Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 73. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6
MORGVJSBLABIÐ
Fimmtudagur 27. marz 1958
BOKAÞATTUR:
Borgin hló
Matthías Johannessen: Borg-
in hló. Ljóð. 48 bls. Helgafell,
Beykjavík 1958.
Reykjavík hefur eignazt nýtt
skáld sem syngur henni ljóð sín
með nýstárlegum hætti. „Borgin
hló" er skilgetið afkvæmi sam-
tímans bæði í hugsun, formi og
tungutaki. Á sama hátt og Tóm-
as Guðmundsson orti um Reykja-
vík kringum fyrri heimsstyrjöld
yrkir Matthías Johannessen um
höfuðborgina eftir síðari heims
styrjöldina með sínum sérstaka
og persónulegá hætti. Ljóð þenia
eru annars alveg óskyld, bæði
vegna þess að Matthías hefur
„andað borginni að sér" alla ævi
en Tómas var aðkomumaður, og
ekki síður vegna hins að æskan
hefur breytzt, borgin hefur
breytzt, iífið hefur breytzt.
Reykjavíkur-ljóðin í „Borgin
hló"     eru     öll     rímlaus,
ea þau eru mjög vandlega
„byggð", og mættu þeir, sem
halda að rímlaus ljóð séu ekki
annað en laust mál í mislöngum
línum, gjarna athuga þau nánar.
Matthías Johannessen er að
mínum dómi einn bezti „arki-
tektinn" í hópi yngri skálda. Með
„byggingu" ljóðanna á ég að
sjálfsögðu við samstillingu mynd
anna, notkun endurtekninga og
tilbrigða, hrynjandi; í sem fæst-
um orðum allt sem stuðlar að því
að gera ljóðið heilsteypt og marg
rætt. „Jólasnjór" er gott dæmi
um ákaflega vel „byggt" Ijóð.
Ég held að sum ungu skáldin gefi
þessu atriði alltof lítinn gaum í
ljóðagerð sinni.
Myndirnar í „Borgin hló" eru
ekki fjölbreytiiegar og fáar
þeirra sérlega nýstárlegar, en
tungutakið er eðlilegt og nútíma
legt. Skáldið yrkir um „götur
með varir votar af tjöru", „hlát-
ur götunnar", „kalýpsó af plötu",
brjóst „sem teygðu sig út í lífið
eins og blóm við Frakkastíg",
æsku í rauðri úlpu og svörtum
sokkum, unga stúlku við barinn,
unglingsstelpu sem er nýbyrjuð
að drekka kókakóla á Adlon o.
s.frv.
Ljóðin eru snjallar svipmyndir
úr lífi borgarbarnsins, áhrifa-
ríkar af því þær eru blátt áfram
og ósviknar, þar er hvorki til-
gerð né mærð. Það sem helzt
mætti að Reykjavíkur-ljóðunum
finna er hve keimlík mörg þeirra
eru. Þau eru í rauninni flest til-
brigði við sama stef. Stefið er
söknuðurinn yfir liðnum tíma og
vitundin um fallvaltleikann:
„Þegar myrkrið settist að í aug-
um þínum ...", „Manstu þegar
æskan sagði skilið við þig ...",
„það er svört mold á milli okk-
ar", „Það er farið að hausta og
nóttin liggur svört á milli okk-
ar", „Áður en þið vissuð af var
sólin horf in úr augum ykkar..",
„Það var undarleg tilviljun.að
við skyldum hittast á hausti".
Kannski má segja, að baráttan
við tímann sé grunntónninn í
bókinni, við tímann í gervi hins
mikla óvinar sem brýtur niður
og leggur í eyði. Vopnið gegn
tortímingarvaldi hans er ljóðið
senn endurskapar hið liðna
augnabiik og gefur því „ódauð-
leik". Hvert ljóð er í rauninni
ógilding á hinu skelfilega valdi
tímans. Þegar augnablikið hefur
verið höndlað, þegar það hefur
fengið líf ljóðsins, þá glatar tím-
inn mætti sínum. Mér virðist
þetta hafa gerzt í mörgum ljóð-
um Matthíasar Johannessen,
bæði borgarljóðunum og nokkr-
um öðrum, einkanlega ljóðun-
um „Við linditréð hjá Garði",
„Hugsað til herra Jóns Gerreks-
sonar", „Jóhann Sigurjónsson"
og „Hjá Ásmundi".
Ég býst ekki við að hér sé um
að ræða neina heimspekilega
heildarsýn skáldsins, heldur hef-
ur  eðlisávísun  hans leitt hann
inn á þessa braut, eða réttar
sagt: „heimspekin" hefur vaxið
upp af Ijóðum hans án þess að
hann hefði nokkurn meðvitaðan
heimspekilegan tilgang með
þeim, þegar hann var knúinn til
að yrkja þau.
Matthías Johannessen
En það eru fleiri tónar í bók-
inni. Hið magnaða ljóð „Þið
komuð aftur" er af öðrum toga
spunnið en hin angurværu borg-
arljóð. Þar talar maður sem lif-
ir nútímann á dýpri hátt, tekur
þátt í þjáningum hans og örvænt
ingu. Égj^ief rætt um það í þess-
um þáttum áður, hvaða hætta er
skáldum búin þegar þau vilja
yrkja „pólitísk" ljóð, og fjölyrði
ekki um það hér, en í þessu ljóði
finnst mér skáldið hafa komizt
slysalaust úr þeirri raun. Ljóðið
fjallar að vísu um ákveðinn at-
burð, sem gerðist klukkan 4 að
morgni, en það er ekki einskorð-
að við atburðinn og missir í engu
gildi sitt þótt lesandinn hafi ekki
hugmynd um tilefnið. Ljóðið
túlkar m.ö.o. algildan mannlegan
sannleik. Það flytur engan bein-
an boðskap eða fordæmingu,
heldur dregur upp átakanlega
mynd af borg í hers höndum og
kastar fram þessari ásæknu
spurningu:
hver ræður svip hermannsins
þegar hann kemur aftur
með sól steppunnar í sveittu
andliti?
Myndirnar í þessu ljóði eru
sérlega vel heppnaðar og magn-
aðar, t.d. þessi:
og við reyndum að fela okkur
í rústunum
sem rauk úr eins og af heitu
brauði
sem þið höfðuð lofað okkur
eða þessi:
en þið komuð aftur
með dauðann á bak við blýköld
augu
sem höfðu ekki í mörg ár
séð  trén fyrir skriðdreka-
byssum
og ekki blómin
fyrir plógjárnum drekanna
sem myrtu okkur klukkan 4
að morgni
rauð hvít og blá blóm
í grænu grasi,
gult lauf
undir járngráum beltum.
Vel lesinn ritdómari hefur gert
þá merku uppgötvun, að skáldið
hafi tekið „sjálft örlagastefið"
úr sorgarljóði García Lorca um
Ignacio Sánchez Mejías „svotil
óbreytt" upp í ofannefnt ljóð.
García Lorca notar orðin „klukk-
an fimm eftir hádegi" sem við-
lag í fyrsta kafla Ijóðs síns, og
kemur það að jafnaði fyrir í ann-
arri hverri línu með breyttu
letri. í ljóði sínu segir Matthías
Johannessen  tvisvar  „klukkan
4 að morgni", sem er tilvísun til
sögulegrar staðreyndar. En að
tala um stef ér út í hött, því ýms
ar fleiri línur eru tvíteknar í
ljóðinu, enda er það að verulegu
leyti byggt á snjallri notkun end
urtekningarinnar. Ef gagnrýn-
endur þurfa endilega að auglýsa
menntun sína, þá hljóta þerr að
geta það með skynsamlegra
móti. „Samanburðarbókmenntir"
af  þessu  tagi  eru  tæpast  sam-
boðnar ritstjórurai bókmennta-
tímarita.
„Kirkjusmiðurinn á Reyni" og
„Galdra-Loftur hinn nýi" eru
líka dæmi um vel hepphuð
„pólitísk" ljóð. Þau eru marg-
ræð og lesandinn er ekki nauð-
beygður til að túlka þau á neinn
sérstakan veg.
Ég hygg að fá ung skáld hafi
byrjað feril sinn með Ijóðabók
Frh  á bls. 19.
Gísli  Þ.  Stefánsson
Kveðja  frá  vini
Fæddur 18. febrúar 1920.
Dáinn 19. marz 1958.
SÁ hörmulegi atburður gerðist á
Siglufirði að morgni dags þann
19. marz sl. að Gísli Þ. Stefáns-
son, hóteleigandi, fórst þar í elds-
voða ásamt ungum syni sínum,
Stefáni, er hótel hans og heimili
brann.
Þessi atburður er þyngri fyrir
aðstandendUr Gísla og vini en
tárum taki.
Gisli var Húnvetningur að ætt.
Foreldrar hans bjuggu að Smyrla
bergi á Ásum í Austur-Húna-
vatnssýslu. Faðir Gísla andaðist
sferifar ur   ~j
daglega lífínu j
•  í tilefni af afmæli
Reumerts
VELVAKANDA hefur borizt
eftirfarahdi:
„I leikskrá hátíðarsýningar
Konuglega • leikhússins danska
vegna 75 ára afmælis Pouls
Reumerts eru greinar um þennan
mikla listamann eftir ýmsa
menntamenn. Þar á meðal eru
þjóðleikhússtjórar Frakklands og
allra Norðurlandanna að undan-
skildum þjóðleikhússtjóra ís-
lands.
Ég geri ráð fyrir, að fleirum
en mér leiki forvitni á að vita,
hvort Danir hafi ekki kært sig
um að sýna íslendingum þann
sóma, að bjóða Þjóðleikhúsi ís-
lands að vera með í þessum hóp.
Poul Reumert er fjölda íslend-
inga bæði kunnur og kær, og er
leitt til þess að vita, að við skul-
um ekki hafa haft tækifæri til
að votta honum virðingu okkar
og þakklæti á þessum vettvangi."
Bíiar uppi við veggi
BORGARI einn í Reykjavík
hefur komið að máli við Vel-
vakanda og sagt eitthvað á þessa
leið:
Ég bý í Stórholti, en þar eru
afmarkaðar gangstéttir. Margir
þeirra, sem þarna eiga heima,
skilja bíla sína eftir á götunum,
en því miður virðist það vera
orðinn siður að leggja bílunum
svo nálægt veggjum og húsum,
að gangandi fólk kemst ekki leið
ar sinnar nema fara fram fyrir
bílana og út á götuna. Að sjálf-
sögðu er það bæði tafsamt og
jafnvel hættulegt. Því eru það
tilmæli mín til bílstjóra, að þeir
hafi bifreiðir sínar aldrei nær
mannvirkjum en svo, að auð-
veldlega megi komast á milli.
Verst er, þegar bílum er lagt
þvert á gangbrautina, svo að veg-
farendur verða að fara alla lengd
bílsins út á akbrautina til að kom
ast leiðar sinnar.
Fáein ovð um
fegurðarsmekk
ÞAÐ er oft talað um, hve við
íslendingar séum eyðslu-
samir og jafnvel hégómlegir og
tildursgjarnir nú í seinni tíð. Þess
ari skoðun til sönnunar eru
stundum teknar sem dæmi ýmsar
nýjar byggingar, ekki sízt skóla-
byggingar, sem sumir jafnvel
skammast fyrir hve fínar séu og
óhóflega mikið í borið. — Ég
er ekki á móti því, að gætt sé
sparnaðar og hófsemi í hvaða
hlut sem er, — þvert á móti. En
á þessu máli sem öðrum,eru fleiri
en ein hlið — og ég held, að þeg-
ar við erum að reisa nýjar bygg-
ingar, þá megi sparnaðarhugur-
inn alls ekki ganga of langt, þann
ig að sparnaðurinn verið á kostn
að fegurðar og vöndunar þess,
sem verið er að reisa.
Ég hefi nú sérstaklega skólana
í huga. Við skulum taka Mela-
skólann hér í Reykavík til dæmis.
Maður hefir heyrt raddir um, að
hér sé um óþarfa „flottheit" og
sundurgerð að ræða. En það
heyrast líka aðdáunarraddir um,
hve lítið sér á hinum glæsilegu
húsakynnum skólans, þótt þús-
undir barna gangi þar um að
jafnaði. Hvergi krass á veggjum
né merki um önnur skemmdar-
verk, sem of vfSa eru áberandi,
þar sem unglingar ganga um —
og þarf reyndar ekki unglinga
til. Skýringin virðist augljós og
auðskilin. Fallegt umhverfi vek-
ur aðdáun og virðingu barnanna
um leið og það þroskar fegurðar-
smekk  þeirra.  —  Og  er  ekki
nokkuð gefandi fyrir það?
Ég minnist líka veru minnai
vestur á ísafirði, í Húsmæðra-
skólanum þar fyrir nokkrum ár-
um. Þetta er einn af glæsilegustu
húsmæðraskólum landsins, nýr
og vel úr garði gerður. Hin fall-
egu og þægilegu húsakynni gerðu
áreiðanlega sitt til, að við nem-
endur hans hefðum það gagn og
ánægju af dvölinni, sem til var
ætlazt og hinn skemmtilegi fé-
lagsandi, sem mér fannst ein-
kenna skólalífið, var áreiðanlega
ekki að litlu leyti að þakka því,
hve allur aðbúnaður var góður —
í rúmgóðu og heimilislegu hús-
næði. — Og svona cnætti lengi
telja, — og því sting ég nú niður
penna um þetta, að mér finnst
ekki gera til, þótt ein rödd viður-
kenningar og þakklætis úr hinum
stóra hópi íslenzks æskufólks,
sem í dag nýtur betri menntunar
skilyrða en nokkru sinni fyrr —
fái að heyrast. — Og svo þetta,
að við megum ekki gleyma feg-
urðinni vegna sparnaðaranda.
Ung kona."
Um þjóðlög o. fl.
BEITUKARL" í Keflavík hef-
ur sent Velvakanda bréf og
m. a. spurt um merkingu orðsins
þjóðlag. Að réttu lagi á ekki að
nota það um önnur lög en þau,
sem orðið hafa til meðal fólksins
án þess að vitað sé, hver höfund-
urinn er. Einhver tilhneiging
mun hafa gert vart við sig að
nota orðið um gömul og vinsæl
lög yfirleitt, en sú notkun á ekki
rétt á sér.
(P.  S.  Einkaorðsending  til
„beitukarls": Mér finnst að nota
megi  orðasambandið  sem  þú
minnist á um sjávardýr ekki síð
ur en landdýr).
þegar Gísli var enn í bernsku og
þurfti hann snemma að sjá sjálf-
um sér farborða. Enda skorti
hann hvorki viljann né getuna
til þess.
Strax í æsku dreymdi hann
stóra drauma um að komast
áfram í heiminum. Engir erfið-
leikar uxu honum í augum.
Kornungur réðist hann á strand-
ferðaskip Ríkisskips og naut þar
óvenjulegs trausts yfirmanna
sinna. Síðar lærði hann fram-
reiðslustörf á Hótel Borg og lauk
prófi í þeirri iðngrein.
Hugur Gisla stefndi ávallt
fram á við. Hann innritaðist í
Flensborgarskólann í Hafnarfirði
haustið 1938 og lauk þaðan gagn-
fræðaprófi eftir tveggja vetra
nám vorið 1940. Ekki gekk hann
heill til skógar þessa tvo vetur.
Fyrri veturinn lá hann svo vik-
um skipti á St. Jóseps-spítala
eftir alvarlegan botnlahgaskurð.
Þessi lega olli því meðal annars
að Gísli hélt ekki áfram skóla-
námi, eins og hugur hans stóð tili
En það háði honum ekki í lífs-
starfi hans. Eftir að hafa starfað
um árabil á Hótel Borg fluttist
hann vorið 1943 til Siglufjarðar
ásamt konu sinni og þar ráku þau
Hótel Hvanneyri og síðar einnig
Hótel Höfn með hinum mesta
myndarbrag.
A öllum verkefnum tók Gisli
jafnkarlmannlega. Hann hikaði
aldrei við að leggja í stórræðin,
þó að hann hefði ekki ávallt með-
byr.
Þetta er ekki ævisaga Gísla
Stefánssonar. Þetta eru aðeins
fátækleg kveðjuorð frá vini, sem
þótti vænt um hann.
Ungir gerðumst við Gísli fé-
lagar og vinir og gengum í fóst-
bræðralag. Sú vinátta entist pkk-
ur meðan báðir lifðu. Og von mín
er sú, að ekki sé öllu lokið með
þessu lífi. En hvorugan okkar
grunaði, að annar þyrfti að
kveðja hinn svo fljótt og með svo
sviplegum hætti.
Ég sagði áðan, að Gísli hefði
tekið karlmannlega á öllum verk-
efnum. Þannig tók hann einnig á
síðasta verkefninu, sem hann
reyndi að leysa hér á jörðu, að
bjarga ungum syni sínum úr elds-
voðanum. Þeir feðgarnir fylgdust
að til betri heima og efast ég um
að Gísli mundi hafa talið það
ósigur, að fylgja þannig syni sín-
um.
Gisli var giftur hinni beztu
konu, Guðrúnu Matthíasdóttur,
úr Reykjavík.
Fyrir mína hönd, konu minnar
og alira vina okkar, votta ég þér
samúð, Lilla mín. Einnig börn-
um þínum, Matta, Stellu og Gunn
ari litla.^Þú veizt, að ég get ekki
meira sagt, en hlýtt handtak er
oft eins mikils virði og mörg orð.
K.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20