Tíminn - 09.01.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.01.1932, Blaðsíða 3
TÍMINN 3 A víðavangi. Launalækkunin. Samkvæmt vísitöluútreikningi hag- stoíunnar lækkaði dýrtíðaruppbót starismanna rikisins, þeirra, sem laun taka samkvæfht launalögunum 1919, úr 30% niður í 17%. Nemur það 13% aí lieildarlaunum þeirra, sem haia dýrtíðaruppbót miðaða við aila launaupphæðina. En auk þeirra margt starismanna, sem ekki haía laun samkvæmt launalögunum. Rétt fyrir áramótin ritaði stjórnin þvi hin- um einstöku ríkisstofnunum og mælti svo fyrir, að laun þeirra starísmanna, sem ekki búa við ákvæði iaunalag- anna frá 1919, yrði til samræmis iæið niður. Hefir sú lækkun nú ver- ið framkvæmd, þar sem sérstök samningsákvæði eigi hindra. Áætla má, að sparnaður sá, sem hér er urn að ræða í launagreiðslum nemi uin 400 þús. króna alls. Á þessum erfiðu tímum þegar erfiðisfólk til sjávar og sveita berst i bökkum um afkomu sína, eru eins og við má búast, há- værar kröfur um, að starfsmenn rík- isins, sem fastar tekjur hafa, beri hlutfallslega sitt af byrðum krepp unnar og takmarki persónulega notk- un fjármuna eins og verkamenn og iramleiðendur, sem bera afleiðingarn- ar af sölutregðu markaðsvaranna, nú verða að gjöra. þegar þessa er gætt, verður ekki annað sagt en að blað verkamannanna, sem sannarlega fá að kenna á viðskiptakreppunni og flestir hafa stopular tekjur af at- vinnu sinni, hafi talað nokkuð kæru- leysislega um þetta mál nú undan- farna daga. — Hinsvegar er það ómótmælanlegt, að margir af hinum lægst launuðu starfsmönnum hins opinbera, berjast í bökkum, og á þeirri kemur lækkmrin óneitanlega niður með talsverðum þunga. Eru launakjör margra þessara manna lakari en almennt er álitið. — Og um það ætti ekki að þurfa að deila, að iaunalögin þyrftu athugunar og það áður langt líður. En þær ráðstaf- anir, sem nú eru gjörðar, ber auð- vitað ekki að skoða, sem endurbót á launafyrirkomulagi rikisins heldur sem viðleitni hins opinbera til að verða við rétrtmætum og eðlilegum kröfum almennings um að dregið sé úr útgjöldum ríkisins eins og unnt er til að vega á móti greiðsluerfið- leikum þjóðarinnar. „Dýru embættm" og Mbl. Mbl. i gær birtir grein um skipt- ingu lögreglustjóraembættisins í Rvík, sem gjörð var á þinginu 1928. þykist blaðið þar sanna, að breyting sú, sem þar er um að ræða hafi. orðið kostn- aðarauki fyrir rikissjóð. Blekking Mbl. í þessu sambandi er í því fólg- in, að það tilgreinir eingöngu skrif- stofukostnað embættanna fyr og nú, en ekki iaun þau, sem bæjarfógeti og lögreglustjóri (sem jafnframt var tollstjóri) höfðu til samanburðar við þau embættislaun, sem nú eru. Laun bæjarfógeta og lögreglustjóra voru um 100 þús. kr. samanlögð, en sam- anlögð laun lögmanns, lögreglustjóra og tollstjóra eru nú 30—40 þús. Spar- ast þannig 60—70 þúsundir á ári. Um skrifstofukostnaðinn er það að segja, að skrifstofukostnaður lögmanns er nú minni en bæjarfógetans áður, en skrifstofukostnaður lögreglustjóra hef- ir minnkað meir en um helming (eða úr nál. 96 þús. n'iður í 42 þús.) við það að tollstjórastarfið var tekið burt. En á sama tíma hefir löggæzlustarf- ið stóraukizt m. a. vegna fjölgunar iögregluliðsins um helming. Hækk- un sú á skrifstofukostnaði, sem um er að ræða, hefir orðið lijá tollstjóra, og hefði sá kostnaður vitanlega auk- izt eins fyrir því, þó að sama skipun hefði haldizt og áður, því að hún staf- ar auðvitað eingöngu af því að verk- efnin hafa aukizt, enda fer nú mikill liluti af tolltekjum rikisins gegnum skrifstofu tollstjórans í Reykjavík. Hefir og tolleftirlitið verið stórlega endurbætt á þeim tíma, sem um er að ræða, með sýnilegum árangri fyr- ir ríkissjóð. Til athugunar fyrir Mbl. má benda á það, að kostnaður við stjórn Reykjavikur liefir aukizt úr 141 þús. árið 1927 upp í 204 þús. árið 1931. Mun þó Mbl. eigi lialda því fram, að Knud Zimsen hafi aukið þennan kostnað að óþörfu, heldur að verkefnin hafi vaxið, jafnframt því sem bærinn hefir stækkað og starf- semin orðið umfangsmeiri. Dylgjur Mbl. geta því ekki skoðast öðruvísi en sem lúaleg og ómakleg árás á ílokksbróður þess, tollstjórann í Rvík, íyrir, að hann liafi aukið skrifstofu- kostnað sinn að óþörfu. En á em- bættislaununum sjálfum hefir ríkið grætt 60—70 þúsundir eins og bent er á hér að framan og ómögulegt að að lirekja. Mbl. og afurðasalan. það er eins og Mbl. sé það alveg séi'stök ánægja að mála viðskipta- ástand þjóðarinnar sem allra svört- ustum litum og auka á þær áliyggj- ur, sem almenningur hefir út af kreppunni. þegar tveir útgerðarmenn í Huil neituðu að selja ísfisk sagði Mbl., að sala á íslcnzkum ísfiski væri bönnuð í Englandi! Um daginn kom tilkynning frá Spáni um innflutn- ingsráðstafanir og sem meðal ann- ars snertu saltfisk án þess nokkuð væri um það upplýst, að þessar ráð- stafanir næðu til Islendinga. Jafn- skjótt er Mbl. rokið upp til handa og fóta með margliöfðaða fyrirsögn um, að Spánverjar banni innflutning á saltfiski! Nú undanfarið hefir blað- ið hamrað si og æ og síðast í dag á að nálega öll ullin frá síðasta ári SKRIFSTOPA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Sími 1121. Fundux* verður haldinn í Félagi ungra Framsóknarmanna mánud. 11. jan. kl. 8V2 í Sambandshúsinu. FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm með lækkuðu verði á Hverfisgötu 82. sé óseld og„óseljanleg“. það sanna í þessu máli er, að mestur hluti ull- arinnar frá árinu sem leið, er seldur, — að vísu fyrir lágt verð, — og ull er mjög sjaldan „óseljanleg". — þá segir blaðið, að gærur séu „verð- lausar og lítt seljanlegar". það má til sanns vegar færa, að þær sé verðlausar og þó réttara, að þær sé verðlitlar, en framleiðsla síðasta árs' muni nú öll seld. En það er ekki nema eftir annari framkomu braskarablaðanna, að þau gjöri sitt til að draga kjark úr almenningi þegar mest á reynir. Hefir þetta athæfi áður verið átalið hér í blaðinu. En vitanlega er ósanngjarnt að ætlast til þess af Mbl., að það hafi vit fyrir sjálfu sér eða öðrum. Fyrirspum. Fyrir jólin komst upp urr stórkost- legt bannlagabrot í Reyk/avík, þar sem við voru riðnir Ísleiíur Briem og Björn Björnsson bakarameistari. Síðan hefir ekkert um málið lieyrzt, og er það trúa sumra velmetinna borgara hér í bænum, að þessi mál muni sofna eins og svo mörg mál gei'ðu áður. Er þetta rökstutt með þvi að umrætt vín muni að allmiklu leyti liafa gengið til heldra fólks í bænum. Bæjarbúi. Tíminn hefir spurst fyrir um með- ferð mála þessara. Hafa verið haldin frumpróf í báðum málunum. En með því að það hefir sannast af fram- ferði þeirra manna er játað hafa á sig að hafa staðið fyrir þessum inn- flutningi ólöglegs áfengis, að erlendir menn hafi verið við þetta riðnir hefir orðið að leita eftir upplýsingum frá öðrum löndum, og er nú verið að afla gagna um þá hlið málsins. Að því búnu ganga bæði málin sinn gang áfram til dóms. Óþarft er af bæjarbúa að óttast það, að slíkt mál gangi ekki fram nú, þó að „heldi'i menn“ kunni að vera brotlegir. I því liggur m. a. umbót réttarfarsins að ætt og uphefð séu ekki látin hafa áhrif á meðferð mála fyrir dómstól- unum. Ritstj. -----0----- TJmræðuefni: Launalækknnarmálið. Til kaupenda Lögréttu. Lögrétta kemur út sem tíma- rit frá byrjun þessa árs, verður stærsta tímarit landsins og reynt að vanda til þess sem bezt má verða. Fyrsta hefti kemur út um næstu mánaðamót. Verð sama og áður. Þorsteinn Gíslason. Svax. 29. des. 1931. Hr. ritstjóri. Hérmeð leyfi ég mér að biðja yður að birta í næsta tbl. Tímans eftirfar- andi svar til húsameistara ríkisins. í 76. tbl. Tímans dags. 22. des. þ. á. kemur emi grein frá húsameistara um vélasalimi í símstöðinni. þó. að húsameistari vitni i fyrri svargrein mína í Tímanum 12. des., þá virðist hann vart hafa iesið hana með at- bygli. Húsameistari hrósar sér enn af þeirri- „sparnaðar“-ráðstöfun sinni, að hafa orðið valdur að lækkun véla- salsins á móti vilja fimians, sem út- vegar og setur upp vélarnar. Húsa- meistarinn, sem ekkei-t þekkir tii sjálfvirkra símatækja, þykist eftir að hafa séð þau sem snöggvast á ferða- lagi, vera færari að dæma um hvaða rúm þeim sé hentast heldur en eina firmað i heiminum, sem framleiðir þessa tegund slikra tækja og sem hefir sett upp ógrynni af sjálívirkum símastöðvum áður. Ég hefi í fyrri grein minni sýnt fram á, að vel hefði mátt hafa vélasalinn 30 cm. hærri, án þess að hækka sjálft húsið, sem sé með því að taka þessa 30 cm. af hinum 4 hæðunum. Tii frekari skýringar vil ég geta þess, að ég hefi það eftir byggingar- fróðum mönnum, að 30 cm. hækkun eða lækkun á vélasalnum hefði kost- að eða sparað innan við 1000 kr. (9 tenm. steypa á 60 kr., 18 fermetrar púsning á 5 kr. hvoru megin, máln- ing o. fl. 100—200 kr.). Hinsvegar verður að borga firmanu 3—5000 kr. vegna lækkunar salsins fyrir fyrstu 4000 númerin af 9000, sem ætlað er að verði í salnum. Samt l Reykjsvík 8ími 24« Niöursuðuyörtrr rorar: Kjöt.......i 1 kg. og 1/2 kg. dósum Knfa ..... l — - i/i _ _ Bayjarabjúga 1 - - i/a — FlakaboUar -1 - - ik — - Lax.......- 1 — - i/a - hljóta alinenulngalof Bf þér kaflb akkl reynt vörur þessar, þá gjöriö þaö nú. Notíft innlendar vörur freimur en erlendar, ineð þvl Btuðlið þér að þvi, að íglendingar verði gjálfum aér nóglr. Pantanír afgreiddar fljótt og vel hvert á land sem er. sem áður segir liúsameistari í lok íyrstu greinar sinnar (73. tbl. Tim- ans), að það sem þuríi að greiða íiimanu sé hverfandi á við það, sem kostaði að* hækka vélasalinn svo loft- liæðin yrði 3,80 m. i stað 3,51 m. Mun mönnum erfitt að skilja þennan út- reikning liúsameistara. I athugasemd nr. 2 i siðustu grein liúsameistara segir: „Hr. G. B. segir, að salurinn á neðstu hæð undir véla- sahium iiefði mátt vera 20 cm. lægri en hann er. þetta er leiðinlegt fyrir hr. G. B., því hann gaf sjálfur upp málið á þessari hæð til okkar land- símastjóra". En í skýrslu miimi til landssima- stjóra dags. 7. febr. 1931, er ítarlega greint frá, að ég liafi í samræmi við tilboð firmans gefið upp hæðina 3,3 m. og því máli hefði aldrei verið breytt frá þvi tilboðslýsingin kom. Fyrv. landsímastjóri skrifar umþessa skýrslu mína í bréfi til ríkisstjómar- huiár dags. 14. frh. og segir, að skýrslan só í alla staði rétt að svo miklu leyti sem honum sé kunnugt um. Er þá sýnt, að þessi athuga- semd húsameistai'a er röng. Auk þessa er skemmtilegt að at- huga það, að húsameistari, sem telur sig vita hetur en vélasmiðina og þyk- ist ekki þurfa að taka til greina álit þeirra um hæð vélasalarins, virðist reikningsári. Enda töldum við ekki fjárhag Einkasölunnar standa á svo traustum grundvelli, að hættulaust væri að stofna til þess ofsa og ókyrð- ar, sem opinberar umræður um fjár- hagsyfirlitið á fundum eða í blöðum gætu haft í för með sér. það fór nú svo samt, að einmitt þetta bráða- birgðayfirlit varð aðalumræðuefnið á hinum róstusama fulltrúafundi. þó kom það ekki inn á fundinn frá þeini aðilum, sem það var aðallega ætlað, eins og áður segir, heldur öðrum, sem höfðu fengið það lánað í trún- aði að því er framkvæmdarstjóri hef- ir skýrt frá. Nú skal ég snúa mér að því að gera nánari grein fyrir því áliti mínu og framkvæmdastjóra, að engin ástæða væri enn til að telja það sjálf- gefið, eða sérlega líklegt að Einka- salan ætti ekki fyrir skuldum. Bráðabirgðayfirlitið er gert 12. nóv- ember, og efnahagurinn miðaður við þann dag. Síðan hafa ýmsir liðir þess breytzt nokkuð vegna tilfærslu á eignum og skuldum, en heildarút- koman ekki raskast verulega al þeim sökum. í efnahagsyfirliti þessu eru skuld- ir Einkasölunnar taldar samtals kr. 2.150.788,00, og eru þar tilfærðar all- ar þær skuldir, sem rekstur Einka- sölunnar hefði orðið að standa skil á, ef tekjur hennar hefðu hrokkið til. En sumt af því sem þar er talið til skuldar, eru ekki raunverulegar skuldir, heldur upphæðir sem Einka- salan þurfti ekkl að greiða nema því aðeins að efnahagur liennar leyfði. þar til má fyrst og fremst nefna sjóði Einkasölunnar sjálfrar, kr. 196.000,00. það er sjálfgefið, að þessir sjóðir ganga upp í tap Einkasölunn- ar, ef um tap er að ræða. Önnur upp- hæðin er „Eftirstöðvar af síldarreikn- ingi 1930, kr. 52.695,00“. þetta er að vísu skuld Einkasölunnar frá í fyrra. En ef um greiðsluþrot hefði orðið að ræða í ár, felst þar í að síldar- eigendum hefði að þessu sinni verið borgað of mikið upp í síld þeirra, því að þeir eiga aðeins að fá fyrir síldina það sem eftir verður, þegar allui' kostnaður Einkasölunnar er greiddur. Síldareigendum hefði því í raun og veru borið að greiða til baka það, sem þeim hefir verið ofborgað i ár. Nú er að vísu ekki hægt að gera í'áð fyrir að sú endurgreiðsla hefði fengizt, nema einmitt að svo miklu leyti sem síldareigendur frá í ár áttu eftir að fá greitt frá í fyrra. þessa skuld Einkasölunnar frá 1930 mátti því greiða með skuldajöfnuði, að langmestu leyti að minnsta kosti, þar sem síldareigendur í ár og í fyrra eru mestmegnis sömu mennirnir. — Eitthvað örlítið af þessari skuld frá í fyrra, til manna, sem ekki hafa lagt inn síld í ár, hefði þó orðið að greiðast. En þar er varla um teljandi uppliæðir að ræða. þá er liðurinn „Eftirstöðvar af verkunarlaunum, kr. 225.000,00“. þessa uppliæð hefir Einkasalan alclrei við- urkennt sem skuid sína, nema því aðeins að efni hennar lirökkvi tii. Söltunin var að þessu sinni frjáls, Einkasalan tekur við síldinni saltaðri en ekki ferskri, og síldareigendur sjálfir hafa látið salta á sinn kostn- að og á sína ábyrgð gagnvart Einka- sölunni. það sem Einlcasalan hefir greitt upp í síld og upp í söltunar- laun, ber því að skoða sem eitt og hið sama, hvorttveggja greiðslur tii síldareigenda upp í andvirði þeirra’’ saltaðrar síldar, sem síldareigendurn- ir afhenda Einkasölunni, og hefir til jafnaðar verið greitt þannig upp í síldina ca. kr. 5,40 (2 kr. beint til síldareigenda og ca. kr. 3,40 fyrir þeirra hönd til saltendanna. Einka- salan sér sér ekki skylt að greiða það, sem eftir stendur ógreitt af sölt- unai’laununum til saltendanna.því að það væri sama sem að greiða enn upp í síld í viðbót við það, sem þeg- ar er ofborgað til síldareigendanna. Sjálfstæða skuldbindingu gagnvart saltendum, um greiðsiu söltunar- launanna til þeirra, hefir Einkasalan aldrei undirgengizt. Að vísu hefir út- flutningsnefndarfundur i sumar ákveðið að framkvæmdastjóm skyldi greiða söltunarlaun beint til saltenda, ef ekki væru skilríki fyrir því, að eigendur síldarinnar hefðu greitt söltunarlaunin sjálfir. En þetta skoð- um við samþykkt aðeins sem fyrir- komulagsatriði innan Einkasölunnar um það hvernig framkvæmdastjórn mætti haga útborgunum sínum út á síld þá, sem hún tekur við. En við teljum ekki að í þessu felist nein skuldbinding Einkasölunnar gagnvart saltendum sjálfum. Enda hefir þessi fundarályktun um tilhögun á útborg- unum Einkasölunnar út á síld, aldrei verið tilkynnt saltendum. En þá fyrst, ef Einkasalan hefði tilkynnt þeim, að hún mundi greiða þeim sölt- unarlaunin, mætti telja að hún hefði tekizt á hendur sjálfstæða skuldbind- ingu gagnvart þeim, eða ábyrgð á að síldareigendur greiddu þeim söltunar- launin. — þó skal ekkert fullyrt um það hér livort þessi skilningur á laga- legri afstöðu saltenda til Einkasöl- unnar er réttur. Ágreiningur um það hefði ef til vill komið til úrskurðar dómstólanna, ef mjög illa hefði farið um sölu síldar þeirrar, sem eftir er óseld. En hitt er eins líklegt og hefir fram að þessu verið líklegra, sam- kvæmt söluáætlun framkvæmda- stjórans, að enginn slíkui’ ágreining- ur hefði risið, af þeirri einföldu ástæðu að Einkasalan heíði hafi nægu fé úr að spila t.il að greiða þessar eftirstöðvar söltunarlauna, sem hún hefði að sjálfsögðu gert ef efna- hagur hennar hefði leyft — þó aðoin-i íyrr óskemmda síld. En auk þessa má hér benda á annað atriði. Jafnvel þótt Einkasal- an hefði tekizt á hendur ábyi'gð á greiðslu söltunarlaunanna, má gera ráð fyrir að mikill hluti þeirra sölt- unai'launa, sem nú teljast vera ógreidd, hefði að líkindum fallið nið- ur allt að einu. Svo að segja hjá öll- um saltendum er síld sú, sem hér liggur enn, að talsverðu leyti gölluð vegna þess að saltendum hefir ekki tekizt að verja hana skemmdum í sumar. En á þeim skemmdum verða saltendur að bera ábyrgð gagnvart Einkasölunni, ef þeir á annað borð eru skoðaðir sjálfstæðir aðilar og kröfuhafar gagnvart henni. Talsvei't af þeirri síld, sem út hefir verið send, hefir einnig verið gölluð af sömu ástæðum. það er því augljóst, að Einkasalan þyrfti ekki að greiða salt- endum eftirstöðvar söltunarlaunanna, að minnsta kosti e,kki fyrir þá síld, sem hér liggur enn og Einkasalan hefir ekki tekið á móti, iyrri en þá ei saltendur afhentu síldina án nokk- urra galla vegna meðferðar á henni í þeirra vörzlum. Ella má gera skaða- bótakröfu gildandi gegn þeim, til mótreiknings á móti hinum ógreiddu söltunarlaunum. Hér eru nú taldar tvær ástæður, sem hvor um sig, og þá því fremur báðar til samans — eða önnur sem aðalástæða og hin til vara — mundu teljast nægar til þess að losa Einka- söluna við alla eða að minnsta kosti mestalla skyldu til að greiða eftir- stöðvar söltunarlaunanna. Ég býst nú reyndar við, að einhverjir kynnu að líta svo á, að þótt þetta só rétt álykt- að frá lagalegu sjónaimiði, þá væri það ósanngjarnt gagnvart saltendum að nota sér slíkt. En þar til er að svara fyrst og fremst því, að ef salt- endur fá söltunarlaun sín greidd að fullu, þegar síldareigendur, sjómenn og útgerðarmenn, fá aðeins 2 kr. fyr- ir tunnu ferksíldar, þá er þar órétt- læti framið, en ekki réttlæti. þegar stórkostlegt tap verður á einhverri atvinnugrein, er betra og sanngjarn- ara að tapið dreifist nokkumveginn hlutfallslega milli allra, sem þar eiga hlut að máli, en að sumir fái sinn kostnað að fullu og álitlegan gróða í viðbót, en allt tapið lendi á einum aðilja. Hitt væri auðvitað bezt og æskilegast, að allir fengju fulla greiðslu fyrir sína þátttöku í frarn- leiðslunni. En þegar atvinnugreinin er langt frá því að borga tilkostnað, getur ekki verið um slíkt að ræða, eins og öllum er ljóst. (Nl.). Böðvar Bjarkan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.