Bölv og ragn. Eg hefi heyrt því haldið fram, að blótsyrði væru fyrstu orðin, sem útlendingar lærðu í íslenzku, er þeir koma hing- að. Þetta er merkilegt, ef satt er. Það bendir á, að annað hvort séu þessi orð tíðari á tungu vorri en önnur, eða að þau séu borin skýrara fram og með meiri áherzlu en önn- ur orð, nema hvorttveggja sé. Hvað sem um það er, þá er það víst, að íslendingar blóta meira en góðu hófi gegn- ir og eru þar sízt eftirbátar annara þjóða. Á götunum hérna má heyra, að börnin eru sum vel að sér í þessari grein málsins, þótt ekki sé hún kend í skólunum. »Akkoti e bövaður gauturinn heitur«, sagði lítill hnokki, sem var Tétt að byrja að fá vald yfir spæninum. Það má nærri geta, hvernig hann hefir kveðið að, þegar hann stálpaðist. En þó að bölv og ragn sé nú svona alment, þá efast eg um, að menn geri sér að jafnaði ljóst, hvað öll þessi blóts- yrði tákna. Blótið er siður, sem hver tekur hugsunarlaust eftir öðrum. Eg þykist því ekki þurfa að biðja neinnar afsökunar á því, þó að eg taki blótsyrðin til athugunar og reyni að skýra þau hvert fyrir sig og jafnframt þann hugs- unarhátt, sem þau upphaflega eru af sprottin. Þar sem þessi orð vaða svo uppi í daglegu máli, er það í rauninni skylda vor, að stefna þeim einu sinni fyrir dyradóm skyn- seminnar. Vér segjum að bölva og ragna og blóta. í fornmál- inu kemur orðið »að banna« fyrir í sömu merkingu. Fræg eru orð Sverris konungs: »Við dauða minn látit bert and- lit mitt ok látit þá sjá bæði vini ok óvini, hvárt þá birtist þat nokkvað á líkama mínum, er óvinir mínir hafa bannat mér eðr bölvat.« í hinum Norðurlandamálunum hefir þetta