Morgunblaðið - 14.01.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1950, Blaðsíða 1
16 síður Þekfir sfjórnmálaandslæðingar í Ífalíu. PALMIRO Toglialti <til vinstri), leiðtogi ítalskra kommúnista, reynir nú að gera sjer mat úr óeirðunum, sem urðu í Modena s. 1. mánudag, en í þeim ljetu sex menn lífið. Togliatti kennir Stjórninni um óeirðirnar. De Gasperi (til hægri), foringi kristilegra demókrata og forsætis- ráðherra Italíu, neitar þessum ásökunum eindrcgið. 14 Éra piltur einn á fiskibát á Norðnrsjó Rændi báinutn og hjeft ti! haís Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. EDINBORG, 13. janúar. — Breskur togari fann í dag fiskibát- inn „Girl Jean“, sem 14 ára piltur tók í heimildarleysi síðast- l:ðinn þriðjudag og sigldi út á Norðursjó. Þegar vjelbáturinn fannst, var hann staddur um 215 sjómílur norð-norðaustur af Humber, heimahöfn sinni. Norðmenn bíða eftir síldinni OSLO, 13. jan.: — Síðustu viku hefir norski síldveiðiflotinn verið tilbúinn að fara á síld- veiðar og beðið eftir síldarfregn ’ um, en engar hafa borist til I þessa. Miðstöð vetrarsíldveið- anna við Noreg er í Maalö við Nordfjord. Þar liggja nú 500 skip með samtals 10,000 manna áhöfnum. I dag var stormur á miðum og gátu skipin ekki farið út að leita síldar. Skip og flugvjelar leituðu. Pilturinn, sem tekinn var í dag um borð í togarann, er fann ,.Girl. Jean“,. skýrði áhöfninni frá því, að hann hefði ekki bragðað mat í tvo sólarhringa. Var talsvert af honum dregið eftir siglinguna, en allt frá því að hann tók bátinn eignarhaldi, hafa skip og flugvjelar leitað hans. Þykir það næsta furðulegt, hvernig þessi strákhnokki hef- ur getað losað festar fiskibáts- ins, komið vjel hans af stað og siglt út í æfintýrið. írar hefja hvalveiðar LOKIÐ er byggingu nýtisku hvalvinnslustöðvar í Ardelly Point í Mayo á írlandi og ætla írara að hefja þar hvalveiðar innan skams. Er búist við að um 200 manns fái atvinnu við hvalveiðistöðina sjálfa, auk á- hafna á hvalveiðiskipunum. Norðmenn standa að ein- hverju leyti á bak við hvalveið- ar þessar. Er talið að mikið sje tím hval undan írlandsströnd- um, en einnig mun vera ráð- gert að leita norður á bóginn í Atlantshafi, að hval. Nýlega voru menn frá Clyde ráðnir til hvalveiðistöðv arinnar. Segja blöðin, sem geta um þessar hvalveiðar, að þeir hafi reynslu í hvalveiðum frá íslandi. ---—-------------- Ráðslefnunni í (ol- ombo að Ijúka COLOMBO, 13. jan.: — Starfi samveldisráðstefnunnar hjer í ! Colombo, Ceylon, er nú að heita má lokið. Verður seinasti fundurinn haldinn á morgun og þá munu fulltrúarnir flytja kveðjuræður sínar. Ráðstefnan hófst fyrir fimm dögum. — Reuter. Skotvopn TOKYO, 13. jan. — Skýrt var frá því hjer í Tokyo í dag, að ákveðið hefði verið að búa jap önsku lögregluna skotvopnum. — Reuter. Hermenn í heimsókn LONDON, 13. jan.: — Yfir 50 hollenskir hermenn eru nú komnir í heimsókn til breska hersins. í ráði er, að þeir taki þar þátt í skotæfingum. líommar efna til skríls- láta í Ráðhúsinu í Höfn KAUPMANNAHOFN, 13. jan.: — Fámennur hópur kommúnista efndi til skríls láta, sem lauk með alvar- legu uppþoti í Ráðhúsinu í Kaupmannahöfn í gær- kveldi. Borgarstjórnin var að ræða tillögu frá kom- múnistum um aukna eldi- viðarlijálp til atvinnu- lausra, er kommúnistar gerðu tilraun til að hleypa upp fundi borgarstjórnar- innar. Kommúnistar, sem höfðu komið sjer fyrir meðal á- heyrenda, hófu hróp af borgarráðsmönnum er þeir voru að tala. Notuðu þeir ljótustu orð tungunnar, hrópuðu skammaryrði og hótanir. Þeir æptu t.d. „glæpa- menn“, „alþýðuflokks- svín, ykkur skal öllum verða útrýmt“. í fyrsta sinni í sögu Ráð- liússins í Kaupmannahöfn varð lögreglan að ryðja á- heyrendapalla á borgar- stjórnarfundi. Blaðið Social-Demokrat- en segir, að þessi skríls- læti og ofbeldisaðferðir kommúnista sjeu athyglis- verðar og „lærdómsrík kennsla í lýðræðislegum umgengnisvenjum“. — Páll. 65 menn fórust með Truculent Aðeins 15 varð bjargað 50 herskip og björgunarskip á staðnum í gær. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LONDON, 13. janúar. — Breska flotamálaráðuneytið tilkynnti í kvöld, að vonlaust megi telja, að fleiri sjeu á lífi af kafbátn- um Truculent, en þeir fimmtán menn, sem bjargað var í gær- kvöldi. Telur ráðuneytið, að slá megi því föstu, að 65 manns hafi farist í þessu voðalegu sjóslysi, en 80 menn voru um borð í kafbátnum, er hann sökk, eftir að hafa rekist á 600 tonna sænskt vöruflutningaskip. Áreksturinn varð í m'ynni Thames og í fyrri frjettum var sagt, að 76 menn hefðu verið í kafbátn- vm, en það reyr.dist rangt. ■^Kafarar komast að Þúsundir fugla farast KAUPMANNAHÖFN, 13. jan.: — Mikill harmleikur á sjer þessa dagana stað við Kattegat. Tugþúsundir sjófugla týna líf- inu, en þeir hafa lent í olíu, sem ekki er talið ólíklegt, að komi frá olíuflutningaskipi, sem sökkt hafi verið í stríðinu. Þúsundir dauðra og hálf- dauðra fuglá liggja á víð og dreif meðfram ströndunum, en sjómenn hafa aflífgað marga og stytt þannig þjáningar þeirra. — Reuter. Slefnuyfirlýsingar vegna kosninganna í Brellandi LONDON, 13. jan.: — Búist er við því, að stefnuskrá verka- lýðsflokksins breska verði birt opinberlega snemma í næstu viku. Þá má einnig búast við stefnuyfirlýsingu frá kommún istum, en ennþá er ekki vitað fyrir víst, hvenær íhaldsmenn birta sína stefnuskrá í sam- bandi við kosningarnar. Leiðtogar flokksins munu hinsvegar koma saman til fund ar fyrri hluta komandi viku. — Reuter. Kommar viðurkendir HELSINGFORS, 13. jan..: — Finnska stjórnin viðurkenndi í dag kínversku kommúnista- stjórnina. Að minnsta kosti tólf lönd hafa þá veitt kommúnist- unum viðurkenningu sína. — Reuter. [ostello hjá páfa RÓMABORG, 13. jan.: — Cost- ello, forsætisráðherra Eire, gekk í dag á fund páfans. Cost ello er í tíu daga heimsókn í Rómaborg. — Reuter. bátnum. Flestir þeirra fimmtán, sem björguðust, komust úr bátnum, eftir að hann var sokkinn á 15 feta dýpi. Voru menn þessir staddir í vjelarúminu og kom- ust út með aðstoð björgunar- tækja. í alla nótt og í dag hef- ur verið reynt að ná þeim mönn um, sem enn er vitað að í kaf- bátnum eru, en þær tilraunir hafa reynst árangurslausar. Þó hafa kafarar komist niður að honum en engin merki heyrt, sem bent gætu til þess, að nokk- ur maður væri á lífi þar niðri. Flögg í hálfa stöng. í kvöld eru um 50 herskip og björgunarskip á slysstaðnum, oll með fána í hálfa stöng. Kast- ljós þeirra lýsa upp baujuna, sem losnaði frá kafbátnum, er hann sökk, og nú merkir slys- staðinn. Talsmaður flotamálaráðuneyt isins skýrði frá því í kvöld, að bátnum, sem var 1500 tonn, yrði varla náð upp fyrr en eftir þrjá til fjóra daga. Schumacher feominn lil Bomt BONN, 13. jan.: — Robert Schu man, forsætisráðherra Frakk- lands, kom til Vestur-Þýska- lands í dag. Er talið, að hann hafi hug á að reyna að leysa deilu Frakka og Þjóðverja við- víkjandi framtíðarstjórn í Saar. í kvöld var í ráði að Schuman ætti viðræður við dr. Konrad Adenauer, vestur-þýska for- sætisráðherrann, og aðra þýska embættismenn. — Reuter. Smjörreki \ Noregi OSLO: — Meir en 15 tonn af smjöri hafa fundist á reki í námunda við Egersund í Nor- egi. Smjörið, sem ekki er ætt og talið að komið hafi úr þýsku skipi, er sökkt var á striðsár- unum, verður selt til sápufram- leiðenda. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.