Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 84

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 84
HUGUR 9. ÁR, 1997 s. 82-103 Halldór Guðjónsson Gagnrýni opinberrar skynsemi* Ég mun hér á eftir stilla John Rawls og Immanuel Kant upp hlið við hlið, þó ekki til að bera þá saman eða gera með þeim heimspekinga- jöfnuð, heldur fremur til að varpa nokkru ljósi á Rawls. Rawls gefur sjálfur þrjú sérstök tilefni til þessa sem ég nefni hér en kem að síðar: a. Rawls túlkar kenningu sína inn í kenningar Kants. Kenning Rawls er á þessum nótum nánari útfærsla á bút eða sneið af siðakenn- ingu Kants. b. Rawls telur sig smída réttlætisboðskap sinn með svipuðum hætti og hann telur Kant smíða siðaboðskap sinn. Kennisetningar þeirra beggja eru þannig smíðisgripir en ekki fundnir dýrgripir. Smíða- aðferðir þeirra beggja eru ólíkar. Það sem þeim er sameiginlegt er aðeins það að líta svo á að siðaboðskapur þeirra og kennisetningar séu smíðaðar fremur en fundnar. c. Rawls telur kenningu sína geta rúmað allt sem Kant hefur að segja um þau efni sem Rawls ræðir sérstaklega. Á þessum nótum er stjómspekiboðskapur Kants bútur eða sneið af kenningu Rawls. Fjórða tilefninu til að halda Rawls og Kant á lofti saman mætti bæta við, því að Rawls telur kenningu Kants um samfélagið vera samningskenningu eða sáttmálakenningu og vísar reyndar til Kants, Rousseaus og Lockes sem helstu höfunda þeirrar hugmyndar að líta beri á grunnreglur samfélagsins sem samning sem allir meðlimir sam- félagsins hafa gert með sér. Kant nefnir slíkan framsamning í einum þremur rita sinna, Metaphysik der Sitten, Zum ewigen Frieden og Theorie und Praxis, og ræðir hann þó nokkuð ítarlega í tveimur síðamefndu verkunum. í Metaphysik der Sitten tekur hann skýrt fram að þetta sé aðeins leiðsöguhugmynd og framsetningaraðferð, þannig að litið er á grunngerð samfélagsins svo sem í þykjustu eins og hún væri samningur þótt ljóst sé að hún er það ekki í raun. * Greinin er byggð á erindi, sem flutt var á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla fslands íOdda 13. maí 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.