Saga - 2009, Blaðsíða 221
Hjörleifur Stefánsson, ANDI ReykJAVÍkUR. GeNIUS ReykIA -
VICeNSIS. JPV útgáfa. Reykjavík 2008. 175 síður. Myndir og myndaskrá.
„Hvílík sóun, hvílík skemmd!“ hrópar Hjörleifur Stefánsson arkitekt upp
yfir sig þegar hann lýsir turnhýsaþyrpingum við Skúlagötuna í Reykjavík
sem hafa risið í stað gamals og gróins byggðamynsturs. Sár eftirsjá höfundar
sem horfir til hins liðna er vissulega leiðarstef í bókinni Andi Reykjavíkur, en
bókin er hugsuð sem innlegg hans í umræðuna um miðborg Reykjavíkur.
Höfundi svíður hve samtíminn hefur leikið miðborgina grátt og í bókinni
leitar hann skýringa á ástandinu. Hann spyr hverjir beri ábyrgðina og hvað
sé til ráða en kemur síðan með tillögur til úrbóta.
Almennur áhugi og umræða um skipulag og framtíð miðborgarinnar
hefur margeflst á undanförnum árum og þar með fundið leið út úr lífseigri
kreppu. en þrátt fyrir að efnið hafi á stundum verið fyrirferðarmikið á síðum
dagblaða, heyrir til tíðinda að fagbók um það komi út á Íslandi. Í sjálfu sér má
því fagna útgáfu bókar á borð við þessa.
Í upphafi bókarinnar kynnir höfundurinn hugmyndina um anda staðar-
ins, genius loci, sem titill bókarinnar vísar til. Hugmyndin á rætur í rómverskri
goðafræði og byggist á því að hver staður (l. locus) búi yfir ákveðnum anda
(l. genius) sem sé verndarandi viðkomandi staðar. Höfundur gengur út frá
því að Reykjavík búi yfir slíkum anda, ákveðnum hughrifum sem staðurinn
kallar fram. Hann telur að unnið hafi verið gegn anda Reykjavíkur að und-
anförnu og að nauðsynlegt sé að kalla hann fram á ný með betri aðferðum í
uppbyggingu og umhirðu borgarinnar. ella verði andinn kæfður niður.
Norski arkitektinn og fræðimaðurinn Christian Norberg-Schulz leggur
einnig út af hugmyndinni um genius loci í bók sinni Genius Loci: Towards a
Phenomenology of Architecture sem kom fyrst út árið 1979. eins og Hjörleifur
nefnir í inngangi, hafði hann bók Norberg-Schulz, auk fleiri erlendra bóka
um fagurfræði og byggingarlist, til hliðsjónar við ritun Anda Reykjavíkur. Bók
Hjörleifs er frábrugðin þeim bókum sem hann hefur til hliðsjónar að því leyti
að þær fjalla almennt um fagurfræði og byggingarlist. Hjörleifur reynir aftur
á móti að beita hugmyndinni um genius loci í umfjöllun sinni um miðborg
Reykjavíkur. Hún rammar inn vangaveltur hans um ástæður „þeirrar niður-
lægingar miðbæjarins sem við höfum orðið vitni að“ sem og nauðsyn, tæki-
færi og leiðir til að snúa blaðinu við.
Á undanförnum áratugum hefur Hjörleifur Stefánsson unnið að því að
opna augu fólks fyrir verðmætum íslenskrar byggingarafleifðar. Hann hefur
unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði arkitektúrs og miðlunar og meðal
annars komið að ritun og útgáfu fræðibóka um íslenskan byggingararf. Andi
Reykjavíkur er, líkt og mörg fyrri verka Hjörleifs, fróðleg heimild um mót-
unarsögu gömlu Reykjavíkur. Bókin er rituð af ástríðu og innlifun í viðfangs-
efnið og lesandinn skynjar umhyggju höfundar fyrir borginni, sögu hennar
og minjum. Höfundurinn freistar þess jafnframt að nálgast viðfangsefnið í
ritdómar 221
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 221