Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 102
Hugur 8. ár, 1995 -1996
s. 100 - 103
Lewis Carrol
Það sem skjaldbakan sagði við
Akkilles
Akkilles hafði farið fram úr skjaldbökunni og komið sér þægilega
fyrir á baki hennar.
„Svo að þú hefur lokið kapphlaupinu okkar?“ sagði skjaldbakan.
„Jafnvel þótt það sé samsett úr óendanlegri runu bila? Ég hélt að
einhver afglapi hefði sannað að það væri ekki hægt?“
„Það er hægt,“ sagði Akkilles. „Það hefur verið gert. Solvitur
ambulando. Sjáðu nú til, bilin minnkuðu stöðugt; og þess vegna
„En ef þau hefðu stöðugt lengstT‘ greip skjaldbakan fram í. „Hvað
þá?“
„Þá væri ég ekki hér,“ svaraði Akkilles hæværsklega; „og þú
hefðir, þegar hér er komið sögu, farið nokkrum sinnum kringum
heiminn.“
„Þú slærð mér gullhamra - þunga gullhamra, það er að segja,“
sagði skjaldbakan; „því að það fer ekkert á milli mála að þú ert
þungur. Jæja, vildirðu heyra um kapphlaup sem flest fólk ímyndar sér
að hægt sé að ljúka í tveimur eða þremur skrefum en það er í raun
samsett úr óendanlegri runu bila og er hvert nýtt lengra en það næsta á
undan?“
„Það vildi ég gjaman!“ sagði stíðsmaðurinn gríski um Ieið og hann
dró úr hjálmi sínum (fáir grískir stríðsmenn höfðu vasa á þessum
tíma) gríðarstóra minnisbók og blýant. „Byijaðu! Og talaðu hægt, ef
þú vildir vera svo væn! Það er ekki enn búið að ftnna upp hraðritunT
„Þessi fyrsta frumsetning Evklíðs!“ tuldraði skjaldbakan draum-
lyndislega. „Dáirðu Evklíð?“
„Ákaft! Að svo miklu leyti sem hægt er að dást að ritgerð sem
kemur ekki út fyrr en eftir nokkrar aldir!“
„Nú, við skulum skoða svolítið rökfærsluna í fyrstu frumsetning-
unni - bara tvö skref og niðurstöðuna sem dregin er af þeim. Vertu nú
svo vænn að skrifa þau í minnisbókina. Og svo við eigum hægt með
að vísa til þeirra skulum við kalla þau A, fí og Z: -