Morgunblaðið - 02.12.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1939, Blaðsíða 2
MOKGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. des. 1939. Lanðflótta finskir kommúnistar mynða gerfistjórn Biðja Moskvavaldið um hjálp gegn ,,ofbeldi“(!) finsku stjórnarinnar Sáttaumleitanir virðast með bvi útilokaðar Khöfn í gær. AÐFERÐIR RÚSSA til þess að ná ítökum og yfirráðum utan Rússlands urðu heiminum augljósari í dag en nokkru sinni áður, er tilkynt var í Moskvaútvarpinu, að ný stjórn væri sest á laggirnar í Finnlandi, sem væri í samræmi við hinn sanna þjóðarvilja. „Gerfistjórn“ þessi, sem Moskvaútvarpið dillaði mjög í eyru hlustendanna, voru 7 landflótta finskir kommún- istar, er sest höfðu að í þorpi einu, Terajoki, rjett hjá rússnesku landamærunum. Foringi þeirra, eða ef kalla mætti „forsætisráðherrann“, hefir í nokkur ár verið í miðstjórn kommúnistaflokksins í Moskva. HJÁLPARBEIÐNI TIL STALINS Þessir sjömenningar eiga svo, samkvæmt frjettastofu Moskvaútvarpsins, að hafa snúið sjer til Stalin-stjórnar- innar og beðið hana um að leysa finsku þjóðina úr ánauð þeirrar stjórnar sem ríki í landinu — hvort heldur er Caj- ander-stjórnin, er frá fór í fyrradag, ellegar hin nýja stjórn, en talið var um tíma að það yrði Tanner, er var fjármálaráðherra Cajanders, er tæki við stjórnarforystu. Hann var því til vonar og vara, af sjömenningunum í Terajoki, talinn vera álíka mikill skaðræðis- og landráða- maður eins og Cajander. ÁKALLA RAUÐA HERINN í tilkynningu Terajoki-manna er því heitið, að þegar finska þjóðin sje leyst úr núverandi ánauð, þá muni tak- ast hið innilegasta samstarf milli Finna og Rússa. En til þess að þessi tilvonandi vináttubönd verði tengd, ákalla sjömenningarnir Moskvastjórn, og einkum Rauða herinn, að standa sig nú vel í baráttunni, eyðileggja her Finna gersamlega, skjóta Helsingfors það mikið í rústir, að þar verði öll andstaða brotin á bak aftur. En þegar rauði fáninn verði dreginn þar að hún, þá ætlar „landamæra“- stjórnin að setjast þar að, og þá mun ráðherrum þeirrar stjórnar verða fjölgað. Þá er í tilkynningunni í Moskva látið í veðri vaka hvernig hið fyrirhugaða stjórnarfar í Finnlandi eigi að vera. Það á ekki beinlínis að koma þar á sovjetfyrirkomu- lagi. Þar á lýðræðið að vera í sinni bestu mynd(!) Banka á að þjóðnýta, skifta jörðum milli manna og svo framvegis. SKYLDUR KOMMÚNISTA. Enn segir í tilkynningunni frá hirtum finsku kommúnistum á þá leið, að þeir skoði það sem helgustu skyldu sína að hjálpa . hinum rússneska her til þess að brjóta andstöðu Finna á bak aftur, svo rauði fáninn fái sem fyrst að blakta yfir höfuðborg- inni. Talið er, að þetta tiltæki Rússa að koma upp þessari gerfistjórn undir handarjaðri sínum, sje vottur um, að um engar sáttaumleitanir geti fram- ar verið að ræða. FINSKA STPÓRNIN NÝJA. Á föstudag var tilkynt um hina nýju stjórn Finnlands er tók við af Cajanderstjórninni. Það varð ekki Tanner er tók að sjer stjórnarforystuna, heldur Rita, sem stjórnað hefir þjóð- banka Finnlands undanfarin ár. Tanner er utanríkismála- ráðherra í stjórninni, en Paa- sikivi er ráðherra án stjórnar- deildar. Erkko er ekki í þessari stjórn. FRAMH. Á SJÖTTU 8ÍÐU Líst þeim ekki á blikuna! Amsterdam frjettaritari enska blaðsins Daily Express skýrir frá því, að æðsti flota- foringi Þýskalands Raeder aðmíráll og annar embættis- maður úr æðstu herstj(Srp Þýskalands hafi í dag farið á fund Hitlers og krafist þess, að Þjóðverjar ljetu það ekki viðgangast afskiptalaust og mótmælalaust að Rússar Iegðu ' undir sig Finnland. Fylgir það fregninni, að Gör- ing hafi tekið í sama streng og þeir, en von Ribbentrop lagt á móti því, að nokkuð væri aðhafst. Eiga þeir Raed- er að hafa haldið því fram, að með afskiftaleysi sínu af þessum málum væri Þýska- land að opna allar flóðgáttir fyrir Bolsivismanum vestur um Evrópu. (1. des. F.Ú.). Th. Stauning. Árás Rússa á Finn- land vekur óhug og hryiling urn alian heim „Sovjetstjórnarfarið dautt hjá árásarmann- inum Stalin R u oosevelt forseti gaf yfirlýsingu í dag í tilefni af innrás Rússa í Finnland. Sagði hann, að innrásin hefði vak- iö stórkostlega furðu og gremju í Bandarikjunum. Það væri í engu skeytt um rjettindi mannkynsins til þess að lifa frjálsu lífi, þegar þannig væri farið að, og hann harmaði það, að takmarka- laust virðingarleysi fyrir alþjóðalögum og samningum skuli enn koma í Ijós. Hann sagði, að framkoma Rússa mundi fordæmd verða af öllum þjóðum, en finska þjóðin, sem væri friðelskandi þjóð, hefði fyrir löngu unnið sjer virðingu og aðdáun Bandaríkjanna. Ávðrp til íslendinga I. desember Ríkisútvarpinu bái'ust í gær ávörp þriggja er- lenclra stjórnmálamanna til íslensku þjóðarinnar í til- efni fullveldisafmælisins; og eru þau svohljóðandi: Frá Th. Stauning forsætisráðherra Dana. Það er rneð innilegri gleði sem jeg óska Islandi til hamingju á frelsis- og sjálfstæðisdegi þess. Meðan myrk ský griífa yfir Ev- rópu geta þjóðir íslands og Dan- merkur glaðst vfir vaxandi vináttu og skilningi, sem vaxið hefir upp á gruhdvelli sáttmálans frá 1918. Frá Per Albin Hanson forsætisráðherra Svía. Island hefir ávalt tilheyrt og mnn um alla framtíð tilheyra hinni liorrænu þjóða- og ríkjafylkíngu. Þegar að ísland, sem frá upphafi bygðar og ræktunar í landinu, hef- ir varðveitt sína þjóðlegu sjálfs- vitund, vann fullkomið stjórnar- farslegt sjálfstæði fyrir meira en 20 árum, gliðnaði það ekki á neinn hátt úr tengslum við Norðurlönd- in. Það er mjög áríðandi að geyma þess sannleika vel á þessum óró- legu tímum. Reynsla sogunnar sýnir, að vegna landfræðilegrar legu Islánds er m.ögulegt að ein- angra Íslaríd umj stundarsakir frá hinum Norðurlöndunum. En sterk- ari en ytra vald, og sterkari en í enskum blöðum er yfirleitt sú skoðun ríkjandi, að áráS Rtissa á Finna sje ennþá fordæmánljegri en árás.Þjóðverja á Belgíu 1914. „D.aijy Herald“ segir meðal ann- ars, að með árásiuni á Finnland, eins og hún er tilkomin, hafi Stalin gengið að sovjet-stjórnarfyrirkomia laginu dauðn. Því landvinninga- stefna slík sje því ósamrýmanleg. ,,Daily Mail“ telur Stalin ekki eins hygginn og Hitler, afsakanir hans sjeu veikari, en „News Chron ýele“ segir, að sá einn sje munur- inn á Stalin og Hitler, að „Hitler háfi gert þetta fvrst“. Parísarblöðin fara ekki dult með, að þar í landi er litið á, að Riissar muni ætla sjer að halda áfram vestur á bóginn. „Tidens Tegn“ telur að Rússar hafi imeð þessari framkomu sinni sýnt met í níðingshætti. Pér Albin Hanson. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Samúðarkveðja Akureyringa Akureyri, 1. des. Stúdentafjelga Akureyrar og Norræna fjelagið hjeldu fund í Skjaldborg í kvöld, þar sem Finnlandsmálin voru rædd. Hús- fyllir var. Brynjólfur Sveinsson, formaður Stúdentafjelagsins, setti fundinn, en Steingrímur Jónsson fyrv. bæj- arfógeti var fundarstjóri. Frum- mælandi var Steindór Steindórs- son keunari. Rætt var um samúð- arávarp það frá ísl. þjóðinni, sem lesið hafði verið í útvarpinu. Lýsti fundurinn sig einróma samþykkan ávarpinu og skrifuðu allir fund- armenn undir það. Að síðustu voru sungnir þjóð- söngvar Finnlands og íslands. Það stóð til, að Stúdentafjelag Akureyrar hjeldi fullveldisfagnað, en honum var aflýst. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.