Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 65. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						50 árgangur
24  síður  *
ítwMta&íto
65. tbl. — Þriðjudagur 19. marz 1963
Prentsmiðja Morgu»iblaðsíns
Valtýr Stefánsson, ritstj., látinn
¦y.'W^ **                ¦¦¦'.-:¦>'.•'.•¦ •:¦'¦:•:¦¦ ¦¦:•'.¦»¦ .¦¦¦:.w*>"-W'>v.-v.- .-¦.-.-~.:•.?¦¦•¦*
«íW>^W!^^£*':
VALTÝR STEFANSSON, ritstjóri Morgunblaðsins, lézt sl. laugar-
dagskvöld í Borgarsjúkrahusinu bér í Reykjavík, rúmlega sjötug-
ur að nldri. Við fráfall hans er horfinn af sjónarsviðinu merkasti
og fjölhæfasti blaðamaður landsins. Hann var ritstjóri Morgun-
blaðsins í tæp 40 ár og hafði ekki aðeins forystu um eflingu og
uppbyggingu sins eigin blaðs, heldur og víðtæk áhrif á þróun is-
lenzkrar blaðamennsku.
Við andlát Valtýs Stefánssonar kveður Morgunblaðið því ekki
aðeins mikilhæfan ritstjóra, heldur á islenzk blaðamannastétt á
bak að sjá afreksmanni og inerkum íslendingi, sem skráð hefur
nafn sitt skýrum stöfum á síður íslandssögunnar.
Valtýr Stefánsson fæddist að MöðruvöIIum í Hörgárdal 26. janúar
árið 1893. Foreldrar hans voru hinn merki skólamaður Stefán
Stefánsson, skólameistari, og kona hans, Steinunn Frimannsdóttir
frá Helgavatni í Húnavatnssýslu. Hann stundaði nám i gagnfræða-
skólanum á Akureyri, en lauk síðan stúdentsprófi við menntaskól-
ann í Reykjavík árið 1911. Síðan stundaði hann búnaðarnám í
Hólaskóla árin 1911—1912 til þess að búa sig undir framhalds-
nám í búnaðarfræðum. Hóf hann siðan nám við Landbúnaðar-
háskólann í Kaupmannahöfn og lauk heimspekiprófi í Kaupmanna-
höfn árið 1913 en kandidatsprófi í búnaðarfræðum árið 1914. Síðan
stundaði hann framhaldsnám við Landbúnaðarháskólann árin
1915—1917 og vann þá jafnframt við jarðarbótadeild danska Heiða-
f élagsins .f rá árslokum 1917 til ársloka 1918.
Þegar Valtýr Stefánsson kom að loknu háskólanámi hingað
heim hóf hann störf í þágu islenzks landbúnaðar. Hann var um
skeið sýslubúfræðingur í Skagafjarðarsýslu, en árin 1920—23 var
hann ráðunautur Búnaðarfélags fslands. Ferðaðist #ann þá um
meginhluta landsins og aflaði sér viðtækrar þekkingar á öllum
landsháttum. Hann var ritstjóri og meðútgefandi landbúnaðar-
blaðsins „Freys" árin 1923—1925.
Höfuðþátturinn í lífsstarfi hans hófst 1. apríl 1924, þegar hann
gerðist ritstjóri Morgunblaðsins, ásamt Jóni Kjartanssyni. Var
hann óslitið ritstjóri blaðsins til æviloka og um áratuga skeið
jafnframt ritstjóri „Isafoldar", eftir að hún varð vikuútgáfa af
Morgunblaðinu. Ritstjóri Lesbókar Mbl. var hann einnig í áratugL
Valtýr Stefánsson gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum í þágu
lands og þjóðar. Hann var um skeið bæjarfulltrúi í Reykjavik,
formaður Skógræktarfélags íslands árin 1940—1961. Voru skóg-
ræktarmálin honum jafnan hjartfólgið áhugamál. Hann átti sæti
í útvarpsráði árin 1935—1943, formaður menntamálaráðs var hann.
árin 1943—1956. Hann átti og um skeið sæti í stjórn Búnaðar-
f élags. íslanrts;
Valtýr Stefánsson kvæntist árið 1917 Kristinu Jónsdóttur, list-
málara frá Arnarnesi við Eyjafjörð, gáfaðri og mikilhæfri lista-
konu. Áttu þau tvær dætur. Frú Kristín lézt árið 1959.
í fórystugrein Morgunblaðsins í dag er Valtýs Stefánssonar
minnst.
Það  síðasta  sem  hcyrðíst til  vélarijinar var að:
ún væn a
Tveggja íslenzkra flug-
manna saknað með
Piper-Apache flugvél
enda á si
f GÆR var saknað nýrrar fjog-
nrra farþega flugvélar af gerð-
inni Piper Apache. Vél þessi
hafði flugfélagið Flugsýn keypt
í Bandarík junum fyrir skenunstu
og  flugu  henni  tveir  íslenzkir
flugmenn, þeir Stefán Magnús-
son flugstjóri og Þórður Úlfars-
son flugmaður. Það siðasta, sem
heyrðist til vélarinnar, var að
hún væri að missa vélarafl (loos
ing power) og nauðlenda á sjó.
Til vélarinnar heyrðist frá stöð
sem er alllahgt inni á Labrador-
skaga, Lake Eon. Heyrði stöðin
í- vélinni á neyðarbylgju 500
kilóriðum. Þetta skeði kl. 7.35 í
gærmorgun eftir islenzkum tima
og gaf vélin þá upp að hún
væri stödd á 55,55° Nbr. og
51,10° V.l. Flugvélin hafði farið
frá Gander-flugvelli á Nýfundna
landi kl. 02:30 eftir ísl. tíma og
áætlaði að lenda í Narsarssuak
á Grænlandi kl. 10:11 í gær-
morgun, ísl. tími.
Þegar  er  fregnir  bárust  um
skeyti vélarinnar lýsti Gander
yfir neyðarástandi og bað skip
og flugvélar á þessari fluglcið
að svipast um eftir vélinni. Veð-
urathugunarskipið Bravo var
statt um 35 milur norðan við
stað þann er flugvélin gaf upp
og hélt þegar áleiðis þangað og
var komið á þær slóðir um þrem
ur klukkustundum síðar. Flug-
vélar hófu leit frá flotabæki-
stöðinni Argentia á Nýfundna-
landi og fóru tvær þaðan kl. 9:52
isl. timi. Síðar fór ein vél frá
Goosc-flugvelli kl.  10:46  og  kl.
15:03 fór Loftleiðaflugrélin
Snorri Þorfinnsson héðan frá
Reykjavík til leitar. Flugfélögin
hér, landhelgisgæzlan og varnar
liðið á Keflavíkurvelli buðu
þegar aðstoð sína en leitarstjórn
in í Torbay á Nýfundnalandi
taldi ekki ástæðu til að flugvél-
ar kæmu héðan. Komi til þess
eru þessir aðilar allir reiðubúnir
að senda vélar sínar. Siðast er
fréttist í gærkvöldi hafði leitin
ekki enn borið árangur, en þá
leituðu flugvélar og skip hinnar
týndu vélar. Nánar er sagt frá
máli þessu á 2. síðu blaðsins.
Bagdad, 18. marz — (NTB) —
SAMKVÆMT nýjum lögum, sem
eru í undirbúningi í Irak, verða
kommúnistar útilokaðir frá allri
stjórnmálastarfsemi í landinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24