Morgunblaðið - 02.07.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.07.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ; ^lov&nnblabtb m • Útget.: H.f. Arvakur, KafkJtTlk. • Kltatjörar: Jön KJart&naaon. 2 Valtýr StefAnaaon. • Kltatjörn og afarelOala: J Auaturatrstl S. >— Slaal 100. • Augrlýalnaaatjörl: HL Hafbarc. , • Aufflýalnaraakrlfatofa: • Auaturatrstl 17. — Bfaal 700. J Helmaalmar: • Jön Kjartanaaon nr. 741. • Valtjr Stef&naaon nr. 1SS0. '• H. Hafberc nr. 770. • Aakrlftagjald: • Innanlanda kr. S.00 & m&nuOL • Utanlanda kr. S.S0 & aUnnOL • I lauaaaölu 10 aura alntaklB. S0 aura maB Haabök. frá Lausanne. Lausanne, 30. júní. United Press. PB. Þjóðverjar hafa boðist til að leggja til mikla upphæð fjár til sjóðstofnunar og verði sjóðnum varið til viðreisnar Bvrópu. Hve amikla fjárhæð Þjóðverjar vilja leggja fram í þessu skyni hefir ekki verið minst á enn. Bjóðast Þjóðverjar til þess að því tilskildu, -að samkomulag náist um afnám ófriðarskaðabótanna og að engar hömlur verði lagðar á landvamar- ráðstafanir Þjóðverja frekara en annara þjóða. Frakkar hafa þeg- ar algerlega neitað seinna skilyrð- inu, en tjá sig ekki ófúsa til þess að fallast á sjóðstofnunina, svo fremi að Þjóðverjar láti nægilega mikið fje af hendi til hennar til viðreisnar álfunni og til að gera -skuldunautum Bandaríkjanna með- al Evrópuþjóða kleift að standa við skuldbindingar sínar við þau, vilji Bandaríkjamenn ekki fállast á endurskoðun samninga um ó- friðarskuldir eða afnám þeirra. Lausanne, 1. júlí. United Press. FB. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum hafa veldi þau, sem áttu hlut að því, að Lausanneráðstefnán var haldin, komið sjer saman um að efna til viðskiftaráðstefnu, sem öllum þjóðum verður heimilt að taka þátt í. Báðgert er að halda ráðstefnuna í Genf undir umsjón ÞjóSabandalagsins. Quisling-málið. Stórþingið rofið. Ósló, 1. júlí. NRP. FB. Umræðunum í Stórþinginu um Quislings-málið svonefnda lauk stint í gærkvöldi. Einn a£ þing- mönnum verkalýðsflokksins bar fram ályktun þess efnis, að þingið ályktaði að lýsa yfir því, að komið hefði í ljós að Qusling ráðherra hefði ekki reynst hæfur til þess að gegna embætti sínu. Ályktunin var feld gegn atkvæðum allra verkalýðsþingmanna og vinstri- flokks-þingsmannsins Hartmanns. Því næst var samþykt mótatkvæða laust ályktun meiri hluta nefndar- innar, sem skipuð hafði verið til þess að athuga málið, og var hiin þess efnis, að ræða Quislings í Stórþinginu þ. 7. apríl gæfi ekki tilefni til þess að Stórþingið hefð- ist frekara að í málinu. Konungur rauf Stórþingið kl. 1 í dag. — 5níkjufje Rlþýðublaðsins. Sjómennimir og Ólafur Friðriksson. Vafalaust hefir mörgum sjó- manninum blöskrað skrif Alþýðu- blaðsins unrlanfarið. Svo sem kunnugt er, skrifaði Kveldúlfiu/ nýlega stjórn Sjó- mannafjelagsins og bauðst til að gera út á síld í sumar, ef sjómenn fengjust til að lækka kaupið frá gildandi taxta. Samkvæmt tilboði Kveldúlfs hefðu sjómenn borið úr býtum a. m. k. 660 kr., auk fæðis pg hlunninda, yfir tveggja mán- aða tíma. Þegar tilboð þetta kom fram birtist ritstjórnargrein í Alþýðu- blaðinu, þar sem forstjórum Kveld úlfs var brigslað um það, að nú gætu þeir ekki lengur haft fje ai sjómönnam með sviknum síld- armálum og yrðu þeir því að fá kaupið lækkað Það gegnir furðu, að Alþýðu- blaðið skuli enn vera að brigsla forstjórum Kveldúlfs um fjárdrátt í sambandi við svikin síldarmál, þar sem vitað er, að sjómenn þeir, sem hjá Kveldúlfi unnu í fyTra báru úr býtum 1500—2000 kr. á sama tíma, sem sjómenn, er skiftu við einkasöluna voru að eins rúm- lega matvinnungar. Tilboð Kveldúlfs var lagt fyrir fund í Sjómannafjdaginu. — Þar hjeldu forsprakkarnir uppteknum hætti og rægðu og svívirtu Kveld- úlf og forstjóra hans. Einhverjir sjómenn fóru að draga í efa, að þeir gætu gripið 660 krónur upp úr götunum í sumar. Er forsprakk arnir heyrðu slík ummæli brigsl- uðu þeir sjómönnum um flokks- svik og allskonar ódrengskap. — Fóru leikar svo, að forsprakkarn- ir fengu sinn vilja í gegn og til- boði Kveldúlfs var hafnað. Þegar forsprakkamir voru þann- ig búnir að gera sitt til þess, að eyðileggja sumaratvinnu 2—300 manns, drógu þeir fram tillögu, þar sem farið var fram á, að Sjó- mannafjelagið samþykti að veita Alþýðublaðinu 2000 kr. styrk. Sjómenn vildu ræða þessa til- lögu, en forsprakkamir skáru nið- ui umræður og heimtuðu atkvæði. Einn sjómannanna spnrði þá Ólaf Friðriksson hvað orðið væri af þeim 40 þúsund krónum, sem Al- þýðublaðið hefði nýlega fengið er- lendis, hvort þær væru uppetnar. Ölafur steinþagði, en atkvæði voru heimtuð um 2000 kr. styrkinn frá Sjómannafjelaginu. Lank þessum Sjómannafjelags- fundi þannig, að Ólafur Friðriks- son fekk 2000 kr. úr sjóði sjó- manna, til þess enn um stund að geta haldið áfram að hirta róg og svívirðingar um útgerðarmenn. Nú er eftir að vita, hvemig ól. Friðrikssyni tekst, að útvega 2-— 300 manns ekki lakari atvinnu í sumar, en Kveldiilfur bauð. Vestur-íslendingur látinn. Þ. 5. júní ljest á sjúkrahúsi í Winnipeg Flóvent Jónsson frá Urriðaá í Álftaneshreppi í Mýrasýslu. Fló- vent varð að eins 32 ára að aldri. Tvær systur hans eru búsettar vestra. (UB-)- Laxueiðin í Elliðaánum. Er búið að eyðileggja hana alveg? Þess hefir áður verið getið hjer i blaðinu, að laxgengd væri í sum- ar með mesta móti í Elliðaánum. Veiddust oft 40—50 laxar á dag á tvær stendur. Var þessi mikla laxgengd þökkuð því, að á und- anförnum árum hefir verið flutt mikið af laxaseyðum í árnar frá Alviðru, og væri nú laxinn, sem þar hefði komist upp, að leita upp í árnar til hrygningar. En nú virðist svo, sem þessi fyr- irhöfn og kostnaður við flutning laxaseyðanna fari til ónýtis og laxveiðinni í ánum senn lokið fyrir fult og alt. Vegna lúnna miklu þurka, sem gengið hafa í vor og sumar, er ákaflega lítið vatn í Elliðaánum, og þarf rafstöðin að nota það alt saman. Er mi svo komið að ekki fer deigur dropi yfir stífluna og má árvegurinn því heita alveg þur þaðan og niður að Rafstöðinni. Meðan nokkurn rensli var þarna, leitaði laxinn upp eftir, en svo teptist hann þar og komst hvorki fram nje aftur, heldur hafðist við í smápollum hingað og þangað í farveginum. Rafstöðin tilkynti þetta Stangaveiðafjelaginu, sem hefir veiðina á leigu, og ráðlagði að hirða laxinn áður en hann dræpist þarna. Á miðvikudaginn var svo gengið í þetta, og vom þarna tíndir upp hátt á fjórða hundrað laxar, sumir dauðir og hinir deyjandi. Þegar þannig er komið, að lax- inn kemst ekki á riðstöðvarnar, en drepst unnvörpum á leiðinni þangað, er hætt við að þess verði ekki mörg ár að bíða, að veiðin hverfi algerlega úr ánum, og er það illa farið, því að Elliðaárnar hafa alla tíð verið einhverjar bestu laxár þessa lands. SagnfrŒðaskóla Reykuíkinga var sagt upp í Baðstofu iðnaðár- manna þ. 30. f. m., kl. 2 síðd., að viðstöddum kennurum og nemend- um. — Skólastjóri, próf. Ágúst H. Bjarnason, skýrði frá starfsemi skólans og prófúrslitum. Hafði skólinn staðið í samfelda 10 mánuði (1 mán. undirbúnings- deild og 9 mán. skóli). Skólanum var skift í 3 bekki tvískifta. Shól- ann höfðu sótt 138 nemendur; 2 af þeim sagðir úr skóla, 1 sýkst, en enginn dáið. 1 bekkjarprófum komust allir upp úr I. bekkjunum báðum; en af annarsbekkingum fjellu 3 í II. bekk A og 6 í n. bekk B. Hsestu einkunn í I. bekk A hlaut Sveinn Skúlason, utanskóla, 6,95; hæstu einkunn í I. bekk B Ida Fenger, 6.30, en fyrverandi dux, Helga 6. Zoege, sem hafði veikst, hafði í vetrareinkunn 6.89. Hæstu próf- einkunn í n. hekk A og yfirleitf í skólanum hlaut Ragnheiður Jons- dóttir ríkisfjehirðis, 7.35, en í II. bekk B Ragnheiður Einarsdóttir, f. sýslumanns, 7.26. Undir gagnfræðapróf hið m'eira gengu alls 35 nemandur, en 1 sýkt- ist í prófinu og 1 gekk frá. Af hinum 33 hlutu 16 I. eink., 16 II. eink. og 1 III. einkunn. 25 nem- endnr náðu æðra markinu (5.67) og þar yfir, og geta þeir því hald- ið áfram námi í lærdómsdeildum mentaskólanna, en 8 voru fyrir neðan markið. Hæstu einknnn við gagnfræðapróf hlaút umsjónarmað ur skólans, Sveinn S. Einarsson, I. eink. 7.33, en næst hæstu Ólafur Tryggvason, I. eink. 7.07. Úrlausn- ir og prófdóm. voru sömu og í Mentaskólanúm. Úthlutað var verðlaunum og skóla síðan slitið. Að gefnu tilefni vottast enn fremur að herra Óskar Halldórs- son hefir ekki komið fram sem neinn milliliður við ráðningu Sveins, eða átt þar nokkurn hlut að máli. p.t. Reykjavík, 30. júní 1932. Bjarni Ólafsson, skipstjóri, Akranesi. Breyting á bresku láni Rógur Rlþýgublaðsins. Út af rógi Alþýðublaðsins um Svein Benediktsson, og því sem það segir að Óskar Halldórsson sje sjerstakur velgerðamaður hans hcfir Morgunblaðið verið beðið að þirta eftirfarandi vottorð: Að gefnu tilefni lýsum við hjer með yfir að hr. framkvæmdastj. Sveinn Benediktsson hafði á hendi umboðsstörf fyrir okkur á Siglu- firði sumarið 1927, vegna báta okkar. Var það fyrsta sumarið, er Sveinn hafði á hendi umboðstörf fyrir okkur og fl. Hann hefir síð- an verið umhoðsmaður okkar er við höfum sent báta á síldveiðar. Okkur er ljúft að votta að hann liefir leyst þetta starf sitt af hendi með ósjerplægni og framúrskar- andi dugnaði. Enn fremur vottast hjer með að herra Óskar Halldórsson hefir ekki komið fram sem neinn milli- liður við ráðningu Sveins. p.t. Reykjavík, 30. júní 1932. Gunnar ólafsson & Co. Sig. Á. Gunnarsson, V estmannaey jum. Síðan árið 1927 hefir herra Sveinn Benediktsson verið umboðs- maður fyrir mig á Siglufirði. Hefir starf hans verið fólgið í því að ráðstafa afla skipa minna m.b. Kjartans Ólafssonar og m.b. Hrefnu, yfir síldveiðitímann og hafa á hendi reikningsfærslu fyrir skip.in. Hefir Sveinn ætíð leyst starf sitt vel og samviskusamlega af hendi, og jeg verið í fylsta máta ánægður með starf hans í mína þágu. Að gefnu tilefni vottast enn fremur að herra Óskar Halldórs- son hefir ekki komið fram sem neinn milliliður við ráðningu Sveins eða átt þar nokkurn hlut að máli. Akranesi, 30. júní 1932. Þórður Ásmundsson, útgerðarmaður. Að gefnu tilefni lýsi jeg yfir því, að hr. Sveinn Benediktsson forstjóri hafði á hendi umboðs- störf fyrir mig á Siglufirði sum- arið 1927, vegna skips míns e.s Ólafs Bjamasonar. Var það fyrsta sumarið, er Sveinn hafði á hendi umboðsstörf fyrir mig og fleiri. Hefir hacn síðan verið minn um boðsmaður er jeg hefi farið á skipi mínu á síldveiðar. Er mjer ljúft að votta, að hann hefir alt af leyst störf sín af hendi með ósjerplægni og framúrskar- andi dugnaði. London, 1. júlí. United Press. FB. Fjármálaráðherrann hefir til- kynt, að áformað sje að breyta í nýtt lán, láni, sem tekið var á styrjaklarárunum og var að upp- hæð 2 miljarðar sterlingspunda. -t— Vextir af láninu lækka um 1—U/2%. Áætlaður sparnaður af lánsbreytingunni er 23 miljónir sterlingspunda. London, 1. júlí. United Press, FB. Fregnirnar um breytinguna á styrjaldarláninu hafa orsakað hækkun ými.ssa verðbrjefa. Forsetaefni demokrata. Cbicago, 1. júlí. United Press. FB. Gengið verður til atkvæða um það á floklcsþingi demokrata, hvort A1 Smith eða Franklin D. Roose- velt verði forsetaefni flokksins í ríkisforsetakosningunum. — Mack Senator mælti með Roosevelt í ræðu, sem hann hj.elt, en Joseph Ely ríkisstjóri Massachusetts mælti méð A1 Smith. — Þegar þeir höfðu lokið ræðum sínum fóru flokks- þingmenn í skrúðgöngu um borg- ina. Hafði fulltrúasveit hvers ein- staks ríkis stóran lúðraflokk og fjölda fána. Skemtiferð ai ttaldársell fer Kvennadeild Merkúrs á morg- un, 3. júlí. Verður farið í tveim ferðum, önnur kl. 9 árd. en hin kl. 2 e. h. en hóparnir sóttir úm kvöldið að Kalárseli eða Vífils- stöðum. Lagt verður af stað frá Lækjartorgi. Þátttakar gefi sig fram í seinasta lagi fyrir hádegi í dag (laugardag) annað hvort á hárgreiðslustofunni „Carmen* ‘, Laugavegi 64, sími 768. Vinnumið- stöð kvenna, Þingholtsstræti 18, sími 1349, eða skrifstofu Merkúrsþ Lækjargötu 2, sími 1292. Sæti, fra.m og aftur, kostar um kr. 1.50. Það óskast tekið fram með hvorri ferðinni stúlkurnar kjósi að fara. Allar verslunar- og skrifstofustúlk- ur velkomnar. Frá Kaldárseli er hægt. að fara margar skemtilegar leiðir, hvort heldur farið er til Hafnarfjarðar með Setbergshlíðum, eða komið að Urriðakoti, farið til Vífilsstaða, Vatnsenda eða Elliðavatns og Bald urshaga, eða lagt er í erfiðari ferð- ir, eins og til Kleifarvatns. Þá má fara upp á Helgafell eða upp í Helgadal. En vilji menn ekki hafa fyrir þessu þá er alt af hægt að finna skjól í hrauninu, sem er fult af gjótum og gjám. Nú er skógarkjarrið nýlaufgað og grá- víðirinn silfurhvítur og enn þá eru litlar rauðhleikar klukkur á blá- berjalynginu. Á þessum slóðum gætu hundruð eða þúsundir verið >án þess að verða verulega hvor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.