður svo stór og veglegur, sem raun ber vitni um. Skólinn var gerður að þriggja vetra skóla, og se.ttur í sam- band við mentaskólann, þannig að piltar frá Akureyri gátu gengið próf- laust í 4. bekk mentaskólans. Með þvi að aldurstakmark var ekki til hindr- unar á Akureyri, var piltum, sem byrjuðu nám seint, með þessu opnuð leið að háskólanámi. Margir þeirra voru aðeins i 4. bekk i skólanum hér, og bjuggu sig undir prófið utanskóla. En jafnan er mikill skaði fyrir ungl- inga að vera á slíkum hrakningi við nám, borið saman við að vera í góð- um skóla. A síðustu árum sínum hóf Stefán Stefánsson og nokkrir aðrir menn nyrðra kröfuna um að skólinn á Ak- ureyri yrði arfþegi hins gamla Hóla- skóla. í fyrstu var málinu litiö sint. Og síðustu árin sem Stefán lifði, átti hann erfitt með að láta flokksbróður sinn, Jón Magnússon, skólamálaráð- herra, leggja viðunanlega fram til viðhalds húsinu. íhaldið var þá að myndast, og þó að það telji sig hafa frjálsa samkepni á verslunarsviðinu, þá vill það láta mentaskólann hafa „oinokun" á langskólanámi. þegar Stefán féll frá, þótti Framsóknarmönn um miklu skifta að fá sem mestan skólmann í hans stað. þótti þá Sig- urður Guðmundsson álitlegastur, enda hafði hann mikið orð á sér fyrir kenslu sína bæði við kennaraskólann og mentaskólann. Flestir, ef ekki allir Framsóknarmenn, sem þá voru á þingi, rituðu undir áskorun til Jóns Magnússonar að veita Sigurði Guð- mundssyni skólameistaraembættið, ef hann sækti. Menn vissu, að ef það er nokkuð, sem J. M. virðir mikið, þá er það stór hópur af íslenskum þing- mönnum, sem gerir ákveðna kröfu. Sigurði var veitt embættið. Honum tókst að fá að skólanum einn hinn helsta núlifandi náttúrufræðing, sem uppi er hér á landi, Guðmund Bárð- arson frá Kjörseyri. Með því kennara- liði, sem fyrir var, mátti segja að skól- inn væri ve! settur, er hann hafði feng ið þessa viðbót. Litlu síðar urðu stjómarskifti. Sig. Eggerz leit með meiri sanngirni á málstað skólans, heldur en fyrirrennari hans, og Klemens Jónsson var gamall Eyfirð- ingur og einn af helstu samverka- mönnum Stefáns Stefánssonar, er skólahúsið var reist. Stjórnin viður- kendi þörfina á að bæta húsið. Var sett í það miðstöðvarhitun og raf- lc-iðsla, en ekki járnvarið, og bíður sú aðgerð enn. Sigurður Guðmundsson tók nú upp rnentaskólamálið að nýju með mikilli atorku. Varð honum það ljósara með degi liverjum, að einmitt margir efni- legustu piltarnir úr skólanum, sem gátu kostað sig þar, urðu annaðhvort að hætta við hið dýra áframhaldsnám í Reykjavík, eða hætta á að lifa þar fcieilsuspillandi öreigálifi, i rándýrum kjallaraholum eða þakloftskytrum. Og hvað var svo unnið við að safna þess- um skara öllum til Reykjavíkur? þar þurfti að bæta við einum kennaranum eftir annan. í fyrra voru bekkimir þar orðnir 14 og stöðugt bætt við nýj- um mönnum. Með svo sem hálfum þeim kenslukröftum, sem ólöglega hefir verið bætt við mentaskólann hin síðustu ár, hefði mátt gera öllum Ak- ureyringum, sem vildu, kleift að ljúka þar mentaskólanámi. Fyrir Sigurði Guðmundssyni hafa í baráttu hans í þessu máli vakað tvær hugmyndir. Fyrst að halda opinni leið til háskólanáms fyrir fátæka úr- valsmenn, sem byrja seint sökum ytri atvika. En þetta er með öðrum orðum sama og að halda opinni leið til slíks náms fyrir böm bændanna. það er þessvegna eðlilegt, að þeir þingmenn, sem einkum bera fyrir brjósti hags- muni og þróun sveitanna og sveita- ménningarinnar, hafi stutt skóla- i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.