Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 9
Hugur8. ár1995-1996
s. 7-34
Kristján Kristjánsson
Af tvennu illu*
- Um klípusögur, nytjastefnu og dygðafræði -
I
Er það ... sögn flestra lærðra manna að þeir fyrstu heimsspekingamir
hafi ekki verið aðrir en skáldin; hver þegar þau sáu að sú örðuga og
torlærða speki mundi ekki auðveldlega með berum orðum rúm finna
hjá fávísum almúga og hans veikum skilningi þá fundu þeir uppá það
ráð að þeir svo sem innvöfðu og sveipuðu spekinnar kenning í
upjxiiktuðum dæmisögum og lygahistorium; og þegar almúgafólkinu
þótti nú gaman að læra þessar diktanir þá numdi það undir eins ...
spekinnar og vísdómsins fræði sem hulin lágu í svoddan dæmi-
sögum.*
Þannig skýrði Þorleifur Halldórsson á öndverðri 18. öld dálæti
heimspekinga, sér í lagi siðfræðinga, á dæmisögum. Það dálæti hefur
síst dvínað. Okkur íslendingum þykir gaman að spekinnar og
vísdómsins fræðum en enn meira uppáhald höfum við þó á sögum.
Skyldu ekki fleiri en ég hafa brosað að skrýtlunni gömlu um
fflafræðinga af ólíku þjóðerni sem hver um sig átti að setja saman
ritverk um hugðarefni sitt? Rit Bandaríkjamannsins hét, ef ég man
rétt, „Að kenna fflum að hlaupa hraðar", Frakkans „Ffllinn og ástin“,
Bretans .Jlökgreining fflshugtaksins", Þjóðverjans „Stuttur inngangur
að sögu fflsins" (í 8 bindum), Svíans „Félagsleg vandamál fíla“ - en
Ég þakka Atla Harðarsyni, Ágústi Hirti Ingþórssyni, Guðmundi
Heiðari Frímannssyni, Haraldi Bessasyni, Ólafi Páli Jónssyni og
Róbert H. Haraldssyni, sem lásu drög að ritgerðinni, þarflegar
ábendingar. Styttri og eldri gerð hennar var flutt sem opinber
fyrirlestur á vegum Félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri,
snemma árs 1995, og síðla sama árs í Háskóla íslands á vegum Félags
áhugamanna um heimspeki. Ég geri mér hér mat úr ýmsum athuga-
semdum sem þar komu fram.
1 Þorleifur Halldórsson, Lof lyginnar (Reykjavík: Hið íslenzka bók-
menntafélag, 1988), bls. 46.