Saga - 1983, Blaðsíða 355
Aðalfundur Sögufélags 1983
Aðalfundur Sögufélags var haldinn í Lögbergi, húsi Lagadeildar Há-
skóla íslands, laugardaginn 30. apríl 1983 og hófst kl. 2 e.h. Til fundar
komu um 30 félagsmenn.
Forseti félagsins, Einar Laxness, setti fund og bauð fundarmenn vel-
komna. Hann minntist í upphafi þeirra félagsmanna, sem stjórninni var
kunnugt um, að látizt höfðu frá því síðasti aðalfundur var haldinn. Þeir
voru eftirtaldir: Bjarni Þórðarson, fyrrv. bæjarstjóri, Brynjólfur Sveins-
son, fyrrv. yfirkennari, Einar Bjarnason, prófessor, fyrrv. gjaldkeri
Sögufélags, Gestur O. Gestsson, fyrrv. skólastjóri, Guðmundur Vigfús-
son, fyrrv. borgarráðsmaður, Halldór Arinbjarnar, læknir, Hlöðver Sig-
urðsson, fyrrv. skólastjóri, Júníus Kristinsson, skjalavörður, Kormákur
Erlendsson, verkamaður, Kristján Eldjárn, fyrrv. forseti íslands, Ragnar
Ólafsson, hæstaréttarlögmaður, Rósberg G. Snædal, rithöfundur,
Sigurður Þórarinsson, prófessor og Sigurmundur Gíslason, fulltrúi. —
Fundarmenn heiðruðu minningu hinna látnu félagsmanna með því að rísa
úr sætum.
Forseti tilnefndi síðan Aðalgeir Kristjánsson fundarstjóra og Valdimar
Unnar Valdimarsson fundarritara.
Skýrsla stjórnar. Forseti Sögufélags flutti yfirlitsræðu um störf félags-
ins frá því síðasti aðalfundur var haldinn, 24. apríl 1982. Á stjórnarfundi
2. júní skipti stjórnin með sér verkum eins og fyrir er mælt í félagslögum.
Forseti var endurkjörinn Einar Laxness, gjaldkeri Heimir Þorleifsson og
ritari Helgi Þorláksson; aðrir aðalstjórnarmenn voru Ólafur Egilsson og
Sigríður Th. Erlendsdóttir; varastjórn skipuðu Anna Agnarsdóttir og Sig-
urður Ragnarsson, sem jafnan sátu stjórnarfundi, svo og ritstjóri Sögu,
Jón Guðnason. Á tímabilinu voru haldnir sjö formlegir stjórnarfundir.
Afgreiðsla félagsins hafði sem áður aðsetur í Fischersundi undir daglegri
umsjón Ragnheiðar Þorláksdóttur.
Á aðalfundi 1982 var gerð grein fyrir þeim ritum, sem stefnt var að út-
gáfu á næsta starfstímabil, en ekki reyndist að fullu unnt að standa við þá
áætlun af ýmsum ástæðum. Eftirtalin rit voru komin út fyrir aðalfund:
Saga, tímarit Sögufélags, 1982, 20. bindi í röðinni, kom út í september
s.l. í ritstjórn Jóns Guðnasonar og Sigurðar Ragnarssonar, sem stýrt hafa
saman ritinu tvö undanfarin ár. Saga var stór að vöxtum, 341 bls., fjöl-
23