Saga - 1967, Blaðsíða 85
RITFREGNIR
377
tungan lítil hindrun þess, að íslendingum bærust munnlega eða
a annan hátt þær sögur, sem gengu erlendis meðal sagnamanna eða
skálda. Af því tagi var sagan um Vínberjaey úr Navigatio Brend-
ani (Sjóferð Brendans). I formála skýrir Mowat frá því, að hann
se áhugamaður um mannfræði og hafi skrifað bækur um mennina,
sem raunverulega eigi heimskautslöndin, þ. e. Eskimóana. Mér kæmi
ekki óvart, þótt kafli hans um veðurfarið, athugunin um Beothuk-
tndíána og kaflinn um Dorset-Eskimóana væru bezti partur bókar
úans. Að minnsta kosti hefur hann ekki ginið við þeirri kenningu
Jóns Dúasonar og Tryggva J. Olesons (Early Voyages and North-
ern Approaches, 1964), að þessir Eskimóar, sem kalla sig Tunnit
°k eru óvenjuháir vexti, séu blandaðir þeim Grænlendingum, er
féllu frá réttri trú og týndu íslenzku máli sínu. Sjálfsagt hefði
úann gleypt kenninguna, hefði hann lesið bók dr. Tryggva, en sá
lestur hefði í staðinn forðað honum frá Holand og Kensington-
steininum og því að taka Eiríks sögu fram yfir Grænlendinga sögu.
Auk þeirra slysa Mowats, sem nú voru talin, mætti að lokum
telja fram mörg önnur. Hann setur páfabréf frá Hannover í sam-
and við Ansgar, postula Norðurlanda (834), löngu fyrir íslands
yggð, og veit ekki, að bréfið er falsað, eins og Arngrímur Jóns-
son lærði sýndi fyrstur manna, en bréfið telur Island og Græn-
ar>d meðal þeirra kristnuðu landa, sem þá hafi lotið erkistóli í
amborg (D. I., 1. bd. Sbr. Jakob Benediktsson: Arngrimi Jonae
°Pera latine conscripta. Bibliotheca Arnamagnæana XII, 424—25).
°wat setur Hvítramannaland á Grænland. Tilraunir hans til að
setja Vínland niður í Trinity Bay, eigi langt frá St. Johns á Ný-
andnalandi, eru sýnilega mislukkaðar. 1 góðu samræmi við þetta
61 sú trúgirni hans, að sker í Hudson Strait, þar sem fjöruborð
f1 ..°0 fet, séu sjálfsagt skerin, sem lýst er í kjöftum hafgúfunnar
1 Orvar-Odds sögu.
Stefán Einœrsson.
Nokkur upprifjunarrit frá Benedizku til lýðveldis-
stofnunar. — Ritfregn eftir B. S.
Þorsteinn Thorarensen: í fótspor feðranna. Gullalda/r-
árin 1900—1910. Bókaútg. Fjölvi. Rvk. 1966.
S]í^ga^markmið þessarar myndarlegu bókar er að láta einstaklinga
f i Slns> þá sem mest gætti í Reykjavík og á Alþingi, rísa upp
v-v, auffum vorum með kostum og göllum, en umhverfi þeirra og
°íi til almenningsmála er vart sýnt meir en til þess þarf, að
nynd sé skýr.
Höfundur veit vel, hve mjög skortir á, að þetta sé heil landssaga.
24