Saga - 2006, Blaðsíða 222
málum og lágþýsku. Til þess að geta greint frá hvar tökuorðin koma fyrir í
öðrum gömlum íslenskum textum var nauðsynlegt að nýta seðlasafn Orða-
bókar Árnanefndar eða eins og hún heitir upp á dönsku: „Ordbog over det
norrøne prosasprog“. Nú eru komin út registurbindi og þrjú bindi af texta,
sem lýkur á „em“, en því miður hefur verið áformað að hætta útgáfu á
prenti þótt ritstjórn haldi áfram í rafrænu formi. Sagnfræðingar geta haft
mikið gagn af orðabókinni, sem er reyndar nytsamasta hjálpartæki fyrir
fræðimenn í öllum greinum norrænna fræða á miðöldum.
Aftast eru, eins og fyrr sagði, nauðsynlegar skrár og verða hér sérstak-
lega nefndar orðaskrá flokkuð eftir efni og orðaskrá í stafrófsröð. Þar geta
sagnfræðingar séð hvar elstu heimildir eru um orð eins og „byssa“. Bók
þessi er vandað verk, sem þokar fræðunum fram, og gagnast ekki aðeins
málfræðingum heldur einnig mönnum í öðrum fræðigreinum. Lítið hefur
verið skrifað um tökuorð í íslensku áður og ekkert heildarrit er til um þau.
Fyrir nærri öld gaf Þjóðverji að nafni Fischer út bók um tökuorð í vest-
norrænum málum, en mikið af textum sem Veturliði notar var þá ekki að-
gengilegur. Fyrir sextíu árum gaf Daninn Chr. Westergård-Nielsen út bók
um tökuorð í prentuðum íslenskum ritum frá 16. öld, en ljóslega sést að efn-
istök þessara rita eru ólík. Bók Veturliða bætir verulega við þekkingu okk-
ar á orðaforða og menningarstraumum á fyrri tíð. Hún er dæmi um bók
sem sagnfræðingar geta þurft að skoða, og hér vil ég endurtaka það sem
áður sagði að oft er of lítið samband milli fræðigreina.
Einar G. Pétursson
Andri Steinþór Björnsson, VÍSINDABYLTINGIN OG RÆTUR
HENNAR Í FORNÖLD OG Á MIÐÖLDUM. Háskólaútgáfan. Reykja-
vík 2004. 379 bls. Myndir, teikningar, nafna- og atriðisorðaskrá.
Mikil gróska hefur verið í rannsóknum á vísinda- og tæknisögu á Íslandi
undanfarið. Ritið Vísindabyltingin er sprottið upp úr þeim jarðvegi og fetar
í fótspor eldri yfirlitsrita um þetta efni. Má nefna tímamótaverk Þorsteins
Vilhjálmssonar, Heimsmynd á hverfanda hveli, sem út kom 1986–1987. Hér
fetar sálfræðingur í fótspor eðlisfræðings og er það til marks um fjölfaglegt
eðli vísindasögunnar. Hún sogar til sín strauma úr ýmsum áttum og það er
hægt að skrifa margs konar vísindasögu.
Í þessari bók er áhersla lögð á að segja frá vísindum í þjóðfélagslegu
samhengi. Enda þótt heiti bókarinnar vísi til árnýaldar er viðfangsefnið
mun víðtækara og rúmur helmingur bókarinnar fjallar um vísindaiðkun
fornaldar og miðalda, þar sem höfundur telur rætur vísindabyltingarinnar
að finna. Fjallað er um helstu grísku heimspekingana sem létu sig stjörnu-
fræði eða eðlisfræði varða, vikið er að þætti araba í varðveislu grískra vís-
R I T D Ó M A R222
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 222