Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 48
Lög um verndun fornmenja,
dags. 16. nóv. 1907.
1. kafli.
Skifting fornmenja. og skýringar orða.
1. gr.
Fornmenjar eru annaðhvort staðbundnar eða lausar eða hvort-
tveggja.
Staðbundnar fornmenjar eru í lögum þessum nefndar fernleifar,
en lausar fornmenjar forngripir.
Þær fornmenjar, sem eru hvorttveggja, staðbundnar og lausar,
teljast til fornleifa og nefnast lausar fornleifar.
2. gr.
Til fornleifa teljast:
a. Þingbúðarústir, gömul mannvirki á fornum þingstöðum, sögustöð-
um og öðrum merkisstöðum, sem nokkurs er um vert fyrir menn-
ingarsögu landsins, rústir af hofum, hörgum og hverskonar blót-
stöðum frá heiðni, af kirkjum og kirkjugörðum, kapellum og
bænahúsum, forn vígi eða rústir af þeim, forn garðlög, rústir af
fornum bæjum, seljum, búpeningshúsum, farmannabúðum, naust-
um og öðrum fornbyggingum, enn fremur fornir öskuhaugar.
b. Fornar grafir, haugar, dysjar og leiði i jörðu eða á, er menn
hafa verið grafnir, heygðir eða dysjaðir í.
c. Hellar með áletrunum eða öðrum verksummerkjum af manna
höndum.
d. Aletranir og myndir gjörðar af manna höndum á jarðfasta steina
eða berg eða annað jarðfast efni.
e. Fornar kirkjur, bæjarliús og önnur hús, sem ekki framar eru
notuð til þess, sem upphaflega var til ætlast.
f. Alt annað, er telja má til fornra mannvirkja.