Morgunblaðið - 04.09.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.1966, Blaðsíða 1
32 síður og Lesbok * 53 árgangur 201. tbl. — Sunnudagur 4. september 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stór hluti heims 4 Hér getur að líta flak „Brlstol Britannla" flugvélarinnar, ■em féll til jarðar nærri Ljublana flugvellinum í norðvestur Júgóslavíu nú í vikunni. 110 manns voru um borð. 88 létust begar í stað, en 29, sem lifðu af slysið, eru alvarlega slasaðir. Hanoi hefur hafnað víg- búnaðarsamdrætti Tilkynning í Washington um, að Banda- ríkjastjóm hafi engum skilnaði mæit hjá stjórn N-Vietnam Washinigton, 3.sept. — NTB. Bandaríkjastjóm hefur reynt að fá stjómina í N-Viet nam til viðræðna um brott- flutnings al'Ls herliðs frá S- Vietnam, þ.e. bæði liðs Banda ríkjanna og N-Vietnam. Hanoistjómin hefur hins vegar engan áhuga sýnt á slíkum viðræðum. Frá þesu var skýrt f»Was- hington í dag, vegna þeirrar yfirlýsingar de Gaulle, Frakk landsforseta, að Bandaríkin ættu að kalla heim lið sitt frá S-Vietnam, innan ákveðins tíma, svo að nýr grundvöllur fengist fyrir umræðum um frið. Haft er eftir fréttastofu Reut- ers, að Bandaríkin gætu fallizt á að draga úr vígbúnaði sinum í S-Vietnam, gerðu ráðamenn í N-Vietnam hliðstæðar ráðstafan ir. Bandaríkjastjórn hefur á und anförnum mánuðum gert Hanoi- stjórhinni grein fyrir þessari afstöðu sinni, en eins og áður segir, hafa ráðamenn í Hanoi ekki sýnt neinn áhuga á slíkum aðgerðum. Talsmenn Bandarisku stjórnar innar sögðu í Washington í morg un, að afstaðan í S-Vietnam hefði á engan hátt breytzt vegna heimsóknar de Gaulle Frakk- landsforseta, til þessa heimshluta en þar hefur forsetinn látið skoð anir sinar í ljós í ræðum. Mesta athygli hefur vakið ræða sú sem tte Gaulle hélt í Phnom Penh í Kambódíu, fyrr í vikunni. Þar lýsti forsetinn því yfir, að Banda ríkin ættu að kalla heim herlið sitt frá S-Vietnam. Það hefur vakið athygli I Washington, að de Gaulle minntist í ræðu þessari ekki á, hvað stjórnin í Hanoi gæti gert til þess að bæta friðarhorfurnar í Vietnam. Telja sumir stjórn- málafréttaritarar, að orsökin kunni að vera sú, að de Gaulle hafi gert sér ljóst, eftir að hann hitti fulltrúa Hanoistjórnarinnar að máli í Kambódiu, að ráða- menn í N-Vietnam séu alls ekki undir neinar samningaviðræður. búnir. í>ví er nú talið í Washington, að þessi fundur hafi engan árang ur borið, enda hafa engar slíkar fregnir borizt. Fjöldamorðj samkvæmt | reikningi J | Gyðingar látnir / t greiða fyrir af- ( ( tökur Gyðinga i / Múnster, 3. sept. (NTB) ? \ VIÐ réttarhöld í bænum I í Múnster í Vestur-Þýzkalandi ) i í gær kom það fram að Gesta- " / po í bænum Stanislav í Pói- \ landi sendi forustumönnum 1 Gyðingasamtaka bæjarins ' reikning fyrir 12 þúsund skot. (um eftir að 12 þúsund Gyð- ingar höfðu verið drepnir í fjöldaaftökum. Fimmtán fyrrverandi SS- og Gestapomenn hafa verið dregnir fyrir dóminn í Múnst er sakaðir um aðild að morð- um á 80 þúsund Gyðingum og starfsmönnum pólsku ileyniþjónustunnar 1 Stani- slav á striðsárunum. Eitt vitnanna við réttar- höldin, David Lecyn prófess- or, sem búsettur er í fsrael. skýrði frá því að hann vissi ekki hve mikið Gyðingasam- tökin greiddu í sambandi við reikning Gestapo. En hann sagð.i að einn hinna ákærðu Hans Krúger, hefði varað samtökin við afleiðingunum ef þau neituðu að borga. vatnslaus 2000? Johnson, B andaríkj aforseti, segir, að ferskvatnsbirgðir heims gangi nú víða til þurrðar vegna aukinnar neyzlu Rússar gagnrýna flotaæfingar NATO Summerville, V-Virginíu, 3. september — NTB. JOHNSON, Bandarikjaforseti, beindi í dag þeim tilmælum til þjóða heims, að þær gripu þeg- ar í stað til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir vatnsskort í heiminum um næstu aldamót. Forsetinn kom með þessa yfir- lýsingu sína, er hann hélt ræðu við opnun nýs stíflugarðar í V- Virginíu. Sagði Johnson, að ijóst væri, að þau vatnsból, sem nú væru nýtt myndu hvergi nærri nægja, er liði að aldamótum, því að vatnsneyzla færi nú svo •rt vaxandi í heiminum. Ætti að takast að vinna bug é hungrinu í heiminum og fá- tæktinni, yrði að sjá íbúum heims fyrir nægu vatni. Jafn- framt skýrði forsetinn frá því, að kvatt hefði verið til alþjóða- ráðstefnu um þetta alvaríega vandamál, og yrði hún haldin í Washington í maí næsta ár. Johnson sagði, að náið sam- starf þyrfti milli allra þjóða heims um nýtingu ferskvatns, ætti ekki að koma til mikilla hörmunga eftir nokkra áratugi. Þegar væri ríkjandi mikið vand- ræðaástand í þeim löndum heims, sem minnst vatn hefðu Einnig mætti benda á, að mikl- ir þurrkar í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna undanfarin fimm ár hefðu valdið miklum erfið- leikum. Sagði forsetinn, að bandaríska stjórnin hefði ákveðið að verja 700 milljónum dala (30.100 millj. ísl. kr.) til að reisa kjarnorku- ver í Kalifornuíu. Ætti verið í senn að framleiða rafmagn og vinna vatn úr sjó. Skothríð við Berlínarmúrinn Berlín 3. september — NTB. A-þýzkir landamæraverðir skutu í morgun á mann við Berlínarmúrinn. Er talið að mað- urinn hafi ætlað að reyna að flýja til V-Berlínar. V-þýzkir lögreglumenn segja að skotið hafi verið fjórum skotum. Maðurinn féll, og var borinn I burtu nokkru siðar. MÁLGAGN sovézka varnamála- ráðuneytisins gagnrýnir í dag harðlega flotaæfingar NATO, sem nú standa yfir á Atlantshafi. Segir m. a. í greininni að tilgang- urinn með æfingunum sé að styrkja samstöðu Atlantshafs- rikjanna og reisa múr gegn hin- um nýju stefnum í Evrópu, sem fram komu eftir fund sósíalist- ísku þjóða Evrópu í Búkarest fyrr á þessu ári. Höfundar greinarinnar nefnast O. Ivanov og J. Dymov og benda þeir á að NATO æfingarnar hafi byrjað við strendur N-Noregs, og segja að skýringin á þessu sé ekki náttúruaðstæður Noregs, heldur sú staðreynd að æfinga- svæðið sé nálægt sovézkum landa mærum. Yfirstjórn NATO noti hina „gatslitnu plötu“, „ógnir úr austri" til að draga Noreg inn í hringiðu hernaðarins og grafa þannig undan góðum nágranna- samskiptum landsins við Sovét- ríkin, sem yfirgnæfandi hluti norsku þjóðarinnar styður ein- læglega. Segj a greinarhöfundar að Bandaríkin noti NATO æfingarn- ar til að herða „kalda stríðið“ og þvinga bandamenn sína í Evrópu. Noumea, 3. sept. — NTB. DE GAULi.E, Frakklandsforseti, kom í dag til Kyrrahafseyjar- innar Nýju Kaiedóniu. Forset- inn kom frá Kambódíu. Henri greifi kom til Kaupmannahafnar í gær Dönsk blöð virðast taka vel fregninni um fyrirhugaða giftingu hans . og Margrétar prinsessu Kaupmannahöfn 3. septem ber — NTB. HENRI de Laborde Mon- pezat, greifi sem Margrét erfðaprinsessa Dana hyggur á hjónabandi með, kemur til Kaupmannahafnar síðdegis í dag, frá Brussel. Frá komu hans var skýrt við dönsku hirðina í morgun. Margrét prinsessa mun taka á móti honum á Kastrup velli. 1 kvöld verður Henry greifi viðstaddur kvöldverð í Fredensborg, en hann er hald inn til heiðurs konungshjón- um Thailands, sem nú eru í opinberri heimsókn í Dan- möku. Fregnin um, að Margrét prinsessa ætli að gifta sig Henri greifa er á forsíðum margra Kaupmannahafnar- blaðanna í morgun. „Politiken" telur sig hafa það eftir góðum heimildum að brúðkaupið verði haldið 24. maí nk., á brúðkaupsdegi dönsku konungshjónanna. Verði de Gaulle, Frakklands- forseti viðstaddur. „Aktuelt" segir, að það sé gleðilegt, að allt bendi til þess að Henri greifi muni falla Dönum vel í geð, einkum þar sem prinsessan sé löndum sín um mjög kær. „Berlingske Tidende" telur, að hjónabandið muni verða til þess að treysta vináttu- bönd milli Danmerkur og Frakklands. í>að mun hafa verið um 1. júlí sl., að Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur, var tilkynnt um ráðahaginn. Danska þinginu verður frá honum skýrt, er það kemur saman til fyrsta fundar að loknu sumarleyfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.