Morgunblaðið - 30.08.1942, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.1942, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. ágúst 1942. Beykjavíkurbrjcf Auglýsinga- stríðið um bók ina »Hlekkjuð þjóð« TT' RT þú komimii í auglýsinga * stríð við útvarpsstjórann?, spurði tíðindamaður Morgun- blaðsins Gunnar Einarsson prentsmiðjustjóra í gær. -— Varla getur það talist svo vera, svaraði Gunnar, en fyrst þú minnist á þetta mál, þykir mjer rjett að skýra almenningi frá málavöxtum: Jeg sendi nýlega Ríkisútvarp inu auglýsingu um tvær nýjar bækur, þ. e. bækurnar ,,Kat- rín“ og „Hlekkjuð þjóð“. Áð- ur hafði jeg sent útvarpinu bæk, urnar til umsagnar, eins og venja hefir verið. Hafði útvarp- ið getið bókarinnar ,,Katrín“ og birt auglýsingu um hana, en „Katrín“ kom út lítið eitt á undan hinni bókinni, ,',Hlekkj- uð þjóð“. En þegar hún kom út, sendi jeg útvarpinu auglýsingu þar sem vakin var athygli á báðum bókunum. En þá lagði útvarpsstjóri blátt bann við, að auglýsingin yrðí lesin í útvarp- inu og bar fyrir þá ástæðu, að á titilblaði bókarinnar „Hlekkj- uð þjóð“ væri ekki getið útgef- íandans. Mjer vfir ekki og er ekki kunnugt, að útvarpið hefði neinar reglur eða sam- þyktir, sem bannaði þetta. — Sjerstaklega kom mjer synjun útvarpsstjóra einkennilega fyr- ir sjónir, þar sem viðurkennt og alþekt fyrirtæki auglýsti bók ina undir fullu nafni, og mjer er ekki grunlaúst um, að hjer hafi meira ráðið efni bókarinn- ar, en hitt, að útgefandans var ekki getið á bókinni. Undanfarið hefir Ríkisút- varpið birt hverja auglýsing- una af annari um bækur, sem síst standa bókinni „Hlekkjuð þjóð“ framar, um efni eða mál. Má þar t. d. benda á bækurnar Sekar konur, Quislingar, Þema Hitlers o. fl. 0. fl. Og þráfald- lega hafa bækur verið auglýst- ar í útvarpinu, þar sem undir- skriftin var aðeins „útgefandi“, sem þó fæstir vissu hver var. — Hver er ástæðan til þess, að ekki er getið útgefandans á bókinni „Hlekkjuð þjóð“? : — Það er af vangá. Isafold- j arprentsmiðja hefir aldrei ætl- að að leyna því, að hún gefur bókina út, enda er nafn prent- smiðjunnar á bókinni, og hún hefir jafnan verið auglýst und- ir fullu nafni Bókaverslunar ísafoldarprentsmiðju. Jeg vil að lokum geta þess, segir Gunnar Einarsson, að þekt bókaforlag á Norðurlönd- um, H. Hagerup í Kaupmanna- höfn, gaf þessa bók út 1940. Hjónaband. í gær vöru gefin saman hjer í bænum ungfrú TTnn- ur Jakobsdóttir og Bjarni Bents- son húsgagnasmiður. Föðurbróðir brúðgumans, síra Böðvar Bjartía- son frá Rafnseyri gaf brúðhjónin saman. Heimili þeirra er í Míð- stræti 10. Friðarbæn heitir frumsamið ljóð, sem er nýkomið út. Ljóðið fæst hjá Jóni Eyjólfssyni blaðasala. ^Drengfamelsfara- mótlð: Utanbæjarmenii haía fengið 4 meistara, en Reykvlkingar einn 'C1 yrsta meistaramót drengja í frjálsum íþróttum hófst í gærkv. á íþróttavellinum í suð- austanroki. Þrátt fyrir hið óhag stæða veður náðist allgóður ár- angur í öllum íþróttagreinun- um. Fresta varð grindahlaup- inu vegna roksins. Urslit í ein- stökum greinum voru þessi: 100 m. hlaup: Drengjameistari: Guttormur Þormar, U. M. F. Fljótsdæla 12,2 sek. Finnbjöm Þorvalds- son, Í.R. 12,4 sek. Björn Rósin- kranz Á. 12,7 sek. Stefán Jóns- son Á 12,8. — Guttormur var greinilega sterkastur og má telja tímann góðan, því vindur- inn var heldur á móti. Finnbj. og Björn eru nýir og efnilegir. Gunnar Huseby vantaði. Hástökk: Drengjameistari: Magnús Guömundsson F. H. 1,65 m. Kristleifur Jóhannesson U. M. F. Reykd. 1,60 m. Ingólfur Steinsson í. R. 1,60 m. Ragnar Emilsson F. H. 1.50 m. Árangurinn er mjög góður, með tilliti ti lhins óhagstæða veðurs. Skúla Guðmundsson, drengjamethafann, vantaði til- finnanlega. 1500 m. hlaup: Drengjameistari: Sigurgísli Sigurðsson í. R. 4:40,6 mín. Jó- hannes Jónsson í. R. 4:41,8 m. Óskar Jónsson í'. R. 4,43,2 mín. Óskar Guðmundsson K. R. 4:51,8 mín. ÍR-ingarnir báru af í þessu hlaupi. Tíminn er þolanlegur. Kringlukast: Drengjameistari: Bragi Frið riksson K. S. 41,91 m. Tómas Árnason, Huginn 37,00 m. Jó- el Sigurðsson, I. R. 35,82 metr. Kristleifur Jóhánnesson, Umf. Reykd. 33,86 m. Bragi hafði mikla yfirburði. Tómas er einnig efnilegur kast- ari. Langstökk: Drengjameistari: Guttorm- ur Þormar, Umf. Fljótsd. 5,86 m. Svavar Pálsson K. R. 5,83 m. Stefán Jónsson Á 5,81 m. Finnbjörn Þorvaldsson I. R. 5,66. m. Nú var vipdurinn skáhalt með. Keppni var tvísýn og skemtileg. Skúla og Gunnar Huseby vantaði. Mótinu lýkur í dag. Kepnin í dag hefst ld. 314. Verður þá kept í 4x100 m. boðhlaupi, stangarstökki, kúluvarpi, 3000 m. hlaupi, spjótkasti, þrístökki og 400 m. hlaupi. Auk þess verður kept í 110 m. grinda- hlaupi ef vel viðrar. Reykvíkingar ættu að fjöl- menna á völlinn í dag, því kepn in verður áreiðanlega spenn- jandi og skemtileg, sjerstaklega ef veður verður gott. Alít erl. stríðs- frjettarítara FRAMH. AF ÞRIÐJU Sfi)U. Einstaka sinnum vill það til, að eftirlitsflugvjelar bandamanna og njósnaflugvjelar Þjóðverja hittast, en loftorustur eru sjald gæfar. Sprengjuflugvjelar eru ekki bygðar til að berjast í loft- orustum og þessvegna vilja báð ir aðiljar helst komast hjá bar- dögum.“ ★ Á þessa leið er gréin eins amerísks stríðsfrjettaritara, er fylgist vel með öllu, sem gerist hjer hjá hernum og veit hvað er að gerast. Híisnæðísmál Hafnarfjarðar FRAMH. AF ÞRIÐJU SlÐU. þess byggingarefnis, sem annars hefði verið notað til byggingar íbiiðarhúsa og notað það til bíó- byggingar sinnar. Byggingarfjelagi alþýðu hefir þó tekist að afla sjer byggingar- efnis til þess að reisa 5 hús, sam- tals 20 íbúðir. Standa þessi 5 myndarlegu hús fjelagsins norð- anvert við Hellisgerði, meðfram Skúlaskeiði, en unnið er nú að framlengingu þess frá Reykjavík- urvegi að Kirkjuvegi. Jeg hitti Óskar Jónsson, for- mann byggingarf jelagsins, að máli, þar sem hann var að líta eftir nýju húsunum og bað hann að segja Morgunblaðinu frá byggingu þessara húsa. Fórust honum orð á þessa leið: — Húsin eru fimm, samtals 20 íbúðir, sem skiftast þannig: Sex- tán eru þrjú herbergi og eldhús, en fjórar tvö herbergi og eldhús. Hiisin eru reist úr járnbentri steinsteypu og eru þrjú þeirra hit- uð með rafmagni, en tvö verða upphituð ineð kolum fyrst um sinn, þar til nægt rafmagn fæst. Verður þó lögð rafhitunarlögn í. þau tvö hús, svo að alt sje tilbúið til rafhitunar. Byggingarmeistari er Stein- grímur Bjarnason. Múrarameistari Einar Sigurðsson og málarameist- ari Björn Bjarnason. Kári Þórðar- son sjer um raflagnir í húsinu. Rafmagnsofnar eru frá Raf- tækjaverksmiðju Hafnarf jarðar h.f. Tvö húsin eru þegar tilbúin og verður flutt í þau ;nú um mánaða- mótin og eitt um næstu mánaða- mót. En tvö húsin verða eigi full- gerð fyr en á útmánuðum. Staðurinn, sem húsum þessum hefir verið valinn, er hinn prýði- legasti, svo að þegar jeg gekk á- fram upp eftir Skúlaskeiði og sá, að rúm myndi fyrir eitt hús eða svo í röðina, var það ósk mín, að Byggingarfjelag alþýðu mætti reisa þar eitt ágætis hús í viðbót og að hægt væri þá að kalla það hús verkamannabústað. Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- trúlofun sína ungfrú Jóhanna Hjaltadóttir, Reynimel 50 og Björn Tlelgason verslunarmaður. Fulltrúaþing' sambands íslenskra barnakennara verður sett n.k. þriðjudag kl. 2 í kennarastofu Austurbæjarskólans. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. Fyrir rúmlega áratug hóf' Jón heitinn Þorláksson máls á raforku þörf sveitanna og sýndi alþjóð fram á, hvílíkt nauðsynjamál það er. Þá þótti Framsóknar- mönnum tillögur hins mæta fram- faramanns vera of stórfeldar til þess að þeim yrði í alvöru gaum- ur gefinn. En hann markaði stefnuna í því máli, sem Sjálfstæðismenn hafa fylgt síðan, þó takmarkaðir möguleikar íil fjáröflunar hafi dregið úr framkvæmdum. Með for- ystu sinni í virkjun Sogsins lagði fyrv. formaður Sjálfstæðisflokks- ins þann verklega grundvöll í þessu stórfelda framfaramáli. Því frá Sogsvirkjuninni fyrst og fremst vaxa möguleikarnir til að dreifa rafmagninu um landið. Kjarnfóður- tryggingin. llum sanngjörnunji mönnum kemur saman um, að eitt mestá happaverk, sem gert hefir verið, til að draga iir erfiðleik- um bænda nú á tímum sje það, þegar ríkisstjórnin gekst fyrir því, að tryggja bændum síldar- mjöl fyrir sama verð í ár og það fjekst fyrir lægst verð í fyrra, ÆPING ASTAÐUR: Engey Grótta ' Keflavík Kaldaðarnes kr. 32 sekkinn. Talið er, að sekk- urinn kosti nú annars um eða yfir 50 krónur og verði því nál. 20 krónur, sem munar á verði hvers mjölsekks. En einmitt með því, að ríkissjóður hleypur undir bagga, geta bændur fengið nægi- legt fóður til að halda uppi bú- stofni sínum, þrátt fyrir fólks- eklu og hátt kaupgjald. Til þess að aðflutningur á fóð- urmjölinu verði sem greiðastur hefir stjórnin heitið því, að bænd- ur geti'fengið mjölið kevpt fyrir þetta tiltekna verð í hverri síld- arverksmiðju sem vera skal, og það er hverjum nærtækast. Það vakti miltla athygli á Al- þingi, er Hermann Jónasson fyr- verandi forsætis- og landbúnaðar- ráðherra lýsti skeytingarleysi sínu um hag bænda með því að telja síldarmjölsútvegun þessa svo ó- merkilegt mál, að naumlega væri það þess vert, að um það væri talað. Meðan hann var í ráðherrastóli og afurðaverðið lægra sem kunn- ugt er, en síldarmjölsverðið hærra, Jjet hann sig það einu gilda, enda eru ummæli hans nýlega á Alþingi í samræmi við þetta tóm- læti hans. HÆTTUSVÆÐI: Flóinn vestur af Engey Flóinn norðvestur af Gróttu Flóinn austur af Keflavík Ölfusá og mýrarnar rjett sunnan við Kaldaðarnes Á þessu tímabili munu einnig verða skotæfingar við Ösa á Reykjanesi og verður skotið á skotmörk, sem verða á norðurströnd Ósa. Varðmenn munu látnir gæta alls öryggis meðan á æf- ingum stendur. Trjesmiðafjelag Reykjavíkur heldur framhald§-aðalfund mánud. 31. ág. 1942 í Ba’ðstofu iðnaðarmanna kl. 8V2 síðdegis. 1. Tekin ákvörðun um kaupgjaldið, þar eð síðasti fund- ur var ekki lögmætur samkv. fjelagslögunum. 2. Önnur mál. Fjelagsmenn eru alvarlega ámintir um að mæta á íundinum, og mæta stundvíslega. STJÓRNIN. Fri SlfrimaDnaskólanum: Kennara í sjóvinnu vantar við siglingafræðinámskeið- in á Akureyri og í Vestmannaeyjum á komandi hausti. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir lok september- mánaðar. Skólastjóri Stýrimannaskólans. Tilkynning um skotæfingar Á tímabilinu frá 31. ágúst til 15. september 1942 mun setulið Bandaríkjanna við og við hafa skotæfingar á skot- mörk, sem dregin verða af flugvjelum. Æfingastaðir og hættusvæði verða sem hjer segir:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.