Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.04.1965, Blaðsíða 15
Pv Laugatrdagmr S. aprfl 1985 MORGUM9LAOI& 15 Frá umræium um stóriðju og erlent f jármagn f MBL. i gær var birt framsögu- ræda Eyjólfs Konráðs Jónssonar, ritst jóra. sem hann hélt á hinum fýölmenna fundi í fyrrakvöld urn stóriðju <>g erlent fjármagn á ís- tandi, »g ræða hins frummæl- anda, Magnúsar Kjartanssonar, takin. Margir tóku til máls að lokn- ttm ræðum frummælenda, og Verður hér lítillega skýrt frá unv- ræðunum. Fundinum lauk ekki fyrr en kl. langt gengin eitt um nóttina. Fyrstur kvaddi sér hljóðs Sveinn Björnsson, verkfræðingur, framkvæmdastjóri Iðnaðarmáia- stofnunar íslands. Sagði hann ibera allt. of mikið á tilfinnimga- semi og skinhelgi, þegar menn ræddu umræðuefni fundarins. Menn héldu því jafnvel fram, að erlend fjármálaöfl væru glæp- igamleg, og þeir íslendingar, sem herðu á að nýta erlent fjármagn vaeru glópar eða landráðamenn. Spurningin væri um það, hvernig við gætum tryggt okkur örugga afkomu og efnahagslega þróun. og þá ætti ekki að útiloka neinn tnöguleika fyrirfram vegna þröng sýni eða annarlegra sjónarmiða. íslendingar ættu að nýta fall vatnaorkuna til fulls, en slíkt krefðist meira fjármagns en þeir hefðu yfir að ráða. Fjárhagslag- an grundvöll stórvirkjana yrði að skapa með þátttöku erlends fjár- magns. Við gerðum okkur seka um glópsku, ef við létum orku- lindir okkar standa ónytjaðar, og mættum ekki láta minnimáttar- kennd og vantrú ráða gerðum okkar. Vandamálin í þessu sam- 'bandi væru til þess að leysa þau Menn ættu ekki að einblína á reynslu af erlendu fjármagni í Kína, Kúbu eða Suður-Ameríku, heldur læra af reynslu frænda- og vinaþjóða okkar. Fyrirhuguð alúminíumbræðsla væri tilraun til framsóknar í efnahagsmálum, sem miunidi ekki þykja sfcór- kostlegt þrekvirki eða goðgá eft ir 20—30 ár. í*að væri huigleysi og stöðnun að gera þá tilraun ekki. Næsti ræðumaður var Haukur Helgason, hagfræðingur. Hóf hann mál sitt á því að tilkynna, að hann þyrfti ekki að tala lengi, því Magnús Kjartansson hefði „tætt gersamlega allt I sundur“ í ræðu Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar. Sagðist hann enda sjálfur hafa sýnt fram á það í útvarpi og tímaritsgrein, að „þeir félaigarnir Jónas Haralz og Jóihannes Nor- dal“ færu nrfeð sstaðlausa stafi. Engju að síður taiaði ræðumaður tæpa r 20 mínútur, og komst Iseyjcm Framhald af bls. 1 biaðamenn fengu fyrstir tæki- færi til að heimsækja þessa rann sóknarstöð á isjakanum. Eftir helgi fá nokkrir islenzkir vísinda menn tækifæri til að fara þangað og seinna nokkrir bandariskir rit höfundar og blaðamenn frá vís- indatímaritum, sem e.t.v. fara þangað með ísbrjótnum. Blaðamennirnir frá íslandi, einn frá hverju dagblaðanna og fréttastofum Reykjavíkur- og Keflavíkurútvarpsins flugu á- samt mr. Monson frá bandarísku upplýsingaþjónustunni og John F. Schindler frá rannsóknarstöð- inni í Point Barrow, norður á ísjakann á fimmtudag með flug- vél rannsóknarstöðvarinnar C- 46, og urðu vegna veðurs að hafa þar næturdvöl. Blaðamönnum 'þótti merkileg reynsla að fljóta á ísjaka norðan við 72. breiddar- baug og kynnast þessari iseyju, sem siglir með 18 vísindamenn, önnum kafna við rannsóknar- störf. Og þeim þótti nýstárlegt að fá gesti á þetta heimskautafar — einkum að þar skyldi koma fyrsta konan, en hana lagði Mbl. til. Birtast myndir og frásögn úr ferðinni á bls. 3. ekkert nýtt fram á hendi hans. Hér ætti raka gærur, mala grsismjöl, herða lýsi, leggja nið- ur síld og sjóða, en ekki mala igull handa erlendum auðhring- um o.s.frv., os.frv. Jónas Sveinsson, læknir, sagði frá fundahöldum í Sviss um hag- nýtingu kjarnorkunnar Hann kvaðst vera meðmæltur byggingu alúminiumverksmiðju, en að öllu yrði að fara með gát. Sigurður Thoroddsen, verk- fræðingur, rakti að nokkru sögu Búrfellsvirkjunar og ræddi síð- an aðallega um ísvandamálið, sem hann taldi of lítið gert úr. Kvaðst hann hafa vantrú á virkj- unartilhöguninni við Búrfell vagna mikillar ísmyndunar þar, sem ekki væri reiknað með. Þyrfti að athuga þetta mál mun betur. Nú yrðum við að taka á okkur mikla áhættu vegna auk- ins rekstrarkostnaðar og annars. A meðan ýtarlegri rannsó'knir færu fram, ættum við að snúa okkur- að smávirkjunum, Rögnvaldur Þorláksson, verk- fræðingur, sagði raforkuverð frá kjarnorkuverum fara hríðlækk- andi, og með sömu þróun í fram- tíðinni mundi fara að verða örð- ugt að útvega lánsfjármagn til vatnsvirkjana. >ví væri mikil- vægt fyrir okkur nú að virkja fljótt ög mikið. Norðmenn hröð- uðu nú mjög vatnsvirkjanagerð, enda sæu þeir vel, hvert stefndi, og vildu ekki bíða eftir því, að kjarnorkueldsneyti yrði ódýrara en vatnið í raforkuverum. Fyrir 50 árum hefðu Norðmenn hi’kað við það, sem við hikuðum við nú, en nú væri ekkert hik á Norð- mönnum. Þá sagði Rögnvaldur, að menn hefðu gert sér grein fyr ir ísvandamálinu á byrjunarstigi málsins, og væri reiknað með tals verðu fjármagni einmitt til þess að mæta því og gera endurbæt- ur á rennslimu. >á kvaðst hann ekki skilja hugsunarhátt manna eins og Hauks Helgason, sem töluðu um, að við værum að af- sala ökkur einhverju. Hverju værum við eiginlega að afsala okkur? Því, að hafa ekki farið að selja raforku þegar árið 1918? Við ætluðum nú að selja, en ek'ki afsala okkur neinu. >á kvað Rögnvaldur þann málflutning einkennilegan hjá einum ræðu- manni, að gera fyrst lítið úr alúminíumverksmiðjunni og segja hana mundu hafa óveruleg áhrif á efnahagslífið hér, en full- yrða svo síðar í sömu ræðu, að hún mundi hafa gífurlega hættu í för með sér fyrir efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði þjóðarinn- ar. Líklega væri á það treyst, að langt hefði verið milli þessara tveggja andstæðu fullyrðinga hjá ræðumanninum. Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur, ræddi um ísmyndunarmál- ið, sem hann taldi hægt að leysa, en ekki væri tekið tillit til þess í útreikningum. Stóriðjunefnd væri ekki aðeins að selja vöru, sem hún vissi ekki, hvað kostaði, heldur væri hér „um beinar fals- anir að ræða, allar hinum er- lendu aðiljum í vil.“ Jakob Björnsson, verkfræðing- — Vel fer á með Framh, af bls. 1 að auknum samskiptum þeirra. De Gaulle sagði í sinni ræðu að hann fagnaði þessum fundi leiðtoganna, því það hefði komið í ljós æ ofan í æ á umliðnum öldum, að iþegar Breta ag Frakka skildi að um sinn hefði það haft óheppilegar afleiðingar, en aftur á móti hefði það jafnan reynzt gæfumerki er löndin hefðu treyst vináttuböndin sín á rnillL ur, kvað vatnsafL ú íslandi oft ofmetið, en þó væri það verðmæt auðlind. Rakti hann síðan ýmis- legt, sem mælti með stórvirkjun og stóriðju, og annað, sem mælti ígegn stórvirkjun og stóriðju. Björn Teitsson, stud. mag., drap á það helzt, að vinnuafls- vandamál mundi koma upp vegna byggingar orkuvers og alúminíumverksmiðju. Þrjár leið íslendinga; þá yrði boðið í menn, ir væru til: 1) að ráða eingöngu kaupgjald sprengt upp og af hlytist verðbólga, 2) að ráða út- lendinga; af því risu mörg vand- leyst vandamál, 3) að ráða ís lendinga skv. áætlun á skipulags bundinn hátt; þá yrði að leggja niður fyrirtæki, hreppa og jafn- vel heilar sýslur. Þótti ræðu- manni engi þessara kosta fýsileg- ur, en virtist helzt hallast að því, að síðasta leiðin yrði valin. Nei, heppilegast væri fyrir íslendinga að efla minniháttar stóriðnað. Alit fcal um að byggja alúmínverk smiðju í Eyjafirði hefði verið blekking ein frá upphafi. Vegna tollmála verksmiðjunnar yrðum við að ganga í EBE, eða sama sem. Fylgjast yrði vel með fram- tölum væntanlegrar verksmiðju til skatt.s. Fullvirkja ætti Laxá í Þingeyjarsýslu og láta það nægja í bili. Páll Kolka,. læknir, minnti hina miklu og öru fólksfjölgun hér, sem kallaði á nýja atvinnu vegi fyrir næstú kynslóðir. Kvaðst hann óhræddur við að tala um milijarða, þalgar um atvinnugreinar framtíðarinnar væri að ræða. Sveinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri, ræddi hlutverk dragbítanna og úrtölumanna í ís- lenzku þjóðiífi. Þeir hefðu alltaf reynt að telja kjark úr þjóðinni og tafið framfarir. Ýmis verk- efni hefðu beðið í 30 ár, af þvi að eklci var hlusbað á Einar Bene- diktsson. Allri þróun hefði seink- að á íslandi vegna barlóms drag bítanna, og því hefði t.d. orðið meira atvinnuleysi á íslandi milli 1930 og 1940 en í nokkru öðru menningarríki í Evrópu. Dragbít arnir sögðu á sínum tíma, að vatr\ úr Gvendarbrunnum gæti aldrei runnið til Reykjavíkur, að hafn- argerðin í Reykjavík mundi sliga þjóðina, að aldrei mundi renna heitt vatn til Reykjavíkur „úr forarpollunum“ í Mosfellssveit o.s.frv. Dragbitunum hefur tek- izt að tefja hitaveitufram- kvæmdirnar um 12-13 ár. Sogs- virkjunin virtist þeim svo ofboðs leg, að þing var rofið oig þing- menn sendir heim árið 1931 til þess að koma í veg fyrir hana. Haná hefðu þeir tafið í 6-7 ár. Dragbítarnir mundu nú fá sömu útreið og alltaf áður. Valur Lárusson þakkaði þeim aðiljum, er að fundinum stóðu, fyrir að hafa gefið almenningi tækifæri til að hlýða á og taka þátt í umræðum um þessi mál. Stóriðjumálið mundi ná fram að ganga. Að lokum tóku frummaelendur aftur til máls. Kyjölfur K«wnráa Jónsson kvað ómaklegar árásir >>g aðdróttanir, sem beint hefði verði á fundinum að íslenzkuim vísindamönnum, er unnið hefðu störf sín af samvizkusemi og dregið variegar en réttar álykt- -anir af athugunum sínum. I áætl unum um Búrfellsvirkjun væri gert ráð fyrir 15% varúðar- prósentu til að mæta óvæntum kostnaði. Sumium ræðumönuum victiist finnast það beinlínis ljótt að selja útlendingum 5% aÆ raiflorkw okkar til ákveðins árafjöilda. — Það væri þó varla ljótara en að selja fisk til útlanda. Ýmsuim ægði, að svissneskt fyrirtæki mundi græða á alúmínifram- leiðslunni. Auðvitða munidi það græða, en ísiendingar þó ekiki síður. >á minnti ræðumaður á, að ekki færi vel að blanda sam- an vísindum og pólibík, eins cng suma ræðumenn hefði hent. Þé rakti frummælandi, hvernig skattlagning fyrirtækisins hér væri fyrirhuguð. Þá minnti hann á, hvernig samvinna LoPt- leiða við erlenda aðilja hefði reynzt. Ekki hefði vantað hraik- spárnar, þegar það hófst, en nú sæu allir hinn gæfuríka árang- ur. Magnús Kjartansson minntist í lokaræðu sinni á skattamál £yr irtækisins, en skv. því sem himn frumimælandi haifði rakið, er því gert að greiða haerri. skatta en skv. núgildandi skatt lagningu hér. Kvað Magnús ang- an vita neitt um þetba, Ákefð svissneska hringsins skaari úr um það, að við ættum ekki að ’oyg'gja alúmínvericsmiðjuna. Sýnikennsla ■ óábyrgunt vinnubrögðutn — þegar borgðrfulltriíi koinniúnista lætur til sín taka EINN borgarfulltrúa kommún ista, Alfreð Gislason, hafði sýnikennslu í óábyrgum og' lákúrulegum vinnubrögðum á borgarstjórniarfundi sl. fimmtu dag. Borgarfulltrúinn hefur að ♦ isu áður sýnt hæfni sína á þessu svið'i. en hefur ekki oft áður tekizt betur upp. Þar sem þetta umrædda mál er sumra fulltrúa minnihluta- dæmigert fyrir vinnubrögð flokkanna í borgarstjórn, þyk- ir rétt að rekja stuttlega mái- ið, þótt um það geti að vísu átt orðskviðurinn, að oft megi satt kyrrt liggja. Mál þetta kom fyrir borgar stjórn s.l. fimmtudag í mynd tillögu frá einum borgarfull- trúa kommúnista, Alfreð Gísla syni, og fjallaði tillagán um aukna aðstoð við gamalmenni og eru í tillögunni nefndir fimm liðir slíkrar aðstoðar og horfa allir til bóta. Þetta lítur ekki ósnoturlega út, einkum í viðeigandi búningi á síðum blaða borgarfulltrúans, en ekki er allt sem sýnist. Forsaga þessa máls er með þeim hætti, að fyrir tæpum tveimur árum var skipuð nefnd til þess að kanna þessi mál og gera til lögur um fram tíðarstefnuna. Nefnd þessi er kölluð Yelferð- arnefnd aldr- aðs fólks. — Nefndin mun skila áliti á næstunni og hefur hún unnið mjög vandað starf. Þess má hér geta, að það er viður- kennd starfsaðferð við borgar málefni, að embættismenn, stofnanir borgarinnar eða sér- stakar nefndir hafi með hönd- um undirbúning tillagna um frámtíðarskipan hinna ýrnsu málaflokka, enda eru siík mál svo viðamikil, að ekki er borg arfuiltrúum ætlandi að varpa fram um þau skynditillögum, sem leysi á einu bretti um- fangsmikla málaflokka til langs tíma. Á borgarstjórnarfundi fyrir mánuði varpaði borgar- fulltrúi Alfreð Gíslason fram fyrirspurnum um málefni aldraðs fólks og hvað liði störfum Velferðarnefndar aldraðs fólks. Dr. Þórir Kr. Þórðarson svaraði fyrirspurn- unum, en hann á sæti í Vel- ferðarnefndinni. Upplýsti dr. Þórir, að niðurstöðu o.g til- lagna nefndarinnar væri skammt að bíða. Nú virtist borgarfulltrúi Alfreð hafa talið, að ekki væri til setunnar boðið og væri hver síðastur að varpa fram einhverjum tillögum um mái- efni aldraðra, áður en tillögur nefndarinnar kæmu fram. Þá væri hægt að slá upp í blaði hans frásögn af vöku og ár- vekni Alfreðs og jafnvel hægt að þakka nefndum Alfreð all an atbeina að samþykkt og framkvæmd hinna vel undir- búnu tillagna Velferðarnefnd ar aldraðs fólks. Tillögur Alfreðs sáu dags- ins ljós á fundinum s.l. fimmtudag. Svo undarlega vill til, að tillögur Alfreðs styðjast algjörlega við niður- stöður Velferðarnefndarinnar, sem þegar voru tilbúnar og í margra manna höndum. Þegar bent var á þetta í um ræðum, þá kannaðist Alfreð ekkert við það, að tiilagna nefndarinnar væri að vænta. Er þó aðeins mánuður síðan hann bar opinberlega fram fyrirspurn urn það atriði og var þá svarað, að niðurstöður og tillögur nefndarinnar væru á næsta ieiti. Þá fullyrti 'borg- arfuiltrúinn, að hann hefði ekki séð hinar tilbúnu tillöigur nefndarinnar. Sú fullyrðing borgarfulltrúans er ekki senni leg. Það er undarleg tilviljun, að tillögur Alfreðs birtast Skömmu eftir að nefndin lauk störfum og skömmu áður <sn tiLlögur hennar verða lagðar fram. Það er svo kapítuli út af fyrir sig, að borgarfulltrúinn segir blygðunarlaust, þegar hann leggur fram tillögur í máli, að hann hafi hvorki kynnt sér störf nefndar, sem hann veit að fjallar um sama mál, né tillögur hennar. Senni legra er þó, að þessar fullyrð- ingar hafi verið einskonar peðsfórn í höllu tafli, þegar bent hafi verið á tvöfeldni Alfreðs í umræðum. Auk Alfreðs tóku þeir dr. Þórir Kr. Þórðarson og Birgir ísi. Gunnarsson þátt í um- ræðunum. Birgir gagnrýndi mjög vinnubrögð Alfreðs í þessu máli og kvaðst gera það nú, því að Alfreð gerði sig oftast af borgarfulltrúum minnihlutans sekan um slíka tvöfeldni. í umræðunum halaði Alfreð nokkuð í land, gerði sér upp undrun á því, að tillögur vel ferðarnefnd- arinnar væru nú tilbúnar og fagnaði því. — Hann sagði, að það mætti iþó líka samþykkja tillögur sínar. Dr. Þórir Þórðarson flutti frávísunartillögu á Alfreðs- bálki frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, þar sem segir, að þar eð Velferðar- nefnd aldraðra hafi lokið störfum o.g gengið frá tillög- um sínum, sem verði brátt lagðar fyrir borgarstjórn, þá sé tillaga Alfreðs ótímabær og sé vísað frá. Frávísunin var samþykkt með 9 atkv. gegn 3 atkv. kommúnista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.