Saga


Saga - 1960, Síða 138

Saga - 1960, Síða 138
130 RITFEEGNIR hafi oft verið reistar fallvaltar kenningar. Enginn gæti unnið verk Dahls í Norsk historieforskning án þess að megna að skilja skarpt milli staðreynda og sögumannsins og hafa þó trú á hvorutveggja. f þessu ljósi verður rit hans Om orsaksproblemer nokkur leið- beiningabók í því að ráða heimildir og e. k. lífsgátur, þótt undir- búningslausum lesendum þyki hún torf. Menn eru að vísu þreyttir á tilraunum næstliðins aldarfjórðungs í söguheimspeki, þreyttir jafnt á einstaklingshyggju af tegund existentialista sem á trú- spekilegri heildarsýn Toynbees og þó eigi svo, að þeir vilji varpa öllum söguskýringum í eld. í þeirri von ræðst Dahl að verki og tekur nákvæmni merkingar- fræðinga sér til hjálpar. Hann fjallar í fyrstu köflum doktorsrits síns um sérhvert orðalag, sem notað er í norsku um orsakasam- hengi. Einnig eru athuguð einkenni og rökfræðilegt form rann- sóknar, ef henni er ætlað að ná sögulegu gildi. Dæmi eru valin frá nýlegum sögurannsóknum. Lesturinn eykur þungar áhyggjur samvizkunnar hjá ritskýrendum. Meðal athyglisverðustu niðurstaðna er dómur Dahls um það, hvenær og að hverju leyti saga getur skýrt rétt frá hlutum þeim og atburðum, sem reynast vera einsdæmi, skortir hliðstæð dæmi til nákvæmrar viðmiðunar. Þetta varðar ekki aðeins trúverðugleik „kraftaverks", sem vitni staðfesta, heldur t. d. margt í andlegum viðbrögðum einstaklinga. Svör Dahls eru almenn og jákvæð í sér. Samfara kröfu um gætni í ályktunum og hófsemi í beitingu heildarskýringa er það samkvæmt niðurstöðum Dahls engin blekk- ing, að möguleg sé rökræn meðferð sögulegra vandamála. Bókin verkar því jafnt sem ádeila á óvandaða sögustarfsemi og vörn fyrir tilveru sögunnar sem vísindagreinar. Hún er samboðin ára- tugnum, sem afneitar menntaþreytu „millistríðskynslóðar" og gegn- lýsir hverja fræðigrein af nýju. En hvenær komast höfundar og lesendur íslenzkra söguvísinda á það stig, að gera megi til þeirra jafnharðar kröfur og allstór hópur norskra sagnfræðinga temur sér um 1960? B. S. Knut Helle: Omlcring Böglungasögur. Bergen 1958. Rit þetta er eftir ungan aukakennara við Björgynjarháskóla og er eitt af fylgiritum árbókar háskólans. Sögur Böglunga, þ. e- biskupsmanna, eru meginheimild um Noregssögu 1202—17, og virð- ist elzta Böglungasagan samin af íslendingi, sem þó verður eigi nafngreindur. En B-gerð, sem er yngri saga og leidd af hinni, er rituð af öðrum manni, óþekktum og úr flokki Birkibeina, líklega Niðarósklerki, sem fylgt hefur Inga konungi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.