Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 10
10 TÍMIM, íimmtudaglnn 1. des. 1938 FnllveldisdagsblalS HELGI SÆMUNDSSON: Hvad skortir íslenzku þjódína mest? I. í þjóðmálum okkar íslend- inga hafa orðið merkileg straumrof hin síðari ár. Þjóðin hefir tekið miklum breytingum. Menningin hefir aukizt með risaskrefum. Verklegar fram- kvæmdir einnig. Margir sigrar hafa verið unnir, sem vitna um nýjan þrótt og aukinn þroska. En samt er framsókn hinnar íslenzku þjóðar aðeins í byrjun. Verkefnin bíða mörg og merk. Starf umbótamannanna er víð- tækt og margþætt, göfgandi og þroskandi. Leiðin að marki hins fullkomna sigurs er að vísu erf- ið á stundum og brautin á brattann torsótt, en sú sókn ber vott um manngildi og mann- dáð. Hugsjónin að stefna fram til sigurs, er dýrmæt eign sér- hverjum góðum íslendingi, og hún er sú vöggugjöf, sem ein- staklingana má sízt skorta. Þráin að vinna sigur í þraut- um lífsins er manndómsþrá, og sú þrá má aldrei deyja með- al þeirrar þjóðar, sem vill sækja fram á brautum manndóms og framsóknar og klífa hin bröttu þroskafjöll. Æðsta þrá sérhverrar kyn- slóðar á að vera sú að standa forfeðrum sínum framar, gera nútíð og framtíð fortíðinni full- komnari. íslenzku þj óðina skortir margt. Hennar bíða margar ó- unnar dáðir. Hugsjónir hennar krefjast sameinaðra afreka huga og handa. En það er ekki nóg að eiga margar og fagrar hugsjónir og sókndjarfar þrár til að fylgja þeim fram til sig- urs, þó það sé óneitanlega mik- ils virði. Hitt er nauðsynlegast að þjóðinni sé það ljóst, að henni ber fyrst og fremst skylda til að ráðast eigi í meiri fram- kvæmdir, en hún treystist til að sigra fyrir og lifa sam- kvæmt. Það er tilgangslaust að berjast fyrir hugsjónum, þó þær séu fagrar, ef baráttan er fyrirfram vonlaus. Það er gott að vera bjartsýnn, en það er slæmt að vera of bjartsýnn. Það er hægt að byggja fagra höll á sandi, en það er samt betra að eiga minni höll og ófullkomnari byggða á bjargi. Öll starfsemi verður að vera háð með skynsemi og framsýni, svo hún komi að tilætluðum notum. Pramtíðaráætlanir ís- lenzku þjóðarinnar verða að vera vel skipulagðar. íslending- ar verða umfram allt að læra þá miklu list að byrja jafnan á hinni réttu byrjun, því þá fyrst nær starfið og baráttan fullum árangri. íslenzka þjóðin verður að leitast við að skilja, hvað hana skortir, og hvers hún þarfnast. Hún verður að reyna að þekkja sjálfa sig, leggja á- herzlu á að vera hugsjónum sínum og skoðunum samkvæm. Og það er ekki nóg að við kom- um auga á, hvað okkur skortir, og hvað við þurfum að gera. Við verðum jafnframt að byrja á þeim verkum, sem við sjáum og finnum, að okkur ber að fram- kvæma, — sanna manndóms- þrár okkar í verki. íslendingar verða að halda framsókn sinni áfram og fórna sér óskiftum fyrir baráttu hins góða málstaðar. Við megum vissulega ekki nema staðar við þá áfanga, sem þegar hafa náðst, heldur sækja stöðugt fram til sigurs og stefna be.int fram — í manndómsátt. Landið okkar býr yfir miklum auði og orku. Landnám okkar íslendinga er aðeins í byrjun. Verkefni skortir okkur sízt, og vonandi skortir okkur ekki heldur hug né dug, til að leysa þau af hendi með góðum orðstír. En okkur skortir skipulagn- ingu til að vinna framtíðar- verkin. Engir kraftar huga né handa mega tapast. Við erum að vísu fámenn og fátæk þjóð, en samt er engin ástæða til að örvænta. Okkur ber að vera bjartsýn, en við eigum að vera skynsamlega bjartsýn. Við eig- um að vera sókndjörf, en við eigum jafnframt að vera vitur- lega sókndjörf og hrasa í engu um ráð fram. Við eigum að vera umbóta- þjóð, sem skilur sitt hlutverk, og breytir eftir þeim skilningi. Það er rétt, að okkur skortir margt, en við munum vissulega koma auga á hvað okkur skort- ir, og hvernig verður bezt úr því bætt. II. íslenzku þjóðina skortir fórn- fýsi, — fórnfýsi við hugsjónir sínar og þrár. Stefna okkar á að vera sú að hyggja djarft í sókn og vörn og víkja aldrei af þeim vegi, sem rödd samvizku okkar býður okkur að halda. Við eig- um að taka virkan þátt í bar- áttu hins góða málstaðar. Okk- ar æðsta skylda á að vera sú að vera kröfuhörð við okkur sjálf, stefna alltaf að framtíðar- marki, — glæða okkar hug- sjónaeld, — hlúa að okkar hjartablómum. Fórnfýsi má þjóðfélag okkar sízt skorta. Ef hún reynist of veikur þáttur í þjóðlífi okkar, þá stöndum við vissulega alvarlega höllum fæti í lífi okkar og starfi. Engin barátta á sigurvon, nema hún sé háð af fóxnfúsu fólki. Engin hugsjón á líkur til að lifa, ef hún á ekki fórnfúsa fylgjendur. — Ekkert starf verður framtíð- arstarf, nema fórnfýsi og manndáð sé þar að verki. Fórn- fýsin er voldugur aflgjafi, sem hvetur til dýrra dáða, — sigr- andi máttur í hverri sókn. Við íslendingar höfum oft fengið að gjalda þess, að okkur skorti hinn fórnandi mátt. Við værum efalaust komnir lengra áleiðis á brautum þroska og framkvæmda, ef við hefðum átt nógu sterka skapgerð til að gleyma hinum smávægilegu deiluefnum og ágreiningsmál- um og látið þau ekki verða þess valdandi, að mörg og merk af- reksverk eru óunnin enn, sem annars hefði verið hægt að leysa í skjótleik. Þetta er eitt af hinum mörgu vítum fortíð- arinnar, og til þess eru vítin að varast þau. Við verðum að vera það þroskuð og frjálslynd að játa hreinskilnislega það sem aflaga hefir farið og gera okkur fullt far um að bæta úr því. Við megum umfram allt ekki vera svo væg í kröfunum við okkur sjálf, að við störfum nokkurn tíma móti betri vitund. Kyrrstaðan er óneitanlega þægilegri en framsóknin, en hvort er okkur gagnlegra að sækja á brattann, eða stefna niður á við? Hvort er til meiri uppbyggingar fyrir okkur sjálf, þjóð vora og ættland, líf okkar og framtíð? Við vorum hingað send í starf' og baráttu, en ekki nautnir og leiki. Þess ber okkur að vera vitandi. Við megum ekki horfa á það aðgerðarlaus, að þjóðarfley okkar íslendinga hallist á ó- gæfuhlið. Við verður að taka virkan þátt í þeirri starfsemi að koma þvi aftur á réttan kjöl og stýra því framhjá feigðarboð- um. En slíkt krefst fórnfýsi, en samt hlýtur hún að snerta hvern einstakling að miklu leyti. Og við megum vissulega vera forsjón- inni þakklát fyrir að fá tækifæri til að helga okkur góðum mál- stað og göfugri hugsjón. Við verðum að skapa þann hugsunarhátt meðal þjóðarinn- ar, að sá maður, sem sýnir sterka fórnfýsi í lífsstarfi sínu, hann sé mikilmenni, en aftur á móti sé hinn, sem alltaf dregur sig í hlé, þegar mest á liggur, kyrrstætt smámenni. Þjóðin verður að meta mátt fórnfýsinnar að verð- leikum, — jafnt í orðum sem verkum. Brautryðjendur og baráttu- menn sjálfstæðishreyfingarinn- ar á íslandi voru fórnfúsir menn og hugsjónadjarfir. Þeir voru ekki að berjast fyrir sig og sína hagsmuni, heldur framtíðina og komandi kynslóðir. Okkar heit- asta þrá á að vera sú, að líkjast þeim og fet í þeirra fótspor. Þá erum við líka vissulega á réttri leið í lífinu. Fjall örðugleikanna, sem biða okkar, rís framundan, hátt og hrikalegt, en þó kleift. Hæsti tindur þess er þakinn óskastein. um, sem hlotnast þeim, er klífa fjallið, og hinum megin liggur hið fagra land hins fullkomna sigurs. Kveðjum jafnsléttuna og stefnum á brattann í öflugri sókn, unz þrautin er leyst og markinu náð. Leitum, og vér munum finna. Höggvum á þá hlekki, sem banna okkur brott- för og fjötra okkar framsóknar- þrár. Fjallið, sem framundan rís, er hin erfiðu viðfangsefni. Landið fagra, sem liggur hinum megin fjallsins, er áfangi sigurs- ins, og óskasteinar tindsins, gleðin yfir unnum dáðum. III. íslenzku þjóðina skortir djúp_ ræna, framsýna sókndirfð. Við megum ekki gefast upp þó förin til framtíðarlandsins sé örðug, en láta hin bröttu spor eggja hugann og hvetja okkur að halda áfram á þeirri braut, sem við vitum að liggur að hinu rétta marki. Við eigum að vera nógu djörf til að mæta þrautum og mótlæti með karlmennsku. Við finnum aldrei gleði né gæfu í kyrrstöðu aðgerðarleysis og lífsværðar. Hin rétta og sanna hamingja, sem við þráum öll og leitum að, er fólgin í baráttu og starfi. í leitinni að hamingjunni hafa margir leitað langt yfir skammt. Hamingjuna getum við alltaf og alls staðar fyrirfundið með því að helga okkur góðum mál- efnum, göfugum hugsjónum og tileinka þeim líkama okkar og sál, — með því að hefja alltaf baráttu við nýja þraut, þegar ein er sigruð. Vinnan er veitul á ýms gæði, þeim sem til hennar færa fórn- ir starfs og áhuga. Hún er gjaf- mild hinum sókndjörfu börnum framsóknarandans og baráttu- hyggjunnar. íslenzka þjóðin er í sókn, en sú sókn verður að halda áfram og verða víðtækari og margþætt- ari í komandi framtíð. Við eig- um að lifa í þeirri trú, að leitin á brattann sé manndómsleit og framtíðin muni flytja okkur nær marki þroska og manndáðar en fortíðin gerði. Við eigum að mæta þrautum og mótlæti í þeirri sterku von, að við hljótum að sigra. En ef við biðum ósigur þá ber okkur að skilja það þann- ig, að ósigurinn hafi orsakazt af mistökum okkar sjálfra og því beri okkur að vanda betur næst, taka meiri virkan þátt í barátt- unni, fórna okkur óskiptari fyr- ir málefnið, helga okkur hug- sjóninni betur. Og þá mun næsta tilraun vissulega verða árangursmeiri. Við eigum að lifa og starfa í þeirri vissu, að við þurfum al- drei að gefast upp, af því að okkur skorti karlmennsku, held- ur sé skapgerð okkar eigi nógu sterk, framsóknarhugur okkar ekki nógu sigurviss, sókndirfð okkar ekki nógu djúpræn. Við könnumst öll við kotungssynina í æfintýrunum gömlu, sem fóru úr foreldrahúsum út í víða ver- öld, með nesti og nýja skó, fá- tækir af gulli, en ríkir af sókn- dirfð. Þeir mættu mörgum þrautum og oft var mótbyrinn svalur. En þeir voru sterkri skap- gerð gæddir og gáfust aldrei upp í baráttunni, unz hæsta tindi var náð, fullkominn sigur unn- inn. Helgi Sæmundsson. V erðbréf abankinn Anstnrstr. 3. Opið kl. 11—12 og 1—3. Simi 3652 Selur veðdeildarbréf, kreppulánasjóðsbréf. — Kaupir hlutabréf í Eimskipafélagi íslands og vel trygg 2. veðréttar veðskuldabréf. — Annast allskonar verðbréfaviðskipti. — Framleiðnm: Fiskilínur (hamp) 1 til 8 lbs óbikaðar og bikaðar. Sísal fiskilínur, Öngultauma, allar stærðir. Seljnm ennfremnr: Öngla, allar venjulegar stærðir. Lóðarbelgi, Bambusstengur og annað fleira til útgerðar. Það er yðar eigin hagur og þjóðar- innar í heild, að neyta iem mest af Mjólk og M j ólkurafurðum Elim af kunnustn sérfræðingum Norðurlanda á sviði heilbrigðismála segir: „Mjólk er hoIlusÉ ef hún er drukkin ný og ó- menguð. En þær afurðir, sem búnar eru iil úr mjólk, er einnig fyrsia flokks fæða. Osfur er búinn Éil úr hinu brennisfeinssýruauð- uga eggjahvífuefni mjólkurinnar. En eggjahvífu- efni mjólkur er mjög auðugf af jieim frumefn- um, sem jurfafæða okkar og einkum brauðmefi, er fáfækf af. Það er þvi mjög nauðsynlegf, að fólki sé bæff npp þeiia misvægi. Feiii mjólkurinnar, bæði sem smjör og rjómi, er au&meltasta otj lostœtasta feiti. sem kosiur er á, og inniheldur A og D viiamin, sem öllum eru bráðnauðsynleg, og þó einkum börnnm.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.