Tölvumál - 01.06.1980, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.06.1980, Blaðsíða 10
10 tölvumAl Páll Jensson: UM (ÖR)TÖLVUBYLTINGUNA ALMENN UMRÆÐA "Left alone, things tend to go from bad to worse state". (Þessi og eftirfarandi tilvisanir á ensku eru nokkur af "lögmálum" tölvusérfræóingsins Murphy). Nýlegir sjónvarpsþættir um örtölvubyltinguna hafa vakið talsveróa athygli, sem vonandi markar upphaf almennrar umræóu um tölvunotkun og þróun hennar. Mikilvægi þess, aó tölvunotkun komist á almennt umræóustig, sést best í ljósi þeirrar staóreyndar, aó almenningur, og sér i lagi í smáríki eins og hér, hefur til þessa haft lítil áhrif á þessa geysihröóu tækniþróun, sem margir kalla byltingu. Á vinnustöðum, í opinberri stjórnsýslu og nú orðið einnig á heimilunum höfum við leitast vió aó aólaga okkur tölvu- tækninni, og oft meó misjöfnum árangri. Þeir, sem fyrst og fremst hafa ráðió feróinni, eru seljendur tölvubúnaóar, í hraóri samkeppni hver vió annan, þar sem notendur/kaupendur hafa verió alltof óvirkir. Hér á landi hefur þó á síóustu árum orðió nokkur breyting í þá átt, aó segja megi aó "notendur kaupi" i stað þess aó "seljendur selji", til dæmis færist nú heldur i aukana aó geró séu útboó. Hjá nágrönnum okkar eru tölvumálefni oróin allverulegur lióur í stefnumótun fyrirtækja, verkalýósfélaga og stjórn- málaflokka, svo og í umfjöllun fjölmióla og í kennslu allt frá efstu bekkjum grunnskóla og upp í fulloróinsfræöslu. Þar er almenn umræóa um tölvuþróunina hafin, og þótt þeim hafi síóur en svo tekist "aö koma beisli á ótemjuna", þá eru þeir þó farnir að reyna þaó. STEFNUMÓTUN "Whenever you want to do something, you have to do something else first". 1 áóurnefndum sjónvarpsþáttum var brugóið upp framtíðar- mynd, sem sumir hrífast af en öörum þykir uggvænleg. Einkum skelfast menn þá tilhugsun aó eiga frí 5 til 6 daga vikunnar, þó það hljómi mótsagnarkennt. 1 dag kenna menn sig vió starf sitt, en eftir þáttunum að dæma mun Jón Jónsson blikksmióur eftir 20-30 ár skrifa sig t.d. fri- merkjasafnari í símaskránni. Vist er aó hió tölvuvædda þjóófélag verður gjörólíkt þvi, sem vió þekkjum eóa getum gert okkur i hugarlund. Fjölmargar spurningar vakna, sem taka veróur afstöóu til og marka stefnu um. Ég nefni hér aðeins örfáar þeirra:

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.