Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 5
HALLDÓR KRISTJÁNSSON:
HERMANN JÓNASSON
i
Hermann Jónasson var fæddur á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð í Skaga-
firði 25. desember 1896. Foreldri hans allt í næstu liði var bændafólk um
Skagafjörð og Eyjafjörð. Það er ekki fyrr en í fimmta og sjötta lið, sem rakið
verður til presta, og þá eru það sveitaprestar, sem auðvitað voru bændur
jafnframt því að gegna embætti sínu.
Langt er að rekja ættir Hermanns til kunnra þjóðskörunga, þó að stór-
rnenni fyrri alda séu forfeður bans eins og annarra Islendinga. En saman
koma ættir hans og margra ágætra og alkunnra Norðlendinga. Hermann
var sjötti rnaður frá Hallgrími á Kjarna, en hann var faðir Þorláks á Skriðu
í Hörgárdal, sem telja má fyrsta trjáræktarmann Eyfirðinga og var mikill
bóndi og ræktunarmaður á sinni tíð. Tryggvi Gunnarsson var þriðji maður
frá Hallgrími á Kjarna og Hannes Hafstein systursonur Tryggva því fjórði
maður frá Hallgrími. Þeir feðgar á Laxamýri, Sigurjón og Jóhann skáld,
voru fjórði og fimmti liður frá Hallgrími á Kjarna, og ámóta var frændsemi
Hermanns við þá Ólaf FriÖriksson ritstjóra og séra Sigurbjörn Ástvald
Gíslason. Lengra verður ekki fariÖ hér í þeim efnum.
Foreldrar Hermanns Jónassonar voru Jónas Jónsson og Pálína Björns-
dóttir. Þau giftust og hófu búskap á DýrfinnustöÖum í Blönduhlíð 1886.
Jónas var þá þrítugur, en Pálína tvítug. Dýrfinnustaðir er yztur bær í Akra-
hreppi í efri röð, stendur við fjallsrætur góðan spöl fyrir utan og ofan Syðri-
Brekkur. Þaðan fóru þau hjón eftir tvö ár að Enni í Viðvíkursveit, en 1895
fluttust þau að Syðri-Brekkum og bjuggu þar síðan. Hermann var næst-
yngstur af sex börnum þeirra.
Gísli Magnússon í Eyhildarholti, sem var nákunnugur heimilinu á
Syðri-Brekkum, lýsir því svo:
,,Foreldrar Hermanns voru hin mætustu hjón á hverja grein, en næsta