Skírnir - 01.01.1962, Page 70
SVEINN VÍKINGUR:
LJÓÐIN OG TUNGAN.
(Erindi flutt á aSalfundi Rimnafélagsins 1961 )1)
Ef við værum spurð þeirrar spumingar, hvað við teldum
nú vera dýrmætustu eign þjóðarinnar, þá er sennilegt, að
svörin yrðu allólík og mismunandi. Einhver kynni að segja,
að það væri tæknin og framfarimar, allt þetta, sem hefur
rétt okkur úr kútnum á fáum áratugum, gjörbreytt lifskjör-
um okkar, veitt okkur meiri og fjölbreyttari lífsþægindi og
öryggi en okkur hafði dreymt um. Sízt skal vanmeta þessi
gæði né gera lítið úr ágæti og gildi framvindu þessarar aldar
og þeim geysilegu breytingum, sem hún hefur valdið á öll-
um sviðum þjóðlífsins. Samt sem áður hygg ég, að þeir yrðu
naumast ýkjamargir, sem að vel athuguðu máli teldu þetta
vera dýrmætustu þjóðareignina. Ég vona það að minnsta kosti.
Aðrir kunna að nefna hér til landið sjálft, fósturjörðina, sem
kynslóðirnar hefur alið um aldir og er í vissum skilningi
móðir okkar allra. Og víst er það dýrmætt að eiga þetta und-
urfagra land með þess miklu víðáttum og einstæðu tign, þess
stórfelldu orkulindum, frjóu mold og fiskisælu miðum. Enn
eru þeir, sem kalla mundu fengið sjálfstæði okkar og fullveldi
dýrustu eignina, enda sýnir sagan áþreifanlega, hve mikið
það kostaði okkur að glata frelsinu og endurheimta það á ný.
Frelsi er bæði fjöregg þjóðarinnar og aflgjafi, og víst er okk-
ur vandi mikill á höndum að gæta þess og nota það réttilega.
Einhverjir munu og vonandi ekki gleyma að minna á okkar
þjóðlega menningararf, fombókmenntir okkar og dýrmæt
handrit, sem við erum nú að endurheimta úr langri útlegð.
Allt þetta, sem nú hefur nefnt verið, em miklar gersemar
og auður, sem seint verður ofmetinn eða fullþakkaður. Þó
J) Birt samkvæmt tilmælum forseta Rimnafélagsins, Gisla Guðmunds-
sonar alþingismanns.