Morgunblaðið - 13.11.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.11.1946, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. nóv. 1946 Framh. af blp. 7. g|etum á 5—ÍÓ árum nað langl; í'L>eim efnum. Ef um langvarandi útflutning gæti orðið að ræða, yrðum við að fara gætilega í sakirnar í fyrstu og vanda mjög val hross- anna. — Fyrstu 2 árin gætum við varla flutt út meira en ca. 1400 hross árlega á aldrinum 2—4 vetra. Næstu 2—3 ár ca. 2100 en úr því 3—500 árlega. Ekki vil jeg á þessu stigi málsins spá neinu um mögu- leika á því, að þetta geti orðið að veruleika, en þarna álít jeg að geti verið um mjög stórt mál að ræða, sem talsvert sje leggj- andi í sölurnar fyrir. A þennan hátt gæti hrossa- rækt og hrossauppeldi orðið mjög arðvæn og ánægjulegur atvinnurekstur, • sem jeg veit, að bændur almennt hefðu un- un af að stunda. Gunnar Bjarnason. London í gærkveldi. FLOTAM AL ARÁÐUNEYTI Bandaríkjanna hefir tilkynrit að amerísk flotadeild muni á næstunni heimsækja margar hafnir við austanvert Miðjarð- arhaf í kurteisisskvni. Verður þetta allstór flotadeild og er í henni flugvjeTaskipið Randolf, 27.000 smál. að stærð og enn- fremur stórbeitiskipin Fargo, Houston og Huntingdon. Þá eru margir tundurspillar Skipin munu meðal annars heimsækja eftirtaldar hafnir: Smyrna og fleiri tyrkneskar hafnir, Pyræeus, Canea á Krít, Alexandriu, Port Said og Jedda í Arabíu. Stendur ferðin lengi yfir. — Reuter. — Saga Vestaanna- eyja Frarnh. aí bls. 5. engin hætta á að forsaga Vest- mannaeyja glatist. Munu Vest- manneyingar og aðrir fagna því að nú er saga hinna frægu eyja komin í eina heild, vel rituð og greinileg. Og höfund- ur mun hljóta þær þakkir, sem hann á svo ríkulega skiiið. •— ísafoldarprentsmiðja gefur verk ið út og er vel frú útgáfunni gengið. J. Bn. Þjer þurfið ekkcrt að óttast, — ef | þjer hafið Amolin við hendina. I Heildsölubirgðir: | Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Guíibrúðkaup Gullbrúokaup eiga í dag frú Elínborg Guðmundsdóttir og Guðjón Þorgeirsson, fyrverandi bóndi að Arnarnúpi í Dýrafirði. Jasshljómieikarnir vðkiu geisihrifniRgii JASSINN á marga unnendur í Reykjavík. — í gærkvöldi á fyrstu tónleikum Buddy Feath erstonehaugh and his Sextette í Gl. bíó, var hvert sæti skipað. Hljómsveitinni var tekið vel. — Fagnaðarlætin eftir hvert lag gífurleg og varð hljómsveitin að leika fjölda aukalaga. Hljómsveitarstjórinn Ijek einleik á tenórsaxafón, lagið Body and Soul. Vakti leikur hans mikla hrifningu. Enda varð hann að leika aukalag. — En mjer þykir þeir taka full- mikið upp í sig enskir gagn- rýnendur, er þeir jafna leik hans við Coleman Hawkins. Gítarleikarinn Frazer, ljek hið gamla góða lag: Rain in September. Það er álitamál hvort hann sje ekki besti mað- urinn í hljómsveitinni. Moss, trompetleikari hljóm- sveitarinnar, hefur mikið svið. Sumir hjeldu að hann mundi leika væmið eins og Harry James, þegar hann spilaði „I ’m in the mood for love“, en svo varð ekki. Mun jafn hreinn og fallegur tónn ekki hafa hafa heyrst hjer. Píanóleikarinn Pale hefir mikla teknink og hann er það, sem kallað er „Swingisti". — Mesta athygli vöktu tvö lög, er hann ljek Holiday for Strings og Nigth and Day. Maðurinn, sem hjelt hljóm- sveitinni uppi, ef svo mætti að orði kveða, var bassistinn Sey- mour. Hann ljek góðan einleik í nokkrum lögum, en mjer fanst þeir vera heldur stuttir. Við trommuna er Lofts. •— Hann vakti einna mesta at- hygli, er hann söng með undir- leik hljómsveitarinnar Hey Ba Ba Re Bop. Einnig þegar hann ljek með trommukjuðunum á strengi bassans í Blues for Jack. Það var sannarlega ánægju- leg stund í Gl. bíó í gærkvöldi. í fyrsta sinn gafst Reykvíking um kostur á að heyra jass- hljómsveit. Jeg leyfi mjer fyrir hönd þeirra, sem þar voru í gærkvöldi, að þakka Buddy og hljómsveit hans fyrir góða skemtun. Sv. Þ. 93,3 pd. fasfelgna í faiisar effir eyðing- una NÚ er rottuherferðinni, sem fram fór hjer í Reykjavík, lokið og liggja fyrir yfirlýs- ingar um að 97,3% af fast- eignum á eyðingarsvæðinu sjeu nú rottulausar. Af 4858 fasteignum á upp- haflega eyðingarsvæðinu reyndust við fyrstu athugun 953, eða 19, % vera rottulauS ar. Eitrun fyrir rottur og mýs voru framkvæmdar í 3905 húsum og að eitruninni lok- inni lágu fyrir yfirlýsingar 3773 af þessum eignum, að þar væri ekki lengur vart við mýs eða rottur. Framvegis verður reynt að halda rottugangi hjer í bæn- um í skefjum, og er fólk því beðið um að tilkynna um rottugang til skrifstofu heil- brigðisfulltrúa, Vegamóta- stíg, sími 3210, milli kl. 10 og 12 f. h. Framhald af b’s. 9. leg framvinda í fræðslumál- um hefir jafnan leitt til bæði hjer á landi og með öðrum þjóðum. í okkar fámenna ís- lenska þjóðfjelagi munar svo miklu um hvern einstakling, hvort úr honu.m verður það besta, sem orðið gat, eða hann mistekst. Hjá miklum hluta þjóðarinnar liggur himinvídd milli þess, sem úr börnunum varð, og hins, sem úr þeim hefði getað orðið, ef uppeldið hefði verið í betra lagi. Fyrir þessi mistök glatast þjóðinni stöðugt ómetanleg menning- arleg, siðferðileg og efnaleg verðmæti. Við þessu tjóni má hún ekki lengur, ef hún vilJ eiga sjer tilveru sem sjálfstæð r ænningarþ j óð. Því er það ósk og von ís- lenskra skólamanna, að Al- þingi hætti ekki við hálfgert verk, en ljúki við fræðslulög- giöf þessa á jafn myndarlegan hátt og það byrjaði hana. Enn er spuri um hersíyrk Rússa London í gærkvöldi. ■^ÍEINN af þingmönnum breska íhaldsflokksins, Har- old Macmillan, sem áður var fulltrúi Breta í Austurlönd- um gerði að umræðu í dag fyrirspurn Churchills um her styrk Rússa í hernumdu lönd unum og sagði: „Stjórnin veit um herstyrk Rússa og samt svarar hún ekki. Um- mæli Stalins hafa ekki full- vissað mig um hver styrkur Rússa í þessum löndum er, hann minnir mig óþægilega á samskonar ummæli, sem voru viðhöfð fyrir 10 árum, árið 1936. Við höfum ekki eins mikinn áhuga á því sem Stal in segir, eíns og því sem hann gerir. Jeg spyr því Attlee aftur: Er það satt eða er það ekki satt, að Rússar hafi 200 herfylki undir vopnum á her námssvæðum sínum og í hin- um hernumdu löndum?“ — Reuter. Vaknaði við vondan draum CLARKSBURG, Kaliforníu - AP—: Liz Nagetti er 33 ára vinnumaður á sveitabæ hjer í grendinni. Á dögunum datt honum í hug áð fá sjer miðdags blund og valdi sjer svefnstað í forsælu skamt frá dæluhúsi. Hann vaknaði við að kúlnaregn úr byssu dundi fram hjá hon- um. Hann reyndi að gefa nær- veru sína til kynna með því að rjetta upp hendina fyrir hornið á dæluhúsinu, en þá tóku kúl- ur af honum tvo fingur á hægri hendi. Skýringin á skothríð- inni var sú, að þrír lögreglu- þjónar voru parna á ferð og ákváðu að æfa sig dálítið í skot fimi þarna úii í sveitinni, og völdu dæluhúsið að marki. & £k a Efflr Robsrí A * þuíl’£ uRPJZP i iK TWP vVA‘<£ I Ct- ATTOPNF.V j CA&. i PH:L bTJVii:'} ! 4 bZAJ? v.-P | IrJAT >E ' -AERED L.úC'S WfcNT**« IT’5 &TOPPIN6 AT J CRUI6E ON TME BELMONT / 3V AND TMEN APARTMENTð/SIRJ l C\RCLB TME BLOCK 1 ípió, Kiny. Fcaturcs Syhific.itc, ínc., World fii A FEW /VIINUTES LATER.. II MV WUNCH WAð RlöMT— 6L\ö6'S CALLINö ON 6MEPRV KRATER! HE WllöMT JU6T BB NOTIFVINÖ MEK OP HER STEPFATHER'S DEATH ... ON THE OTHER HAND— » X-9 (hugsar). Hjer hefir einhver verið að æfa sig. Humm, mörg af þessum orðum koma fyrir í „kveðjubrjefinu“ sem fannst hjá Krater. — Bíl- stjórinn: Hann fór inn í Belmont húsið. X-9: Akið þá framhjá og kringum bygginguna. Fáein- um mínútum síðar athugar X-9 hverjir búi í bygg- ingunni og segir: Rjett til getið hjá mjer. Sligg er að heimsækja Sherry Krater. Hann gæti verið að tiikynna henni andlát fósturföður síns ... eða kannske ........

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.