Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 5
Geimflaugin
GALÍLEÓ
GUNNLAUGUR BJÖRNSSON
Þann 7. desember 1995 lýkur rúmlega
sex ára ferðalagi geimflaugarinnar
Galíleós til reikistjörnunnar Júpíters.
Þann dag mun kanni (könnunaiflaug)
með fjölda mælitækja stingast niður í
lofthjúp reikistjörnunnar, en geimflaug-
in sjálfmun endurvarpa merkjum kann-
ans til jarðar. Þá er á enda sex ára bið
vísindamanna, sem reyndar hefur ekki
verið viðburðasnauð eins og lýst verður
hér á eftir.
Geimflauginni Galíleó var skotið
á loft með geimskutlunni
Atlantis þann 18. október 1989.
________ Tilgangur ferðarinnar er að gera
ítarlegar mælingar á Júpíter og tunglunum.
Flaugin er nefnd eftir ítalanum Galíleó
Galilei, en árið 1610 varð hann fyrstur
manna til að beina sjónauka í átt að Júpíter.
Hann uppgötvaði þá fjögur stærstu tungl
reikistjörnunnar og eru þau síðan við hann
kennd og nefnd Galíleó-tunglin, en alls eru
nú þekkt 16 tungl á braut um Júpíter. I
fyrsta hluta mælinganna nú verður sendur
kanni með sérhæfð mælitæki niður í gufu-
hvolf Júpíters en einnig mun geimflaugin
kanna segulsvið reikistjörnunnar og tungl
Gunnlaugur Bjömsson (f. 1958) lauk B.S.-prófi í
eðlisfræði frá Háskóla Islands 1982. Hann var kennari
við Fjölbraulaskólann á Akranesi 1982-1984, slund-
aði rannsóknir um fjögurra ára skeið við Nordita f
Kaupmannahöfn og lauk doktorsprófi í stjarneðlis-
fræði frá University of Ulinois 1990. Gunnlaugur
liefur starfað hjá Raunvísindastofnun Háskólans frá
1991.
hennar. Alls mun geimflaugin verða á braut
um Júpíter í urn 2 ár og mun á því tímabili
komast 11 sinnum í námunda við stærstu
tungl reikistjömunnar. Þetta er fyrsta
heimsókn geimflaugar til Júpíters frá því
Voyager-flaugarnar fóru þar hjá árið 1979,
en formlega lýkur svo leiðangrinum þann
7. desenrber 1997. Fjármagn er til að starf-
rækja Galíleó í tvö ár eftir komuna til
Júpíters, en að þeim tíma loknum er elds-
neytið einnig á þrotum auk þess sem
geislun (rafeindir, róteindir og þyngri jónir)
í nágrenni Júpíters munu skemma rafeinda-
búnað flaugarinnar.
Á teikningu af Galfleó (1. mynd) má sjá
staðsetningu mæli- og fjarskiptabúnaðar
flaugarinnar. Kanninn situr undir flauginni
en ofan á henni eru tvö loftnet, það stærra
mjög öflugt og hraðvirkt en hið minna og
seinvirkara þar undir. Minna loftnetið var
notað á fyrstu árum ferðarinnar til Júpíters
en hið stærra átti að nota er flaugin væri
komin nægilega langt frá sólinni. Það gekk
þó ekki eftir, eins og vikið verður að síðar.
■ FERÐIN
Braut geimflaugarinnar kann að virðast
nokkuð óvenjuleg (2. nrynd, Beatty 1993).
Eftir að flaugin var komin á loft var henni
beint inn á við í sólkerfinu, í áttina að
Venusi. Þyngdarsvið Venusar var svo notað
til að slöngva flauginni til baka í átt til
jarðar með umtalsverðri hraðaaukningu.
Að jörðinni kom flaugin aftur í desember
1990 og þyngdarsvið jarðar sá svo um að
Náttúrufræðingurinn 65 (1-2), bls. 3-9, 1995.
3