Morgunblaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 24
/EÐRIÐ S—SV strekkingur. Rigning fltatfgttttfilðftifr 189. tbl. — Þriðjudagur 1. september 1959 — Landhelgisgœzlan Sjá viðtal við Pétur Sigurðs- son á bls. 10. Kona myrt á Akranesi 22 ára gamall maður kyrkir heilsutæpa konu í rúrni sínu á elliheimilinu aðfaranótt sunnudags sat ungur maður, áberandi ölv- aður, og á gólfinu stóð brenni- vínsflaska. Hið fyrsta, sem Þor- björgu datt { hug, er hún sá Ástu, var að hún myndi hafa fall- ið í ómegin. Þau ráku ölvaða manninn þegar á dyr og hann hafði sig á brott. Er þau tóku að hagraeða Ástu, grunaði þau strax, að ástand hennar myndi vera alvarlegra, en þau hugðu í fyrstu. Var lækni þá þegar gert aðvart. Strax eftir komu sína í súðarherbergið, þar sem Ásta lá, mun læknirinn hafa séð, að hún var látin. Nær- staddir tóku þá eftir því, að framan á hálsi Ástu sást dálítill marblettur. Þótti þá þegar sýnt að hér myndi hafa gerzt hrylli- legur atburður og hroðalegri en áður hefði gerzt frá upphafi byggðar á Akranesi. Yfirlögregluþjónninn, Stefán Bjarnason, kom í elliheimilið um kl. 5 um morguninn og hófst hann þá þegar handa um rannsókn málsins. Á elliheimilinu hafði eng inn hugmynd um hver maðurinn var, sem verið hafði inni í her- bergi Ástu heitinnar. Heimilis- fólkið hafði aldrei séð hann þar áður innan dyra, en svo greinar- góð lýsing var gefin á árásar- manninum, að Stefán gat áttað sig á hvern væri um að ræða. Hélt hann á Skagabraut 26, þar sem Brynjar Ólafsson býr hjá foreldrum sínum, en hann flutt- ist með þeim til Akraness fyrir 5 árum. Þegar Stefán handtók manninn, var hann í fasta svefni í herbergi sínu og ekki af hon- um runnið. Var hann fluttur í fangelsi Akraneslögreglunnar, og þar verður hann hafður í haldi um óákveðinn tíma. Er fanga- geymslan mjög ófullkomin, en hún er í litlu steinhúsi með smá- gluggum en öflugum rimlum fyrir og geta þar rúmast sam- tímis 5—10 fangar. Við frumrann sókn á morðmáli þessu, hefir það m. a. komið í ljós, að þau Ásta heit. og Brynjar þekktust all- náið þó aldrei hafi fundum þeirra borið saman fyrr á elliheimilinu en í þetta skipti. Á laugardags- kvöldið hafði Brynjar setið að drykkju ásamt kunningja sínum fram til kl. 3 um nóttina. Það kveðst Brynjar muna, að hann hafi farið heim að elliheimilinu Ásta Þórarinsdóttir gagngert til að ná fundum Ástu. Hann komst inn í húsið með því að brjóta glugga í þvotta- húsinu, en úr því er innangengt í forstofu heimilisins. Úr hermi er stigi upp á loftið og fyrir enda gangsins, sem er nokkuð langur, hafði Ásta lítið herbergi. í því stóð legubekkur undir súðinni og yfir honum var veggteppi, jóla- gjöf til Ástu, og þar voru tvær kommóður með fjölskyldumynd- um á. í herberginu hjá Ástu hafði Brynjar haft nokkra viðdvöl að því er virðist. Hann kveðst ekki minnast þess að þeim hafi orðið sundurorða og ber við algeru minnisleysi sínu varðandi sjálfa líkamsárásina, en neitar þó ekki að hafa framið verknaðinn. Þann ig kveðst hann ekki muna það er hann greip Ástu kverkataki því er varð henni að bana. Ber hann við ofurölvun sinni. Við yfirheyrslu hefir Brynjar verið hinn rólegasti, en er sýnilega niðurbrotinn. Ungir menn hér í bænum segja Brynjar vera eðii- legan í daglegri umgengni, en hann verður ofsafenginn með víni. Eftir að hann fluttist til Akraness hefir hann löngum dvalizt hingað og þangað. Að- eins einu sinni hefir hann verið handtekinn á Akranesi vegna ölvunar. En sakarvottorð manns- ins ber það með sér, að hann hefir 14 sinnum á fimm árum verið sektaður fyrir ölvun og óspektir: í Reykjavík, Akureyri, Keflavík, Vestmannaeyjum og á Siglufirði var hann eitt sinn dæmdur í 4 þús. króna sekt. Fað- ir mannsins er sjómaður og móð- ir hans starfar í einu frystihús- anna hér. Strax á sunnudagsmorgun var lík Ástu Þórarinsdóttur flutt til Reykjavíkur með Akraborg til réttarkrufningar í Rannsóknar- stofu Háskólans. í gærkvöldi barst svo Þórhalli Sæmundssyni bæjarfógeta krufningarskýrslan, sem undirrituð er af Ólafi Bjarna syni lækni. Þar segir að Ásta hafi látizt af völdum kverkataks — hafi hún verið kyrkt. 5 ára telpa bíður bana af slysförum AKRANESI, 31. ágúst. frá Sverri Þórðarsyni I F Y K S T A skipti í sögu Akraness hefur morð verið framið hér í bænum. Aðfara- nótt sunnudagsins brauzt ölv- aður maður inn í hið gamla og friðsæla elliheimili við Fjólugrund og myrti þar 43 ára gamla konu, Ástu Þórar- insdóttur að nafni. Maðurinn, sem er aðeins 22 ára gamall, réðist á konuna eftir nokkra viðdvöl í herberginu og kyrkti hana í rúmi sínu. Er hjálp barst, var konan örend. Eftir lýsingu á árásarmann- inum, handtók Stefán Bjarna- son, yfirlögregluþjónn, mann- inn, þar sem hann var sofandi heima í rúmi sínu. Hinn 22 ára gamli drápsmaður, Brynj- ar Ólafsson, er til heimilis hér í bænum, en er annars ættaður frá Siglufirði. — Við yfirheyrslur hér á Akranesi á sunnudag og í dag, hefur Brynjar borið við algeru minnisleysi um sjálfa árásina á konuna sakir ölvunar. Konan, sem myrt var, var ógift og foreldrar hennar dánir, faðir hennar fyrir mörgum árum, en móðir hennar fyrir 5 árum. Ásta gekk ekki heil til skógar og hefir því síðustu árin verið vistmað- ur á elliheimilinu. Akurnesingar þekktu hana almennt vel, því hún hafði mjög lengi starfað, sem sendill hjá Landssímanum þar. Ekki er annað vitað en hún hafi alla tíð verið reglusöm. Margir ættingjar hennar búa hér á Akranesi. Um helgina var allt rólegt á Akranesi, hvorki skemmtanir né samkomur röskuðu næturfriði bæjarbúa. En um kl. 4 aðfara- nótt sunnudagsins vaknaði að- stoðarkona elliheimilisins, Þor- björg Jónsdóttir, við það að hún heyrði mannamál í herbergi Ástu heitinnar, sem var hinum megin við þilið. Hún heyrði að Ásta sagði nei, og hafði hún tvítekið það. Þorbjörgu var strax ljóst, að óboðinn gestur var kominn inn í húsið. Hún hringdi þegar á lög- reglustöðina, en lögreglumenn eru nú aðeins 3 að daglegum störfum , vegna sumarleyfa, en í liðinu eru 5 menn, Voru þessir þrír komnir heim þegar þetta gerðist, hringdi hún því árangurs laust á lögreglustöðina. Forstöðu- konan vakti þá upp í næsta húsi hjá Árna Runólfssyni. Brá hann skjótt við henni til hjálpar og fóru þau þegar upp í súðar- herbcrgið til Á?tu. Þegar þau komu þar inn, iá Ásta heitin að nokkru leyti út af legu- bekknum, sem hún svaf á og var hreyfingarlaus. Við höfðalagið AKURERI 31. ágúst. — Á niunda tímanum í fyrrakvöld átti sér stað hörmulegur atburður að Grafarholti við Akureyri, er fimm ára telpa Gunnhildur Vig- lundsdóttir lenti í driföxli milli dráttarvélar og slátturvélar með þeim afleiðingum að hún lézt skömmu síðar. Um tildrög slyss- ins er ekki að fullu kunnugt. Fað- ir hennar vann að slætti 1 túninu að Grafarholti og er talið að Guðný heitin hafi komizt upp á slátturvélina að föður sínum ó- vörum og fallið af henni með fyrrgreindum afleiðingum. Var hún þegar flutt á sjúkrahús á Akureyri, en lézt stuttu síðar. Foreldrar Guðnýjar litlu voru hjónin Hermina Marinósdóttir og Vígiundur Arnijótsson. — Fréttaritari Darqa aðstoðar Friðrik ásamt Inqa R, ÞAÐ hefur orðið að ráði, að hinn kunni alþjóðlegi skák- meistari Klaus Darga frá V- Þýzkalandi verði Friðrik ÓI- afssyni til aðstoðar á kandi- datamótinu í Júgóslavíu — ásamt Inga R. Jóhannssyni. Fyrir tilstilli góðra manna hefur fjárhagsgrundvöllur fyrir ráðningu þessa nýja að- stoðarmanns verið tryggður — og mun ríkisstjórnin hafa heitið 50 þús. kr. styrk í þessu skyni. ★ Upphaflega var ráðgert að Bent Larsen færi með Friðrik, eins og kunnugt er, en eftir að hann brást mæltist Friðrik ti’. þess, að Ingi R. færi með honum og varð það úr. En keppinautar Friðriks eru vel búnir til fararinnar og hafa sumir hverjir aðstoðarmenn á hverjum fingri. Skákunnanii einn í bænum átti þá frumkvæð- ið að því að útvega Friðrik annan hjálparmann — og fékk til .iðs við sig atkvæðamann, sem leiddi málið til lykta. Friðrik valdi sjálfur Darga, þvi bæði hefur hann mikið álit á skákhæ.ni Þjóðverjans og svo eru þeir góðir vinir eftir marga samfundi á mótum ytra. Darga varð m. a. 4. á Hastings-mótina 1957, en þar varð Friðrik efstur ásamt Korsnoj. Friðrik fór flugleiðis utan á miðvikudaginn — og hann var kominn út á flugvöll um morgun- inn, þegar svarskeytið frá Darga kom. Hringt var til Friðriks út á flv_ . öll nokkrum mínútum áð- ur en hann steig upp í flugvélina | og hann fékk að vita, að Darga I væri fús til fararinnar og ekkert að vanbúnaði. Eiríkur Kristoiersson, skipherra, og Ipgólfur Kristjánsson, höfundur bókarinnar, ræðast við. „Á stjómpaHinum" Ný bók er fjallar um ævi Eiriks Kristóferssonar skipherra í DAG kemur út á vegum Kvöld- vökuútgáfunnar á Akureyri ný bók sem nefnist „Á stjórnpallin- um“, saga Eiríks Kristóferssonar skipstjóra. Hefur Ingólfur Kristjánsson skráð hana eftir frá- sögn Eiríks. Bókin, fjallar um ævi skipherrans, allt frá bernsku árum hans við Breiðafjörð til átakanna við Breta á undanförnu ári. í formála að bókinni segir höfundur: Ákveðið var í upphafi, að bók- in kæmi út þegar ár væri liðið frá því átökin við Breta hófust, og var því skammur tími til stefnu, þegar það er haft í huga, að Eiríkur skipherra er lengst- um bundinn skyldustörfum sín- um á sjónum og sjaldan í landi. Svo má heita, að í sex mánuði — eða til febrúarloka — hafi ég setið um hann hverja stund, sem hann var £ landi, en þá var bókin fullsamin. Það skal tekið fram, að samvinna okkar Eiríks hefur verið mjög góð. Við komum okk- ur saman um að hafa þann hátt- inn á, að hann segði frá í fyrstu persónu; töldum við, að með því yrði frásögnin sannari og sam- felldari og vpna ég, að tekizt hafi að mestu að halda blæ frásagnar hans. Eiríkur Kristófersson er elzti starfsmaður landhelgisgæzlunn- ar, en á þessu ári eru liðin 35 ár frá því hann byrjaði i gæzlunni. En alls eru sjómennskuár hans orðin 52. Hann hóf sjómennsku á fimmtánda ári og hefur stund- að sjóinn samfellt síðan og kynnzt öllum greinum sjó- mennsku og siglinga, fyrst á skútum, síðar á flutningaskipum, þá á togurum og loks á varðskip- um og hefur nú stýrt Þór, flagg- skipi landhelgisgæzlunnar — frá því það var byggt árið 1951“. Bókin er 325 blaðsíður, prýdd mörgum myndum og vel frá henni gengið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.