Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 37
Hugur8.ár1995-1996
Vilhjálmur Ámason
Orðræðan um frelsið
s. 35-50
Mér er ætlað að ræða tengsl frelsishugtaksins við réttindi einstakl-
ingsins og markmið samfélagsins.1 Mig langar því að heíja máls á
þeirri staðreynd að frelsið liggur til grundvallar heimspekilegri
umræðu um réttindi einstaklingsins og er jafnframt eitt af
mikilvægustu markmiðum samfélagsins. Umræðan um réttindi
einstaklingsins snýst að miklu leyti um kröfur um borgaralegt frelsi,
auk þess sem okkur er tamt að líta á félagsleg markmið í ljósi frelsis
undan hveiju því sem hindrar okkur í að fá vilja okkar framgengt.
Mér sýnist að gróflega megi skipta orðræðu heimspekinnar um
félagslegt frelsi í tvo meginflokka, þar sem annars vegar er lögð
höfuðáhersla á frelsið sem rétt einstaklingsins og hins vegar á frelsið
sem félagslegt markmið. Auðvitað er markalínan þarna ekki mjög
skörp, þótt ekki sé nema fyrir það að borgaralegt frelsi er yfirleitt talið
vera mikilvægt félagslegt markmið og hefur því hlutverki að gegna
báðu megin línunnar. En sú aðgreining sem ég hef í huga í þessu
samhengi skýrist af því að sumir leggja meiri áherslu áformlegan rétt
manna til frelsis, aðrir á þau efnislegu skilyrði sem nauðsynleg eru til
að færa sér frelsið í nyt. Ég vil orða það svo að þeir fyrri, sem ég
nefni frjálshyggjumenn,2 leggi áherslu á frelsið sem réttindi einstakl-
ingsins en hinir síðari, sem ég kalla jafnaðarmenn, skoði frelsið
fremur sem félagslegt markmið. Þessi aðgreining samsvarar í grófum
1 Erindi flutt í boði Skandinavíudeildar Intemationale Vereinigung fur
Rechtsphilosophie á ráðstefnu um „Individual Rights and Social
Goals“ sem haldin var í Frostavallen í Svíþjóð dagana 25. til 28. ágúst
1986. Birt á ensku sem „The Discourse of Freedom" í Rechtstheorie:
Zeitschrift fur Logik, Methodenlehre, Kybernetik und Soziologie des
Rechts 19 (1988:4), s. 491-501. Guðsteinn Bjamason, heimspek-
ingur, lagði drög að íslenskri þýðingu textans sem ég hef breytt fyrir
þessa birtingu. Ég þakka Jóni Kalmanssyni, heimspekingi, fyrir
gagnlegar ábendingar við endurskoðun textans.
2 Þegar ég tala um fijálshyggju í þessari ritgerð á ég bæði við það sem á
ensku heitir „liberalism" og stundum er nefnt fijálslyndisstefna, og
„libertarianism" sem venjulega er þýtt sem fijálshyggja, en stundum
nefnd ný-frjálshyggja til aðgreiningar frá hinni klassísku. Sjá nánar
neðanmálsgrein 6.