Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 55

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags annesjum.5 Langalgengastur er rán- arkambur en aðrir rauðþörungar, eins og dreyrafjöður, skarðafjöður og unnarfaldur, eru einnig algengir á stórþarastilkum í Færeyjum. Fiður- þari er fremur sjaldgæfur. Á íslandi er þessu öðruvísi farið, því fiðurþari er þar algengasta ásætan, en sjald- gæft er hins vegar að sjá ránarkamb vaxa á stilkum stórþara. Á allra grynnstu svæðunum eru söl algeng- asta ásæta á þarastilkunum bæði við Island og Færeyjar. Af dýrum ber mest á svömpum, mosadýrum og hveldýrum, en auk þess eru ýmis hreyfanleg dýr eins og marflær og þanglýs innan um ásætur á þarastilkum og leita þar ýmist skjóls eða matar. Nokkur tiltölulega stór beitardýr eru áberandi innan um og á þara. Sennilega er ígulkerið skollakoppur þeirra atkvæðamest í þaraskógi við Færeyjar.5 Skollakoppur hefur þó ekki fundist þar í viðlíka þéttleika og víða annars staðar við Norður- Atlantshaf, þar sem hann hefur eytt þaraskógi á stórum svæðum.21,22, 23 Við Færeyjar er algengt að sjá snigil- inn marduggu á beit á blöðku stór- þara og þarahetta er einnig algeng á blöðkunum. Hér við land er sára- sjaldgæft að sjá marduggu á þara- blöðkum og þarahetta finnst nær eingöngu við Suðurvestur- og Vesturland. Þarastrútur er hins vegar langalgengasta beitardýrið á þara við Island. Þar sem þéttleiki þessa litla, einæra snigils verður mikill getur átið valdið því að þari eyðist af víðáttumiklum svæðum (13. mynd). Þarastrútur er almennt mun sjaldgæfari við Færeyjar en hér við land. Af þörungum ná lágvaxnir rauðþörungar lengst niður á djúpið. Við endimörk þörungagróðurs, á rúmlega 40 m dýpi, vaxa skarða- fjöður, kambgrös og kalkkenndir rauðþörungar sem mynda þunna skorpu á steinum og skeljum. Eins og í fjörunni halda sumar tegundir sig fyrst og fremst þar sem öldu- gangur er mikill, en aðrar á skjólgóðum stöðum.17,18 Algengar djúptegundir sem vaxa nær ein- göngu fyrir opnu hafi eru marin- 10. mynd. Venjulega er fjölbreytileiki þörunga mestur neðst ífjöru og skammt niður fyrir lágfjörumörk. Almennt vaxa fleiri tegundir ímiðlungs brimasömum fjörum en þar sem brim er annaðhvort mjög mikið eða mjög lítið. í Færeyjum eru fjörur oft brattar og því getur verið erfitt að ná til þörunga. Ljósm.: Karl Gunnarsson. 11. mynd. Gróskumikill þaraskógur vex á botni sjávar við Færeyjar. Sennilega er lífríkið hvergi fjölskrtíðugra en þar. Rauðþörungar eru ríkjandi í skógarbotninum og fækkar þörungunum eftir því sem dypi eykst og birta dvínar. Á móti fjölgar dýrategundum hlutfallslega með vaxandi dýpi. Ljósm.: Karl Gunnarsson. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.