Morgunblaðið - 29.08.1973, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.08.1973, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 19T3 25 — Gjörið svo vel að láta mig hafa einkaherbergi — helzt með sturtu Nií þarf bara að gera við gatið á fötunni. Eg hef nara ekki hugmynd um livert hún er að fara Kalli. Arthúr viltu gera svo vel að hemla ekki svona snöggt. stjörnu . JEANE DIXON SP® wrúturiiin, 21. marz — 19. apríl. Þig lanear óskiip mlkið til a# létta þér upp I dag, og reynir a# fi fólk til a# fara me# þér út. Þa# eeneur vel. Nautið, 20. april —■ 20. niaí. Þa# er óluett a# fullyr#a, að þeaal daeur verði þér I vll & allan h*tt. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Þetta er allsæmileeur dagur fyrir þá sem uneir eru. Nukkur vandræði koma þó upp seinni hluta dagsins. Krabbinn, 21. júni — 22. júlí. læitaðu til vina þinna um hjálp, varðandi mát, sem þú getur eng- au veginn leyst af hendi. Ljónið. 23. júlí — 22. ágúst. Dagurinn virðist ætla að verða þér göður. Þö eetur verið, að þú lendir i vandræilum undir kvöldid. Mærin, 23. ágúst — 22. september. Ekki skaltu taka nærri þór, þót t illa Kangi fyrrihluta dagsins, þvl srinni hlutinn ffoinrnr Uómandi vel. Vog:inf 23 septeniber — 22. október. Sérstaklegra skemmtilegrur blær hvflir yfir de^iiium, of einhver ævintýralykt er i loftinu. I»ú færð heita ós*k uppfyllta. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þó að þú hafir oft tilhnelgrinKU til að vera gvartsýnn, þá verður þetta hinn þæfilegasti dagrur. Ctlitið er þó dálítið svart til að byrja með. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Vinur þinn kemur þér á óvart í dag með óvæntum fréttum, sem breyta miklu um framvindu mála. «telnge>tin, 22. desember — 19. janúar. f dag er líklegt að árangur mikillar vinnu konii i Ijós. Kvöldið býður upp á mikla mögulelluh. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Einhver vinur þinn leitar til þfn í daf með vandræði »ín og skalt þú ekki undir neinum kringumstæðum neita honum um hjálp. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. ntarz. Vertu ekki of opinskár í skoðuniim og láttu aðra ekkl fá þig til að segja of mikið. Vertu orðvar. Afmæliskveðja til Þóru Sigfúsdóttur ÞANN 8. ágúst árið 1913 fædd- ist þeim hjónum, Guðlaugu Ás- mundsdóttur og Sigfúsi Þor- steinssyni, er þá bjuggu að Rcuðuvík á Árskógsströnd, dótt- ir er hlaut í skírninni nafnið Þóra Ágústa. Er mær þessi var tveggja ára að aldri fluttist fjölskyldan frá Rauðuvík að Syðra-Kálfskinni á Árskógsströnd. Þar ölst Þóra upp og mótaðist af menningu góðs heimilis. Veturinn 1934— 1935 stundaði Þóra nám í Hús- mæðraskólanum á Isafirði. Hóf síðan verzlunarstörf á Dalvík, en fluttist árið 1935 til Akur- eyrar með systur sinni, Iðunni og vann hjá henni á saumastofu hinn fyrsta vetur, sem dvalizt var í hinum nýju heimkynnum. En síðan hóf hún vinrm hjá S.l.S. við hanzkagerð o. fl. Síðar rálku þær systur, Iðunn og Þóra saumastofu saman um nokkurra ára skeið, eða til ársins 1957 að Þóra tók að sér störf við verzl- unina London á Akureyri. En árið 1962 keypti hún þá verzlun og hefur síðan, ásamt Iðunni systur sinni, rekið hana sem eigið fyrirtæki undir nafnmu Rún. Rún er vel þekkt og vinsæl verzl- un og margir kannast við Þóru í Rún og þær sysbur í Rún, þótt þeir viti e. t. v. ekki á þeim önn- ur deili en þau, að þær reka þessa verzlun við góðan orðstír. Það er gott að koma inn í Rún, vandaðar og fallegar vörur fylla þar borð og hillur og heiðarleiki og háttvis framkoma bregzt eigi hjá þeim, sem þar ráða og þjóna. Ég varð málkunnug Þóru Sigr fúsdóttur á þeirn árum, sem hún starfaði við verzlunina London i Skipagötu. En veruleg kynni okkar í milli hófust ekki fyrr en hún flutti sína Rún upp í Hafnarstræti. Vegna starfa minna hjá blaðinu Degi varð ég tíður gestur í Rún sem mörgum fleiri verziunum á Akureyri. Á ég um þau kynni öll hinar Ijúf- ustu minningar og eignaðist í gegnum þau góða vini. Eru þær systur Þóra og Iðunn Sigfúsdæt- ur þeirra á meðal. Hefi ég sann- reynt að vinábta þeirra er traust og heil. Mun ekki brigðult, þar sem þær taka tryggð við. Tengsl þeirra við ættmenn sína og átt- haga eru ofin af hinum dýrustu þáttum. Sörun mun virðing þeirra, umhyggja og ræktar semi, við aldurhniginn föður og bróður sínum, Braga, og systur sinni, Báru, sem býr ekkja í Kálfskinni og bömum hennar munu þær alla stund hafa rétt hinar hlýjustu hendur og átt rikulegt hjartarúm fyrir þau — öll. Sveit'ungum sýna þær tryggðir og sveitin þeirra mun eiga í þeim rík itök. En starfið hefur um langa hríð verið bundið við Akureyri. Þar hefur dagurinn og vegurinn liðið fram og þar mun margt vera orðið harla kunnugt og kært í gegnum ár- anna rás. Að Gilsbakkavegi 9 eiga þær systur fal'Vegt heimili saman. Þar er gott að una. Þar mun oft bera gesti a6 garði og þann 8. ágúst sl. var þar mannmargt, sveitungar af Árskógsströnd, ættmenn og vinir og vinir úr hópi samborgara á Akureyri komu til að minnast merkra móta í ævi Þóru Sigfúsdóttur, þrýsta hönd hennar og óska henni heilla. Á samkvæmið, sem var á allan hátt hið ánægjuleg- asta, settu Zontasystur sitt mót, er. þær Þóra og Iðunn eru báðar féiagar í Zontaklúbbi Akureyrar og Þóra gegnir nú formanns- starfi í klúbbnum. Zonta- sysbur hylltu formann sinn sem vera bar með ávarpi og færðu gyöf og blómakveðju. Víðar að bárust blómin og gjafirnar og stofumar í GiLsbakka 9 ilrouðu og ljómuðu og þá skorti eikki he'dur neitt á hlýju og risnit* gestgjafia. Þarna, sem ég sat við arinyl- inn á þessu ánægjulega kvöldi og mætti brosi hins sextuga af- mælistoams og nam hlýjuna í viðmóti þess, hugleiddi ég hversu margt væri öðruvisi í mann- heimi, ef fleiri ættu í sál sinni í jafn rífoum mæli og Þóra Sig- fúsdóttir — vorylinn, sem gieð- ur og græðir, vorgróðurinn, sem fegrar 'lífið. Hér hefur verið getið þátttöku Þóru í Zontaklúbbi Akureyrar. Þeim félagsskap ann hún af heihnm hug og hefur reynzt þar mjög virkur aðili. En fleiri eru þau hin góðu málefni, sem hún hefur lagt lið. Hún er félagi í Rauðakrossi Islands og í slysa- varnadeild kvenna á Afoureyri, ark þess í kvennadei'ld Styríctar- félags vangefinna á Noröur- landi og nú formaður þar. Hvar sem Þóra kemur til starfa nýbur hún trausts og vinsælda og se-g- ir það sitt um hugarfar hennar og menningu. Þóru í Rún er jafnan gott að hitta og mæla mál'um. Hún er hlý í viðmóti, hófsöm í orðum og rík af skiin- ingi á lífinu. En nú veit ég að Þóra vill ekki láta hlaða hærri lofköst sín vegna og hefði aldreí viljað láta byrja á honum. En ég vona, að hún fyrirgefi mér dirfskuna þá að draga hana svona fram í sviðsljósið, sem leiftrar um síður víðföruls dág- blaðs. Að baki þessari síðbúnu afmæiiskveðju minni býr heill hugur, — einlæg þök-k fyrir allt frá áranna kynmum. — Þóra mín, lifðu heil. Megi vorið ávaflt búa i hjarta þínu. Jórnnn Óiafsdóttir frá Sörlastöðum. Til sölu 135 lesta stálfiskiskip og 50 lesta tréfiskiskip. FASTEIGNASALAN Týsgötu 1. Sími 25466 og 32842. Óskum eftir að taka á leigu 200—400 fm lagarhús- næði, sem næst Grensásvegi. INNRÉTTINGABÚÐIN, Grensásvegi 3, sími 83430. BÍLA-SPORT-FELGUR Á hagstæðu verði litveguni við frá stærstu sport-felgu framleiðendum Ameríku „Rocket“ krómaðar stálgelgnr og aluminiiim felgur á allar tegundir amerískra fólksbíla, einnig á alla jeppa (bar með talda Rússa-jeppa), Volks- wagen. Toyota og Datsun. Nokkrar gerðir af þessum felgnm eru tii sýnis að Btigðtilæk 10 eftir ki. 5 í dag og næstu daga. Sími 37157. Fasteignir - HVERAGERÐI, ÞORLAKS- HÖFN, SELFOSSI, STOKKSEYRI, HELLU, HVOLSVELLI, JÖRÐ Til sölu í Hveragerði: Ibúðir í smíðom. Vandað ainbýlishús i smiðum með steyptrí bílskúrsplötu, selst fokhelt. Timburbús í smíðum. selst fokhelt. Til sölu i Þorlákshöfn: Stórt 2ja hæða einbýlishús. má gera að tveim ibúðum. laust strax. Nýlegt einbýlishús í skiptum fyrir húseign á Akureyri. Raðhús í smíðum og fleira. Selfoss, hús óskast: Til kaups óskast gott einbýlishús. Fjársterkur kaupandL Einbýlishús i skiptum fyrir góða ibúð i Reykjavik. Litið einbýlishús. Stokkseyri: Hef kaupendur að einbýlishúsum með stórum lóðunv Hella, Hvolsvöllur: Einbýlishús í smíðum, seljast fokheld. Góðir greiðskiskilmálar. JÖRÐ: Góð jörð til sölu, tilvalin til fiskeldis. Uppl. hjá Geir Egilssyni, sími 99-4290, Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.