19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 4
að vakti mikla athygli þegar
fyrstu lögreglukonurnar voru
ráðnar til starfa fyrir rúmum
tuttugu árum. Þær voru ráðnar
til að gegna sömu störfum og
karlarnir og jafnvel taldar nauð-
synlegar til að
fjalla um við-
kvæm kærumál á sviði kynferðis-
brota gegn konum og börnum og
ofbeldi innan veggja heimilisins. En hver hefur
reynslan verið? Lögreglukonur eru ekki sáttar við
stöðu sína, þeim finnst að sérþekking þeirra og
reynsla fái ekki að njóta sín innan lögreglunnar
og gagnrýna meðferð mála þar sem konur og börn
eru þolendur, svo sem varðandi heimilisofbeldi og
kynferðisbrot. Skýrslur um þessa málaflokka séu
oftar en ekki látnar rykfalla í skúffum. Margar
lögreglukonur hafa því hætt störfum, einkum eftir
barnsburð, þar sem vinnuálag er mikið og ekki
hægt að fá hlutastöður. Hinar fá ekki stöðuhækk-
anir og sitja því áfram í lægst launuðu störfun-
um. Þeim konum, sem rætt er við hér á eftir, hef-
ur öllum verið synjað, hverri á sínu sviði. Ein
hefur verið færð til innan RLR í hálfgert sendil-
starf önnur fékk ekki starf innan RLR þrátt fyrir
sérþekkingu sem hún hefur aflað sér erlendis og
sú þriðja er atvinnulaus eftir
að hafa verið boðið starf við
ræstingar. Lögreglukonurnar
gagnrýna einnig meðferð mála
varðandi heimilisofbeldi, ofbeldi gegn börnum og
nauðgunum.
Dóra Hlín Ingólfsdóttir rannsóknarlögreglu-
kona telur nauðsynlegt að fjölga konum innan
lögreglunnar og auka sérþekkingu í þessum mála-
flokkum til að hægt sé að vinna gegn þessum
glæpum á markvissan hátt. Hún segir einnig að
nýjasta stöðuveiting RLR sýni að engar áherslur
séu innan embættisins til að rannsaka þá glæpi er
snúi að kynferðisbrotum gegn börnum! En gefum
Dóru Hlín orðið:
Texti: Valgerður Katrín Jónsdóttir
Myndir: Rut Hallgrímsdóttir og fleiri
4