Morgunblaðið - 06.01.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR H970 Skúli Möller, kennari; Hvað er þróunarland? GREIN sú, sem hér fer á eftir, er tekin saman af Skúla Möller kennara, starfs- manni „Herferðar gegn hungri“. Við samantekt grein arinnar notaði hann sem að- alheimild bókina „Við og þróunarlöndin“ eftir Jörgen Vedel-Petersen, dagskrár- stjóra danska útvarpsins, en sú stofnun gaf út téða bók árið 1967. Ýmsar tölur, sem fram koma í greininni, eru því rösklega tveggja ára gamlar og hafa að sjálfsögðu breytzt, síðan hókin kom út, ekki til hins betra, heldur þvert á móti. Á það ekki sízt við um tölur viðvíkjandi fólksfjölda og tekjum manna í þróunarlöndunum. Ýmsar athugasemdir um skoðanir fólks á aðstoð við þróunarlöndin varða ekki ís- lendinga sérstaklega, heldur almenning í þróuðu löndun- um almennt. Því miður er vitund íslenzks almennings gagnvart þróunarlöndunum ekki nægilega vakandi. Er það von höfundar, að greinin megni að opna augu ein- hverra, sem hana lesa, fyrir hinum yfirþyrmandi vanda- málum, sem hvarvetna blasa við í þróunarlöndunum. HVAÐ ER ÞRÓUNARLAND? Það er eiittJhvað bogið við þá skilgreiningu á vanþróuð;u;m lönd utn, þróu narl.öndum, sem hvað þekktast eru í heiminum. Er þar m.a. haldið fram, að það séu lönd, sem ekki fyiigisit með tím- anium. Þetta má þó ekki skilja svo, að hér sé aðeins átt við fá- ein lönd, sem svo er ástaitt um, heldur er hér um að raeða lönd, þar sem um % hkutar íbúa jarðar búa. Með skiligreininigu sem þessari gerum við óaívitandi l'ítið úr vandanum, við blekkjum sjálf okkur og metum vandamálin sam kvæmt þvi. Sögulega er þetta af leiðing þess, að það voru mannúð arstofnanir, sem fyrstar báru fram kröfuna uim, að rílkar þjóð- ir hjálpuðu fátækum þjóðum. Starf þeinra hefur alltaf miðazt við að hjálpa, þar sem neyðin steðjaði að. Markmið þeirra hef- ur því eingöngu verið bundið við hjálp í neyðartilvikum. Starfi trúboðsiins er ólíkt farið; mark- mið þass eru á breiðairi grund- velli, ekki einskorðuð við hjálp á neyðanstundum. Það er almenn skoðun, að þró unarlöndin þurfi aðeins hjálpar við á fyrstu skrefum þeirra í framfara átt, þá muni þau sjálf auðveldlega geta ráðið við fnam haldið. Starfsfólk hjálparstofn- ana hefur ýtt undir þessa skoð- un, af því að það hefur ekki met ið ástandið út frá stjórnmála- legri hlið þess, heldur út frá mannúðarsjónarmiði. Afstaða þessa fólks til frelsisveitinga ný lendnanna var ekki af stjóm- málalegum toga, en studdi þó að endurmati á stöðu hörundslit- aðra. Fyrst þegar nýlendum var al- mennt veitt firelsi, fyrir aðeins 10—15 árum, mótaðist stjórnmála leg afstaða til þess enn af við- horfi hvítu nýlendusinnanna og vanmati á hæfileikum og getu hörundslitaðra. Framtak trú- flokka og annarra hjálparhópa til að hafa áhrif á breytni okkar gagnvairt þessum meðbræðrum okkar hefur borið ávöxt — þó ekki eins ríkulegan og við mund um óska eftir. Sumiir virðast halda, að allt, sem hinir hörundslituðu segja og gera, sé rétt, og að þessi nýju ríki geti sjálf leyst úr öllum sín- um vandamálum, aðeins ef ríku löndin fáist til að miðla þeim af gnægta brunni sínum. Það hefur hins vegar sýnt sig, að afstaða þessara manna er varhugaverð, ef á ábyrgam hátt eir tekið tillit til þeinra vandamála, sem bíða úrlausnar. Þtróunarlöndin eru nefnilega ekki öll eins, þótt þau séu öll fátæk. í sumum þeirra á ör framfaraþróun sér stað; í öðr- uim aftra stjórmimálaleg viðhorf því, að fnamfarir geti hafizt að marki. Ef við ætlum okkur að veita gagrusama hjálp, hlýtur henini að verða beint til þeirra landa, þar sem stjómmálalegar, þjóðfélagslegair og trúarlegar að- stæður að okkar dómi styðja þau verkefni, sem ríkisstjórnir við- komandi landa óska aðstoðar við. Annar hópur manna lítur á þróunarlöndin utan þeirra svæða á jarðinni sem við eigum að skipta okkuir af, og lætur þau rök fylgja, að vandamáiin séu svo risavaxin, spilling sé ríkj- andi og stjórmmálaástandið þann ig, að hollast sé að halda sig í hæfiiegrí fjarlægð. Báðir þessir aðilar gera sér mjög óljósa grein fyrir því, til hvaða ríkja sú skilgreining skuli taka, sem almennt er viðurkenn.i sem skilgreining á vanþróuðum löndum, svokölluðum þróunar- löndum, en í því felst einmitt mergurinn málsins. Samt er það einfalt mál í stórum dráttum að greina á milli: sá heimshluti, sem byggður er hvítum mönnum, er ríkur; hinn, sem byggður er hör- undslituðum, er fátækur. Það er af þeirri ástæðu, sem allt mat með og á móti aðstoð er háð við- horfum til eiginleika annarra kynþátta og tilveruréttar þeirra. UPPHAF UMRÆÐNA UM ÞRÓUNARLÖND — BJARTSÝNI Það var á árunum 1950—1960, að miklar umræður urðu um þró unarlöndin. Víða um lönd voru þær bornar uppi af þeim sam- tökum, sem unnið höfðu að þró- unarmálum og óskuðu þess nú, að stjómmálamennimir tækju málið af festu upp á arma sína. Árið 1960 hófst áratugur sá, er Kennedy forseti kallaði „ára- tug þróunar", en markmið hans átti að vera að koma skríði á framfarir í þróunarlöndunum. Af þessari alheimssókn virtist sem nú ætti að láta til skarar skríða með að hjálpa þróunarlöndunum til sjálfsbjargar og vandamál- in væri unnt að leysa á nokkirum ámm. Ánatugur þessi, sem kenndur var við framfariir, er nú liðinn, sá næsti heifur þegar verið und- irbúinn. Greinilegt er, að vanda- málin em ekki minni í sniðum nú, heldur stænri. Hjálpin hefur ekki aukizt nóg; bilið milli ríkra og snauðlra hefur bneikkað. Vandamálin hafa vaxið með sama hraða eða jaifnvel hraðar en fólksfjöldinn, sem þó vex mjög hratt. Ef óhætt er að reiða sig á skýrslur, þá hefur þróunarlöndunum orðið nofekuð ágengt á 5. áratug aldarinnar í tilraunum sínum við að koma af stað jákvæðri efnahagsþróun (m. a. vegna Kóreu-stríðsins, sem hafði í för með sér hátt verð á hráefnum, sem þróunarlöndin byggðu útflutning sinn á), en hiraði þessarar þróunar minnkaði þó í lok áratugarins og hefur minnkað enn meir á árunum eftir 1960. Það ríkti mikil bjartsýni á þess um ámm, en nú hefur það sýnt sig, að vandamálin hafa verið van metin og efcki nægilega tekið til- lit til óska velviljaðra aðila um aðstoð við að geira þróunarlönd- unum kleift að stuðla að efna- hagslegum framförum, sem gerðu meiina en að mæta fólksfjölgun- inni. Það er því kominn tími til að brjóta málin til mergjar alveg frá byrjun og gera nýja skilgrein ingu. Allir útneikningar á fólksfjölg un í heiminum eru háðir mikilli óvissu, en þær tölur, sem hér verða nefndar og sýna aukningu og hlutfall milli fólksfjölda þró- unarlanda og þróaðra landa, gefa hugmynd um vandann: Árið 1965 2000 mfflj. mfflj. Asiía 1842 4400 Rússland 234 402 Önniur Evrópulömid 443 571 Óhætt er að segja, að hér sé sannkölluð „fólkssprengja“ á ferðinni, og ekki hriekkur neinn smáræðis hagvöxtur til við að halda í horfi meðal-lífsafkomu, þar sem svo geigvænleg fóiks- fjöigun leitast við að svelgja hann í sig jafnóðum. HVERJIR ERU RÍKIR OG HVERJIR FÁTÆKIR? Margar tilraunir hafa verið geirðar í þá átt að skilgreina, hvað það sé öðru fremur, er ein- kennir þróunarlöndin sem slík, hvar setja eigi mörkin milli ríkra og fátækra. Algengast er að miða við meðal bekjur á íbúa. Víst er þó, að það er ekki einhlít viðmiðun. í stuttu máli má segja, að % hlutar jarð- arbúa búi í vanþróuðum löndum. Þessi fólksskari hefur aðeins til umráða % heimsteknanna. Jarð- arbúar hafa verið greindir í eftir farandi 4 hópa: Mjög fátækiir ER ÞRÓUNIN ÓGNUN VIÐ ÞRÓUÐU LÖNDIN? Það er ekki fyrr en á allra seinustu árum, að flestar fátæku þjóðanna hljóta frelsi og sjálf- FYRSTA GREIN stæði. Og tiltölulega stutt er, síð an hin fátæku lönd heimsins bundust stjóimmálaböndum, eða þegar 75 ríki sameinuðust til að- gerða á heimsverzlunarráðstefn- unni í Genf 1964. (Þá varð til „Ráðstefna S.Þ. um verzlun og þróuin“. UNCTAD, eo önimuir UN- CTAD- ráðstefna var haldin í Nýju Delhi 1968). Bilið milli hins ríka og fátæka hluta hieimsins breytist ekki nema fyrir atbeina hins ríka. íbúafjöldi þróunarlandanna eykst með ógnarhraða. Það getur því verið tímaspuirsmál, hvenær fólk þaðan flæðir yfir aðra heims hluta. Það er okkur því í sjálfs vald sett, hvort breyting á hlut falli þessu verður ógn við af- komu okkar eða ekki. Á ráð- stefnunni í Genf saméinuðust þróunarlöndin fyrst í kröf- um sínum á hendur þróuðu lönd- unum um réttlátari verzlun. SJÁUM VIÐ RÉTTA MYND AFÞRÓUNARLÖNDUNUM? Skoðanakannanir hafa leitt í ljós, að furðulega lítils skilnings gætir meðal íbúa þróuðu land- anna á vandamálum þróunarland anna. Stórlega er og vafasamt, að þeiir, sem almenningsálitið nióta, skilji þau fremur eða bet- ur en venjulegir borgarar. Lita stjórnmálamennirnir vandamáliin iraunsæjum augum? Eða eru þeir enn blindaðir af þeirri blekk- ingu, sem felst í hugtakinu að- stoð við vanþróuð ríki? Erum við enn velviljaðiir, en fraimfcvæimdalitlir? En er það ekki augljóst skilyrði þess, að dkriður komist á framnfcvæmdir, að hafizt verði handa, bæði af til finningalegum og þjóðfélagsleg- um ástæðum. Til þess að fá raunsanna yfir- sýn þarf meira til en þurrar töl- Fólfcsfj. í millj. kr./ár á íbúa 9Ö0 mininia em 8.500 1150 (.+ Kímia) 8.500 — 20.000 390 20.000 — 63.000 Ur einar, því að aðeins fá okkar geta skilið eða skynjað mannleg ar þjáningar af tölum einum sam an, og jaifnvel enn fænri okkar geta litið á sólina öðruvísi en sem náðargjöf; við eigum erfitt með að ímynda okkur, hvílík mefsing það er að vera daglega svo til steiktur í brennandi sól. Þá gerum vlð okkuir fæst grein fyrir, hversu náið samband er milli efnahagslegriar fátæktar og mannlegrar fátæktar, sem skap- ar slíkt hyldýpi niðurlægingar, að ógjörlegt virðist að yfirstíga það. VERÐUR MAÐUR AÐ KOMAST í SNERTINGU VIÐ FÁTÆKTINA TIL ÞESS AÐ SKILJA HANAÍ Vedel-Petersen segir þá sögu í bók sinni, að hann hafi eitt sinn sýnt þekktum stjóm- málamanmi húsagarðana á Vest- urbrú í Kauðmannahöfn, en það er eitt aðalfátækrahverfið þar í bomg. Þetta var skynsamur og greindur maðuir, sem átti margra ára stjómmálaferil að baki. Þegar hann sá, hvernig ástand- ið var aðeins 800 metra frá Christiansborg, danska þinghús inu, vairð hamn snortinn og brást mannlega við. Hann bauð fram hjálp sína, en viðurkenndi stuttu seinna, að það væri ekki lausn- in. Eitthvað þessu líkt þarf að ger ast, ef við íbúar þróuðu land- anna eigum að vakna af væmm blundi og hefjast handa varð- andi aðstoð við þróunarlöndin. Stjómmálamenn og aðrir, sem á- hrif hafa á skoðanamyndun, verða að faira til viðkomandi landa og sjá aðstæður, til þess að þeir komist milliliðalaust í snertingu við ástandið og skilji, að vandamálin eru langtum marg brotnari og nærgöngulli en þau hafa oftast verið talin. Þó að við höfum flokkað þró- unarlöndin í tvo stóra hópa, hin bláflátæku og hiin flá- tæfcu, með samtals um 2200 milljónir íbúa, þá eru þau inn- byrðis mjög ólík hvert öðm, langt frá því að vera samstæð- Ur hópur. Fátt er t.d. líkt með Indlandi og rómönsku Ameríku. Oft sjá þeir, sem koma til þró- unarlandanna, ranga mynd af á- standinu, einkum ef þeir koma aðeins til stórborganna. Stóru hótelin em svipuð, hvar sem er í heiminum. En fæstir íbúar þró- unarlandanna búa í borgum. Langmestur hluti þeinra býr í sveitaþorpum. Þeir em samt ekki bændur samkvæmt okkar skiln- ingi, þótt 80—90% þeirrta dragi fraim lífið af lamdbúnaði. Af þessu má sjá, að ókleiiflt er að gera sér erfiðleika Indlands í hugar- lund með því einiu að heimsækja Nýju Delhi, sem er stór og görð- um prýdd borg. Ferðalangurinn er boðinn velkominn af fulltrú- um fámennrar yfirstéttar og menntamanna. Þetta er því mjög svipað því, sem gestirnir hafa kynnzt í eigin heimalandi. Auðvelt er að sýnia borgirnar þannig, að gestimir fái ekki allt of mörg taugaáföll. Hin fámenna, en dugmikla yfirstétt er aðlað- andi og gáfuð, en er oftast í litl- um tengslum við það þjóðlíf, sem hún er hluti af. Hún getur því Fátækir Bjiargátaa (mieðalHag) Efniaðir 810 m/eira en 63.000 Till þess að við getum gert okkur laiuislllaga hugmyod um Skipt- iininigu heimisteknianinia, er eftirfairanidi dæmii sett fnam: Veistuæ-Evrópa hiefur 11% íbúiaminia, en 21% heimsteiknamnia; Ausitur-Evriópa hef'ur 11% íbúamima, en 16% heimjstekniaminia; USA og Oanada hafa 7% íbúannia, en 40 % hieiimisteikinanina; Austurlönd fjær haifa 53% íbúainna, en 13% beimisteiknammia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.