Saga - 1989, Blaðsíða 216
214
RITFREGNIR
sagnfræðingar skirrast við að taka samtímamálefni til rannsóknar. Erfið-
leikamir við samtímasögu stafa síður af því að við vitum ekki „almennilega
hvað var að gerast", heldur miklu fremur af því að við emm svo reyrð í viðjar
eigin reynslu að torvelt er að skynja atburðina úr nauðsynlegri fjarlægð,
leggja hlutlægara mat á þá en venjuleg blaðamennskusagnfræði gerir.
En þrátt fyrir þessa ágalla bókarinnar - sem ég hef eingöngu skoðað frá
sagnfræðilegu sjónarmiði - er ekki annað hægt en fagna útkomu hennar.
Höfundamir hafa skrifað fyrsta yfirlitsverkið um þennan ólgutíma á íslandi,
dregið fram í dagsljósið margvíslega vitneskju og ekki síst verið óþreytandi
við að skýra og skilgreina atburði og málefni sem tengjast þessum yfirgrips-
mikla þætti í sögu eftirstríðsáranna.
Guömundur Jónsson
Ingimar Einarsson: PATTERNS OF SOCIETAL DEVE-
LOPMENT IN ICELAND (Acta Universitatis Upsaliensis:
Studia Sociologica Upsaliensia 26). Almqvist & Wiksell
International. Uppsölum 1987. 152 bls.
Ekkert lát er á sænskættuðum doktorsritgerðum um íslenska sögu og þjóð-
félagsfræði þessi árin. Og er það vel, enda koma þaðan mörg ágæt rannsókn-
arrit um íslenskt þjóðfélag. Ritgerð Ingimars Einarssonar er félagsfræðileg
athugun, sem grípur víða inn í íslenska samtímasögu og ætti því að höfða til
áhugamanna um sagnfræði.
Höfundur telur að í flestum rannsóknum á íslenskri þjóðfélagsþróun á
þessari öld sé of mikið lagt upp úr staðreyndasöfnun án nægilegrar fræði-
legrar eða kenningarlegrar undirstöðu. Nokkur verk eru þó fyrir hendi í fé-
lagsvísindum sem hafa ákveðnar fræðikenningar að leiðarljósi, en eftir að
hafa rætt um þau (þó er verki fyrsta íslenska félagsfræðidoktorsins, Jóhann-
esar Nordals, af einhverjum sökum ekki gerð skil) kemst höfundur að þeirri
niðurstöðu að þau séu að meira eða minna leyti mótuð af þróunarhyggju
módernískra kenninga, sem byggja á þeirri forsendu að öll þjóðfélög gangi í
gegnum sams konar stigbundna þróun frá einfaldri gerð til flókinnar.
Ingimar tekur kenningu Immanuels Wallersteins um myndun og þróun
heimskerfisins eða hins alþjóðlega hagkerfis (world-system) fram yfir aðrar
kenningar og með hana að vopni hyggst hann lýsa helstu einkennum
íslenskrar þjóðfélagsþróunar, einkum þeim breytingum sem kapítalisminn
hefur haft í för með sér á tímabilinu 1930-80. Hér er færst mikið í fang og
eins og að líkum Iætur fjallar Ingimar um fjölmargar merkilegar breytingar á
íslensku þjóðfélagi, sem hér er aðeins hægt að tæpa á. Samkvæmt kenningu
Wallersteins skiptist heimurinn í þrjú svæði, kjamasvæði, jaðarsvæði og
hálf-jaðarsvæði (core, periphery, semiperiphery), og eitt helsta viðfangsefni
bókarinnar er að sýna fram á að ísland tilheyrir síðastnefnda svæðinu. Pann-