Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Qupperneq 83
Dagný Kristjánsdóttir
Tómið og tilveran
Um skáldsögur Kristínar Omarsdóttur
Kristín Ómarsdóttir hefur spreytt sig á öllum tegundum skáldskapar -
sögu, leikritri og ljóði - en ekki verður sagt að hún hafi verið til friðs í
neinni þeirra. I hennar skáldaða heimi hafa öfgamar tilhneigingu til að
verða hið eðlilega viðmið og meðalhófið öfgar.
I greininni hér á eftir fer ég fyrst nokkrum orðum um höfundarverk
Kristínar en einbeiti mér eftir það að þremur þemum úr bókum hennar,
þ.e. kynferði, valdi og þunglyndi, eins og þau birtast í tungumáhnu. Eg
styðst við hinsegin fræði og haha mér þar mest að kenningum Judith
Butler um sjálfið og missinn. Toril Moi hefur, með réttu, gagnrýnt Judith
Butler fyrir að afneita Hkamanum í fræðum sínum. Hér er hallast að mála-
miðlun Iris Marion Young, sem bendir á að orðræða samfélagsins stað-
setji líkamann bæði í félagslegu kerfi (kyngervi/gender) og huglægri
upphfun sjálfsverunnar (hkamsreynslu/í^e lived body).' Þótt hvorugt geti
1 Hugtakið „líkamsreyxisla“, sem er þýðing á „the lived body“, hef ég fengið hjá Sigríði
Þorgeirsdóttur heimspekingi sem hefur lesið yfir greinina og gefið mér marga góða
ábendinguna. Eg kann henni innilegustu þakkir íyrir en það sem „missagt kann að
vera í fræðum þessum“ er að sjálfsögðu á ábyrgð höfundar. Sigríður hefur rætt
kenningar Butler í bók sinni Kvenna megin, ritgerðir umfemíníska heimspeki, Reykja-
vík, Hið íslenzka bókmenntafélag, 2001 og um kyn/kyngervi ræðir hún á svipuðum
nótum og hér er gert í grein sinni „ Konur og líkaminn - Frá Beauvoir til Butler“,
Simone de Beauvoir: Heimspekingur, ritböfimdur, femínisti, ritstj. Irma Erlingsdóttir og
Sigríður Þorgeirsdóttir, Reykjavík: Rannsóknastofa í kvennafræðum, Háskólaút-
gáfan, 1999, bls. 101—119. Einnig má benda á skrif Ástu Kristjönu Sveinsdóttur um
kyn/kyngervi með enn annað sjónarhom (t.d. á vefrítinu Kistunni) og loks má benda
á yfirlitsgrein Þorgerðar Einarsdóttur: „Hið vísindalega er póhtískt. Femímsmi sem
fræðikenning andófe og baráttu", íslensk félagsfrœði. Landnám alþjóðlegrar fræði-
greinar, ritstj. Þóroddur Bjamason og Helgi Gunnlaugsson, Reykjavík: Háskólaút-
gáfan, 2004, bls. 200-225.
8i