Saga - 2005, Síða 145
Aldarafmæli
Stjórnarráðs Íslands 2004
Stjórnarráð Íslands 1964–2004 I–III. Ritstjórn: Björn Bjarnason formað-
ur, Heimir Þorleifsson, Ólafur Ásgeirsson. Ritstjóri: Sumarliði R. Ís-
leifsson. Sögufélag. Reykjavík 2004.
Fyrsta bindi. Ásmundur Helgason, Ómar H. Kristmundsson og aðrir
höfundar, Skipulag og starfshættir. 520 bls. Myndaskrá.
Annað bindi. Ólafur Rastrick og Sumarliði R. Ísleifsson, Saga ríkis-
stjórna og helstu framkvæmdir til 1983. 447 bls. Myndaskrá.
Þriðja bindi. Jakob F. Ásgeirsson, Sigríður K. Þorgrímsdóttir og aðrir
höfundar, Saga ríkisstjórna og helstu framkvæmdir 1903–2004. 624 bls.
Skrár: Ráðherrar, ráðuneytisstjórar, aðstoðarmenn ráðherra, heimilda-
skrá, myndaskrá 3. bindis, atriðisorðaskrá.
Stjórnsýslusaga er margþætt fræðasvið sem dregið hefur að sér
vaxandi athygli í grannlöndum okkar á allra síðustu áratugum.1
Fram eftir síðustu öld var hér á landi lögð mest rækt við þá þætti
stjórnsýslusögunnar sem varða Alþingi og sveitarstjórnir en með
riti Agnars Kl. Jónssonar, Stjórnarráð Íslands 1904–1964, sem birtist
árið 1969, var brotið blað í sagnritun um þróun framkvæmdavalds-
ins frá upphafi heimastjórnar.
Heimir Þorleifsson, fyrrverandi forseti Sögufélags, átti frum-
kvæði að því að hafinn var undirbúningur að samningu þess rit-
verks sem hér er til umfjöllunar. Að höfðu samráði við stjórn félags-
ins 1993 skrifaði hann Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráð-
herra, og minnti á að Sögufélag hefði á sínum tíma gefið út rit Agn-
ars Kl. Jónssonar í tilefni af 60 ára afmæli Stjórnarráðsins. Félagið
hefði mikinn áhuga á að fá að taka þátt í að áfram yrði haldið við
samningu stjórnarráðssögunnar. Í ársbyrjun 1999 skýrði svo forsæt-
isráðherra Sögufélagi frá því að ákveðið hefði verið að hefja undir-
búning að ritun stjórnarráðssögunnar frá þeim tíma er Agnar Klem-
ens skildi við hana. Í framhaldi af þessu skipaði forsætisráðherra
Saga XLIII:2 (2005), bls. 145–146.
M Á L S T O FA
1 Sjá t.d. nýlegan ítardóm Ragnheiðar Mósesdóttur um danska stjórnsýslusögu:
„1901 og allt það. Dönsk stjórnsýslusaga og gildi hennar fyrir íslenska sögu,“
Saga XLIII:1 (2005), bls. 191–207.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 145