Morgunblaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 1
i I i I Rússar 72|km. frá Berlín li -J Orustan um borgina að hefjast Fundur ,,hinna þriggja stóru‘\ Þjóðirnar iái sjáltar að ráða sijórnar- iari sínu Eftir Jon Kimche. ÞAÐ ER almenn skoðun hjer í Eondon, að fundur „hinna þriggja stóru“ sje nú þegar haf inn, eða sje í þann veginn að hefjast, en. ekki er talað um, hvar fundurinn sje haldinn. Búast má við stórmerkilegri yfirlýsingu svo að segja undir eins um, hvað bandamenn gera \-ið. Þýskaland. Bæði Roosevelt og Churchill hafa látið þær skoð anir sínar í ljbs, að þeir muni heimta skilyrðislausa uppgjöf Þjóðverja. Þó gæti þetta þó breyttst, eins og á Ítalíu, ef vis$ slcilyrði eru fyrir hendi. Harry Hopkins hefir látið svo um mælt, að á fundi „hinna þriggja stóru“ verði aðallega ræft um stjórnmálaástandið í Evrópu. Þetta styður mjög þá skoðun, sem mjög er á lofti hjer í London, að Roosevelt forseti hafi meðferðis á fundinn á- kveðnar tillögur um það, hvern ig fara skuli með Þjóðverja. Roosevelt mun lýsa því yfir afdráttarlaust, að hann sje á móti því, að tilraunir verði gerðar til að þrengja ríkisstjórn um, upp á þjóðir, sem frelsaðar hafa verið, hvort sem um er að ræða hægri eða vinstri stjórnir. Þjóðirnar verði sjálfar að á- kveða stjórnarfar sitt. Roosevelt mun og bera fram ákveðnar kröfur í sambandi við meðferðina á Þjóðverjum. — Verði kröfum hans ekki sint, mun hann hóta því, að hætta láns- og leiguviðskiptum og fjárlánum frá Bandaríkjunum til bandamanna. — Reuter. Tjekkóslóvakar viður- kenna Lublin-nefndina. LONDON í gærkveldi: Stjórn Tjekkóslóvakíu hjer í London, hefir viðurkent Lublin-nefnd- ina pólsku sem bráðabirgða- stjórn Póllands og hefir ákveð- ið að taka upp stjórnmálasam- band við hana. — Reuter. Alexei Tolstoy veikur. LONDON: — Alexei Tolstoy, rússneski rithöfundurinn og frændi Leo Tolstoy, er hættu- lega veikur, segir í fregnum frá Moskva. Reynt er að lækna hann með penicillin. KORT af vígstöðvum hersveita Zukovs, sem sækja til Berlín og Stettin. Á kortinu sjest Landsberg og fleiri borgir, sem nefndar eru í frjettum í dag. Fljótið Oder og helstu vegir til Berlín eru sýndir á kortinu. Þjóðverjar hörfa í Sigfried-virkin London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Á VESTURVÍGSTÖÐVUNUM virðist nú svo sem Þjóðverjar hörfi á nær.allri víglínunni inn í Siegfried-virkjabeltið. Banda- menn hafa allsstaðar sótt nokkuð á og á sumum stöðum sækja þeir inn í Þýskaland- í ílollandi tókst öðrum breska hernum að brjótast yfir ána Kör skamt fvá Rörmond, eftir að eystri bakkar árinnar höfðu legið undir látlausri stórsbothríð. Sunnár sa'kja lierir bandamanna fram á nær f>0 km. vígiínn. Ilafa þeir sótt í dag um 3—4 km. inn í Þýska land og tekið nokkur Jiorp. Þriðji ameríski lierinn hefir sótt yfir ána Orbe og náð íótfestu á svæði anstan henn- ar, sem er rúmir 8 km. að iengd og yfir þrjá km. breitt, þar sem herinn hefir sótt lengst fram. Við Monschau veittu Þjóðverjar öflugt við- inim. Danskir liðsforingjar handsamaðir ÞAÐ hefir lengi verið álitið, að Þjóðverjar ætluðu að tryggja sjer gisla meðal danskra liðs- foringja. Samkvæmt frjettum frá Danmörku eru þeir þegar byrjaðir þessar handtökur. Á Aarhus hafa Þjóðverjar m. ja. tekið þessa liðsforingja hönd |um: Kaptein Rasmussen, Lor- enzen, Skodsborg-Nielsen og Raahauge-Nielsen, sem allir tilheyra lofthernum. Þá hafa og fleiri liðsforingjar verið teknir höndum. (Samkv. frjett Framhald á 8. síðu frá danska sendiráðinu). Stetiin og FrankiurS við Oder, í hæSSu London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HERNAÐARSJERFRÆÐINGUR þýsku frjettastofunn- ar, von Oldberg ofursti að nafniy skýrir svo frá í kvcild, að fremstu vjelahersveitir Zukovs hafi sótt fram eftir aðalveginum til Berlínar og hafi í kvöld komist í Oder- dalinn, fyrir norðan Frankfurt við Oder. Sjeu hersveitir þessar irman við 45 mílur (72 km.) frá Berlínarborg. Vjelahersveitirnar eru komnar alla leið að Oderbrúck, bætti Oldberg við. Hemaðarsjerfræðingur Reuters segir, að með Oderbruck sje venjulega átt við áveitusvæði á vesturbakka Oderfijóts fyrir norðan Frankfurt og Kustrin. Ef þetta er rjetl hermt hjá hinum þýska ofursta, þá þýðir það það, að Rússar eru komnir um 80 km. inn fyrir landamæri Brandenburg- hjeraðs. Mikiar loftárásir á Vínarborg RÓM í gær: — Um 750 sprengjuflugvjelar, sem bæki- stöðvar hafa í Ítalíu, fóru til árása á Vínarborg og svæðið um hverfis borgina. Var aðallega ráðist á olíuvinslustöðvar og olíubirgðastöðvar. Ennfremur var ráðisl á samgöngumiðstöðv ar í Graz, sem er um 150 km. fyrir suðvestan Vínarborg. Loks var ráðist á Brennei-skarðsjárn brautina og prustuflugvjelar fóru til árása á staði í Norður- Ttalíu. Skærur á tandi. Litið er enn um landbardaga á Ítalíu. Þjóðverjar háfa ráð- ist á stöðvar 8. hersins breska á suðurbökkum Senio ánnnar. Undanfarið hafa framvarða- sveitir haft sig allmjög í frammi á suðurbökkum Senio-árinnar og hermenn bandamanna hafa heyrt miklar sprengingar hjá Rivoia. , Á vígstöðvum 5. hersins, á vestanverðum Ítalíuskaga, hafa Þjoðverjar haldiö uppi óvenju- miklum árásum með sprengju- vörpum og vjelbyssum. — — Reuter. Gylta verður manni að bana. LONDON: — Það bar við í smábænum Farrington á dögun um, að bóndi nokkur, William Holliday að nafni, 61 árs, var á leið með svín til slátrunar í vagni sínum. Gylta ein, sem var meðal svínanna er slátra átti, ýtti við bóndanum svo að hann fjell af vagninum og beið bana. Orustan um Berlín að hefjast. Annar þýskur hernaðarsjer- fræðingur, Max Krull, segir u kvöld, að fótgöngulið hafi fylgt á eftir vjelahersveitum Zukovs og sje hann nú tilbúinn að réð- ast á Berlínarborg sjálfa. Rússar segja 104 km. frá Berlín. Rússar segja hinsvegar í sin- um fregnum, ekki frá því, að þeir- sjeu komnir jafn nærri Berlín og Þjóðverjar vilja vera láta. í dagskipan frá Stalin í gærdag segir, að hersveitir Zu- kovs hafi tekið Landsberg, vi.ð aðalveginn til Berlínar, en sú borg er um 112 km. frá Berlín. Síðar í gærkveldi bárust nýjar fregnir um, að Rússar hefðu sótt fram og væru komnir til borgar, sem er 104 km. frá Ber lín og 80 km. frá Stettin. Sóknin í Austur- Prússlandi. í fyrri dagskipan sinni (um fall Landsberg) segir, að her- sveitir Zhukovs hafi einnig tek ið tvær aðrar stórar borgir í Pommern, Flatow og Jastrow. fyrir norðan Schneidemúle. Á þessum slóðum tóku Rússar 50 aðra bæi og þorp. I annari dagskipan sinni í gær segir Stalin frá töku stór- borga í Austur-Prússlandi. — Þeirra merkust er Heilsberg. sem er um 50 km. fyrir sunnan Königsberg. í Heilsberg var mik il þýsk útvarpsstöð, en það, sem mest er um vert fyrir Rússa, er að borgin er við einn af aðal- jóðvegunum, sem Þjóðverjar höfðu frá Königsberg.. Königs- berg er nú nærri umkringd. Þá sagði Stalin, að hersveitir Chernyakovskis hefði tekið Framli. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.