Skírnir - 01.08.1908, Blaðsíða 78
Stikukerfið.
(Tugamál og tugavog).
Meðal lagafrumvarpa þeirra, er stjórnin lagði fyrir
síðasta þing, og hafa síðan orðið að lögum, var eitt »um
metramæli og vog«, og var það, eins og einn þingmaður
tók fram, einkennilegt að því, að það fór fram á að »lög-
helga urmulinn allan af utlendum orðum«. Meiri hluti
þingsins félst á tillögur stjórnarinnar, og vilcli ekki einu
sinni leyfa »gömlum og góðum táknum máls og vogar«
að standa i svigum aftan við útlendu orðin. Þó náði loks
fram að ganga tillaga um það, að veita stjórninni heimild
til að löggilda íslenzk heiti, og væntu sumir þess, að hún
mundi nota þessa heimild, ef það væri almennur vilji, en
aðrir samþyktu tillöguna í því trausti, að stjórnin notaði
ekki þessa heimild. Nú er það undir þjóðinni komið,
hvort íslenzk nöfn verða notuð í þessari grein í stað út-
lendra eða ekki, og virðist því tími til að taka mál þetta
enn til íhugunar, og leitast við að skoða það sem bezt
niður í kjölinn, þótt það væri talsvert rætt í fyrra sumar,
bæði á alþingi, og einkanlega í blöðunum (»Ingólfi« og
»Reykjavík«).
I athuga8emdunum við stjórnarfrumvarpið er sagt, að
þegar »metramálið« hafi verið lögleitt í Beigíu, hafi þar verið
leitast við að setja þjóðieg heiti á hinar nýju einingar,
en eftir fá ár hafi þeim verið alveg slept, og hin alþjóð-
legu heiti tekin upp. En þess er að gæta, að Belgía var
í sambandi við Holland, er metramálið var lögleitt þar,
en þegar löndin skildu, var eðlilegt að frakknesku heitia