Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 120

Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 120
RITDÓMAR ERLENDUR jónsson FRUMHU GTÖK RÖKFRÆÐINNAR VÍSINDAHEIMSPEKI Háskóli íslands, Reykjavík 1984-5. Fáein orð um vísindaheimspeki og frumhugtök rökfræðinnar Nú um nokkurt skeið hafa fengist í Bóksölu stúdenta tvær bækur eftir Erlend Jónsson Ph.D. Önnur þeirra er Frumhugtök rökfræðinnar, sem kom út árið 1984. Hin heitir Vísindaheimspekiog kom út árið 1985. Báðar þessar bækur eru kennslubækur og einkum ætlaðar til kennslu á háskóla- stigi. Því miður skortir nokkuð á að frágangur þeirra sé sem skyldi. En efnistök beggja em til fyrirmyndar, svo með smálagfæringum og betri frá- gangi má gera úr þeim eiguleg rit og ágætar kennslubækur. Eins og nafn hennar bendir til er Frumhugtök rökfræðinnar eins konar inngangur að rökfræði. Hún fjallar einkum um hvemig skal þýða setningar af venjulegu máli yfir á mál rökfræðinnar og um ýmis framspekileg og málspekileg hugtök, sem rökfræðingum er nauðsynlegt að hafa á reiðum höndum: Hér má nefna sem dæmi greinarmun skilnings og þýðingar, mun notkunar og umtals, rökform, samsemd, einstæður og fjölstæður, túlkun, sannleik og skilgreiningar. Umfjöllun um þessi hugtök er skilmerkileg og ítarlegri en gerist í kennslubókum. Hún er líka, ásamt umfjöllun um þýð- ingar af hversdagsmáli yfir á rökffæðimál, meginefni bókarinnar. Minna er um eiginlega rökfræði, það er rökfræðilegar aðferðir til þess að finna gildi setninga, tæknibrellur og afleiðsluaðferðir. Þó er fjallað um sanntöflur og aðferðir til þess að finna rökfræðilegt gildi setningarökfræði. Um þessar mundir vinnur Erlendur að framhaldi á Frumhugtökum rökfræðinnar. Sú bók mun heita Aðferðir rökfræðinnar. í henni verður farið í eiginlega rökfræði.afleiðslureglur, sannanir og því um líkt. Óhætt er að fullyrða að Frumhugtök rökfræðinnar bæti úr brýnni þörf fyrir kennsluefni í rökfræði á íslensku. Verði Aðferðir rökfræðinnar jafn greinargóð og skilmerkileg og Frumhugtökin, þá verður komið efni, sem nægir til þess að veita heimspekingum þá lágmarks rökfræðiþekkingu sem þarf til þess að þeir geti stundað fræði sín af einhverju viti. En mikilvægi staðgóðrar rökfræðiþekkingar verður seint með orðum ýkt: Rökfræðin setur hugsuninni lög og hugsun sem brýtur þessi lög er að engu hafandi og má þá einu gilda hve trygg hún tjáist; Rökfræðin gagnast ekki aðeins þeim sem fjalla um heimspeki, heldur öllum þeim sem þurfa að setja fram skyn- samleg rök, hvort heldur er um fræðileg efni eða hvað annað; hún kennir mönnum ekki einasta að álykta rétt af gefnum forsendum, heldurþjálfarþá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.