Saga - 2010, Blaðsíða 210
bæði nýstárleg og áhugaverð. Skáldskapur og ímyndunarafl höfundar flétt -
ast saman við fræðilega meðferð á heimildum og úr verður verk sem er í
senn bókmenntaverk og fræðiverk, eins konar skáldævisaga kannski eða
skáld fræðisaga öllu heldur. Það er ljóst að mörkin milli fræði og skáldskap-
ar eru og hafa alltaf verið óljós og á síðustu árum hafa komið fram fleiri og
fleiri höfundar sem markvisst hafa gert tilraunir með þessi mörk. Það sem
greinir bók Jóns karls öðru fremur frá öðrum tilraunakenndum verkum á
þessu sviði er fyrst og fremst meðferð hans á heimildunum, þ.e. hvernig
hann rífur heimildir úr samhengi, hvernig hann breytir orðum sem skrifuð
voru á tilteknum stað og tilteknum tíma, með tiltekinn viðtaka í huga, í önn-
ur orð sem látin eru falla í samtali sem aldrei hefur átt sér stað nema í hug-
arheimi höfundar. Þessi aðferðafræði hefur það að markmiði að draga upp
sanna en um leið afstæða mynd af persónum og atburðum, og hægt er að
fullyrða að Jóni karli tekst vel upp hvað það varðar svo lengi sem hann á
sér lesendur sem eru til í að taka þátt í leiknum og fallast á þær leikreglur
sem hann setur. Hvað mig varðar þá verð ég að viðurkenna að ég festist
hvað eftir annað í hugleiðingum um leikreglurnar sjálfar og átti því erfitt
með að taka þátt í leiknum og njóta verksins.
Sigrún Sigurðardóttir
Óskar Guðmundsson, SNoRRI. ÆVISAGA SNoRRA STURLUSoNAR
1179–1241. JPV útgáfa. Reykjavík 2009. 528 bls. Myndir, mynda- og
nafnaskrá.
Bók Óskars Guðmundssonar, Snorri, er þykk, 528 síður. Það bregður varla
mörgum lesendum við þetta því að reyfarar eru helst ekki styttri í seinni tíð.
Af þessum 528 síðum eru tilvísana- og heimildaskrár 46 síður. einnig fylgir
skrá mannanafna og góð myndaskrá, en því miður engar skrár staða og
atriða.
Hér liggur fyrir eljuverk, borið uppi af áhuga á heimi Sturlungu og tíma
Snorra Sturlusonar. Bókin er ekki aðeins ævisaga Snorra, baksviðsefni er svo
mikið að þetta er nánast saga landsins á bilinu 1181 til 1241 og að nokkru
saga Noregs líka, auk þess sem verkum Snorra eru gerð skil. Óskar er einn
þeirra sem hafa ánetjast Sturlungu, lesið hana af innlifun og brotið atburði
til mergjar. Mörgum finnst Sturlunga torveld við fyrsta lestur, m.a. vegna
sægs af mannanöfnum. Óskar skirrist ekki við að birta mikið af manna-
nöfnum og rekur ættartengsl fram og aftur. Á bls. 24 og 39 biðst hann reynd-
ar afsökunar á þessu, að hann skuli reyna svo á þrek og þolrif lesenda. Hann
hefði átt þess kost að skera niður og stytta að þessu leyti en það er sannfær-
ing hans að ættfræði sé vel fallin til að lýsa okkur um krókastigu, eins og
hann skrifar, ef við viljum skilja sem best umrædda sögu (bls. 84). Þess
ritdómar210
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 210