Morgunblaðið - 28.01.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.01.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. jan. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 STAKSTEINAR ☆ ÞAÐ má með sanni segja, að (húsið Hafrafell í Laugardaln- um sé listamannsíhús. Þar býr Örlygur Sigurðsson, listmál- ari, og fjölskylda hans. Sonur Örlygs. Sigurður, hefur und- anfarin ár föndrað við að gera módel af Reykjavík, eins og hún leit út fyrir 100 árum. Þetta hefur verið tómstunda- iðja hans, og hann hefur sinnt þessu verki af miklum áhuga. S.l. sumar bar þáð til tíð- inda, að óvitar létu greipar sópa um hin haglega gerðu húsalíkön, sem Sigurður hafði smíðað, og komu þeim fyrir kattarnef, en frá þessu var skýrt í blaðinu á sínum tíma. Þrátt fyrir þetta lét Sigurður Fékk smíðaáhöld að gjöf Spjallað við Sigurð Orlygsson, sem vinnur að líkani að Reykjavík 1886 ekki staðar numið. Hann hóf verkið enn á ný — og að þessu sinni voru hlutföllin helmingi stserri. Við sóttum Sigurð heim í gær. þar eð við höfum haft spurnir af því, að hann hefði fengið rausnarlega gjöf á dög unum, sem kom að góðum not- um í sambandi við hfð ein- stæða áhugamál hans. Honum hafði áskotnast verðmætt safn ýmissa góðra gripa, sem komu að góðum notum við smíðina. Skömmu eftir jól kom kona að máli við hann og baúð honum að gjöf mikið af smíða áhöldum, sem hún sjálf hafði eitt sinn notað. Sigurður _ þá þessa gjöf með miklum þökk- um, og að því er hann sagði okkur, hefur hún þegar kom- ið að góðum notum. — Þetta eru hin margvís- legustu tól. sagði hann, — heflar, sporjárn, hamr- ar, þvingur, lóðboltar, borar. slípunarvél, útskurðarsett, sag ir, já. og ótalmargt fleira, eins og þið getið séð. - Hann var áð dytta að hag- lega gerðri myllu og benti á hið fágæta safn á borðinu fyrir framan sig. Heimiliskött urinn, Surtur, gerði sig heima Gjafir o" áheit til Kálfatjarnar- kirkju 1964 Á SÍÐASTLIÐNU voru afhentu hjónin Ólafía Auðunsdóttir frá Jdinni-Vatnsleysu og Þórður Sig- wrðsson, skipstjóri frá Hvassa- hrauni, sóknarpresti Kálfatjarn- ersóknar, séra Garðar Þorsteins- ayni prófasti, sparisjóðsbók með ánnfærðum 10.000.00 tíu þúsund krónum í sparisjóði Hafnarfjarð- •r, og er skrifað á fremsta blað bókarinnar: „Kirkjuorgelsjóð Kálfatjarnar- fcirkju gefið til minningar um Vilhelminu Sigríði Þorsteinsdótt- ir frá Minni-Vatnsleysu af Ólafíu Auðunsdóttur og Þórði Sigurðs- •yni“. kominn innan um húsalíkön- in, en Sigurður bandaði hon- um óþolinmóður frá sér. — Já, þetta er alit helm- ingi stærra hjá mér núna, sagði hann — grunnflöturinn verður þrír og hálfur fer- metri. — Úr hvaða efni smíðar þú húsin. spyrjum við. — Allt úr gipsi núna, segir Sigurður, og bætir því við í léttum tón, að það verði ekki auðvelt að splundra þeim. — Þeir verða þá að nota steinbora, segir hann óg bros- ir. En viljið þið ekki heyra músik, segir hann. Hvort vilji'ð þið heyra Chopin eða Roll- ing Stones? Ég er jafn hrif- inn af báðum. — Rolling Stones. takk, segjum við. Þegar Rollingarnir eru komnir í gang, spyrjum við Sigurð, hvort hann viti til þess, að til sé módel af Reykja vík frá 19. öld, eins og það, sem hann er að vinna að. — Nei. segir hann, mér er ekki kunnugt um það. Hins vegar mun vera til módel frá 1786, eins og Reykjavík leit út, þegar hún fékk kaupsta'ð- aðarréttindi og frá 1930—40. Þessi mikla og höfðinglega gjöf þeirra hjóna til minningar um móður og tengdamóður, er gefin til stofnunar orgelssjóðs Kálfa- tjarnarkirkju, sem síðan tekur við gjöfum og áheitum. Áður hafa þessi hjón gefið Kálfatjarn- arkirkju 2 kertastjdka 5 arma á altari kirkjunnar, og eru það mjög veglegir og fagrir silfur- stjakar. Skulu þeim hjónum hér- með færðar hugheilar þakkir fyrir gjafir og ræktarsemi við Kálf atj arnarkirkj u. Þá bárust kirkjunni áheit frá G.E. kr. 2.000.00, ónefndum kr. 1.200.00 og kirkjugestir kr. 2.000.00. Allar þessar gjafir og áheit þökkum við af alhug, og það vinarþel og hlýhug til kirkju og safnaðar, sem í því felst. Fyrir hönd kirkju og safnaðar Kálfatjarnarsóknar. Safnaðarnefnd Kálfatj.kirkju, Erlendur Magnusson. Á borðinu fyrir framan hann eru líkön af ýmsum merkilegum byggingum, sem stóðu uppi 1886 og standa enn. — Þarna er’ Menntaskóiinn, segjum við. — Já. og Stjórnarráðshúsið, segir Sigurður, Siemsenshúsið og þetta er Eymundsonarhús- ið, sem stendur á horni Lækj- argötu og Austurstrætis. Það er kannski ekki nema von, þótt þið þekki'ð það ekki svona, því að það er búið að byggja ofan á það núna. í þessu húsi bjó Ólafur Pálsson dómkirkjuprestur og var Laökjargatan þá kölluð Heil- agsandastræti, því að við göt- una í næsta húsi bjó Helgi Thordarsen, biskup, en hann var tengdasonur Stefáns amtmanns, á Hvítárvöilum sem var reyndar langa-langa- langafi minn. — Þúí átt mikið af bókum. Sigur’ður. — Já, bókasöfnun var á- stríða hjá mér fyrir nokkrum árum. Margar bókanna eru um Reykjavík, ég held ég eigi allar bækur, sem hafa verið skrifaðar sér um Reykjavik. Þær bækur met ég einna mest Moskvu, 27. janúar (NTB) Sendinefnd frá kommúnista- flokki Sovétríkjanna kom í dag til Ulan Bator, höfuðborgar Mongólíu. og hóf þegar viðræður við leiðtoga kommúnistaflokks landsins. Telja vestrænir frétta- menn í Moskvu, að viðræðurnar snúist um þau öfl í Mongólíu, sem hlynnt eru stefnu kin- verskra kommúnista. Formaður sovézku sendinefnd arinnar er Alexander Sjelepin, yfirmaður öryggislögreglu Sovét ríkjanna. í tilkynningu, sem Tass af öllum bókum. — En hvernig varð þér við, Sigurður, þegar þér bárust öll þessi áhöld að gjöf? — Ég var bæði undrandi og ánægður. Nú get ég sinnt þessu verkefni við enn betri skilyrði en á'ður. Ég þekkti þessa konu ekki neitt, en hún heitir Sigríður Sveinsdóttir. Þess vegna kom þetta mér svo mikið á óvart. Við kvöddum Sigurð. en lögðum leið okkar til Sigríð- ar Sveinsdóttur að Klepps- vegi 20. Sigríður sagði, áð áhöldin, sem hún hefði nú gefið Sig- urði hefði hún notað áður fyrr við ýmislegt, sem hún hefði lagt hönd á, stórt og smátt. Hún ságði a'ð eini skyldleik- inn milli hennar og Sigurðar væri sá. að þau væru Hún- vetningar. Sigríður hefur um sína ævi lagt gjörfa hönd á margt, hún var t.d. fyrsti ‘klæðskerameistari í karl- mannaklæðaskurði. Hún hefur og stundað hjúkrunarstörf — og smíðar. ag smíðar ýmsa muni, jafnvel húsgögn. Þegar hún var hjúkrunarkona á Siglufirði kringum 1930 fór orð af smíðahæfileikum henn ar og var henni þá boðið að smíða sveinsstykki. Einnig var henni boðin smíðakennara- staða við barnaskólann. — Mér þykir vænt um, að Sigurður hefur nú fengið dót- fð mitt í hendur sagði hún. Áhugi hans á viðfangsefni sínu er einstakur og m.iög merkilegur af svona ungum mannL Þetta er eðli sem menn verða að þjóna, þótt önnur störf kalli. Þetta er listamanns eðlL sendi út um ferðina. til Ulan Batur, er ekki gerð grein fyrir erindi sendinefndarinnar þangað. S.l. laugardag skýrði sovézkt tímarit, sem fjallar um flokks- mál. frá því, að fjórum mönnum hefði verið vikið úr kommún- istaflokki Mongólíu fyrir stuðn- ing við stefnu Kínverja. Segir, áð n.. bessir hafi reynt að knýja íi - eytingu á afstöðu flokksins tii idamálanna inn- an hinnar alþj„„._0a kommúnista hi'eyfingar. Islendingar og Churchill VÍSIR birti síðastliðinn mánudag forustugrein um Winston Churc- hill. Lauk henni með þessum orð- um: „Enginn erlendur maður hefur haft slik áhrif á sögu is- lands á þessari öld og Winston Churchill, yfirmaður þess her- afla, sem landið varði. Þegar hann sjálfur kom hingað í heim- sókn í ágúst 1941, sagði hann i ræðu, að með dvöl sinni hér, hefðu brezku hersveitimar hindr- að að landinu yrði gerð önnur heimsókn. Það er mála sannast að þá hefði saga lands og þjóðar orðið önnur en raun bar vitni. is- lenzka þjóðin naut þess í styrj- öldinni að hún átti sterka vinl, sem börðust til þess að veita þjóð unum frelsi og forða einræði og áþján. Sú reynsla hefur orðið hyrningarsteinn utanríkisstefnu íslands að lokinni styrjöldinni. Það hefur reynzt farsæl leið. Þessvegna minnumst við íslend- ingar Winston Churchills, stefnu hans, hugsjóna og afreka, nú þeg ar hann er allur“. Vaxandi skilningur Hér í blaðinu birtist nýlega samtal við ungan islenzkan vís- indamann, dr. Hauk Kristjáns- son frá Húsavík, sem nýlega hafði lokið námi í eðlisfræði úti í Þýzkalandi. Hann kom liingað heim að loknu námi í byrjun desember, en er nú fluttur til Bandaríkjanna til þess að taka þar við starfi. Þetta er gömul saga og ný. Allt of margir ungir íslenzkir vísindamenn hafa orðið að flytja úr landi, vegna þess að aðstaða hefur ekki verið fyrir þá til þess að starfa á sviði vís- indagreinar sinnar hér heima. Samtalinu við Hauk Kristinsson lauk með þessum orðum: „ — Ég vil auðvitað hvergi fremur vera en hér. En það er erfitt vegna aðstæðna. Þó virðist vera kom- inn talsverður skriður á þessi mál hér. T:d. eru horfur fyrir ís- lenzk raunvísindi miklu betri en þegar é^f hóf nám, og má þakka það vaxandi skilningi ráða- manna á nauðsyn þess að njóta hæfileika og menntunar þeirra manna, sem hafa eytt löngum tíma í nám erlendis. Ef þessum málum verður fylgt vel á eftir á næstu árum, er ég bjartsýnn að lenda að lokum á íslandi“. Samtalið við Bjart- mar Guðmundsson Samtal það sem birtist hér I blaðinu fyrir skömmu við Bjart- mar Guðmundsson, alþingis- mann, hefur vakið mikla athygli, ekki sízt úti um sveitir landsins. Bjartmar vakti athygli á hinum einstæða tvísöng Framsóknar- flokksins, sem undanfarin ár hef- ur haldið uppi stöðugum áróðri um, hve bág kjör bænda séu og hve ömurlegt lífið sé í sveitum Iandsins. Þrátt fyrir þennan i- róður þykjast Tímamenn vera hinir einu sönnu vinir bænda og sveitafólks. Nú hafa liðsoddar Framsóknar- flokksins hins vegar beint áróðri sínum til sjávarsíðunnar. — Nú segja þeir að Viðreisnarstjórnin hafi lagt embættismenn og launa- fólk í einelti og keppist við að skerða kjör þess, sem mest hún megi. Staðreyndimar hafa svarað Tímanum í þessum efnum. 1 sveitum landsins hefur fram- leiðslan aukizt að miklum mun, ræktuninni fleygt fram og bænd- ur byggt ný, vönduð hús yflr menn og skepnur. Við sjávarsíðuna hefur rikt mikil og góð atvinna, tekjur fólksins aukizt ©g lifskjör batnað. Sovézk sendinefnd / Ulan Bator

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.